Verðlaunuð fyrir íslenska landslagsmynd Ugla Egilsdóttir skrifar 12. febrúar 2014 10:00 Svala Ragnarsdóttir Íslenskt landslag truflað af virkjanaframkvæmdum er yrkisefni Svölu Ragnarsdóttur í myndaseríu sem aflaði henni verðlauna í keppninni Top Thirty Under Thirty. „Ósnortið landslag er ímynd Íslands. Að sama skapi er virkjað úti um allt, en virkjanir eru ekki oft hafðar með á landslagsmyndum,“ segir Svala. Þrjátíu efnilegir ljósmyndarar voru valdir úr átta hundruð innsendum umsóknum. Keppnina hélt Magnum Photos, sem er ein virtasta umboðskrifstofa heims í ljósmyndun, og The Photography Show, sem er ein stærsta ljósmyndasýning sinnar tegundar á Bretlandi. Verðlaunahafar fá að sýna á The Photography Show í Birmingham, og fá leiðsögn frá virtu fagfólki úr heimi ljósmyndunar. „Þetta er gott tækifæri fyrir ljósmyndara sem eru að stíga sín fyrstu skref á ferlinum,“ segir Svala. „Keppnin er opin öllum á milli átján ára og þrítugs. Ég átti alls ekki von á að komast áfram í keppninni, meðal annars vegna þess að verkefnið mitt er frábrugðið hefðbundnum fréttaljósmyndum,“ segir Svala. „Inn í þessa keppni átti að senda fimm mynda seríu sem segir einhverja sögu. Magnum Agency-umboðsskrifstofan byggir á þessari hefð frétta- og heimildaljósmynda,“ segir Svala.Nesjavallavirkjun. Ein af myndunum í seríunni Orku.Mynd/Svala Ragnarsdóttir. „Ég fékk pata af þessari keppni í skólanum og ákvað að senda útskriftarverkefnið mitt í hana.“ Svala lauk meistaranámi í frétta- og heimildaljósmyndun frá London College of Communication í desember síðastliðnum. „Hluti af þeim sem voru með mér í bekk ætla að helga sig fréttaljósmyndun af átökum í stríðshrjáðum löndum. Ég hef meiri áhuga á heimildaljósmyndaandanum,“ segir Svala. Myndasería Svölu heitir Orka. „Allar myndirnar eru teknar heima á Íslandi síðasta sumar. Ég er búin að búa í London í þrjú og hálft ár og er heilluð af borginni. Þegar ég vil kafa djúpt eftir myndefni hef ég þó tilhneigingu til að fara heim. Þar hef ég meira að segja. Ég ferðaðist um Ísland og tók myndir af vatns- og jarðvarmavirkjunum. Það greip mig fyrst þegar ég var að rannsaka landslagsljósmyndun að virkjanir voru ekki hafðar með á landslagsmyndum. Mig langaði að sýna landslag truflað af þessum framkvæmdum. Þessar virkjanir hafa jákvæða ímynd í útlöndum, þær eru það sem kallað er „grænar,“ og ekki eins skaðlegar og olíuframkvæmdir. Þetta er áhugaverður debatt sem mig langaði til að fanga á mynd.“ Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Sjá meira
Íslenskt landslag truflað af virkjanaframkvæmdum er yrkisefni Svölu Ragnarsdóttur í myndaseríu sem aflaði henni verðlauna í keppninni Top Thirty Under Thirty. „Ósnortið landslag er ímynd Íslands. Að sama skapi er virkjað úti um allt, en virkjanir eru ekki oft hafðar með á landslagsmyndum,“ segir Svala. Þrjátíu efnilegir ljósmyndarar voru valdir úr átta hundruð innsendum umsóknum. Keppnina hélt Magnum Photos, sem er ein virtasta umboðskrifstofa heims í ljósmyndun, og The Photography Show, sem er ein stærsta ljósmyndasýning sinnar tegundar á Bretlandi. Verðlaunahafar fá að sýna á The Photography Show í Birmingham, og fá leiðsögn frá virtu fagfólki úr heimi ljósmyndunar. „Þetta er gott tækifæri fyrir ljósmyndara sem eru að stíga sín fyrstu skref á ferlinum,“ segir Svala. „Keppnin er opin öllum á milli átján ára og þrítugs. Ég átti alls ekki von á að komast áfram í keppninni, meðal annars vegna þess að verkefnið mitt er frábrugðið hefðbundnum fréttaljósmyndum,“ segir Svala. „Inn í þessa keppni átti að senda fimm mynda seríu sem segir einhverja sögu. Magnum Agency-umboðsskrifstofan byggir á þessari hefð frétta- og heimildaljósmynda,“ segir Svala.Nesjavallavirkjun. Ein af myndunum í seríunni Orku.Mynd/Svala Ragnarsdóttir. „Ég fékk pata af þessari keppni í skólanum og ákvað að senda útskriftarverkefnið mitt í hana.“ Svala lauk meistaranámi í frétta- og heimildaljósmyndun frá London College of Communication í desember síðastliðnum. „Hluti af þeim sem voru með mér í bekk ætla að helga sig fréttaljósmyndun af átökum í stríðshrjáðum löndum. Ég hef meiri áhuga á heimildaljósmyndaandanum,“ segir Svala. Myndasería Svölu heitir Orka. „Allar myndirnar eru teknar heima á Íslandi síðasta sumar. Ég er búin að búa í London í þrjú og hálft ár og er heilluð af borginni. Þegar ég vil kafa djúpt eftir myndefni hef ég þó tilhneigingu til að fara heim. Þar hef ég meira að segja. Ég ferðaðist um Ísland og tók myndir af vatns- og jarðvarmavirkjunum. Það greip mig fyrst þegar ég var að rannsaka landslagsljósmyndun að virkjanir voru ekki hafðar með á landslagsmyndum. Mig langaði að sýna landslag truflað af þessum framkvæmdum. Þessar virkjanir hafa jákvæða ímynd í útlöndum, þær eru það sem kallað er „grænar,“ og ekki eins skaðlegar og olíuframkvæmdir. Þetta er áhugaverður debatt sem mig langaði til að fanga á mynd.“
Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Sjá meira