Kallar Özil alltaf bróður sinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. júlí 2014 09:30 Sterkur svipur. „Ég hef oft sagt við manninn minn að ég ætti að reyna að græða eitthvað á þessu,“ segir kennarinn Sigríður Elísabet Ragnarsdóttir hlæjandi. Hún er sláandi lík knattspyrnukappanum Mesut Özil en hún uppgötvaði það fyrir algjöra slysni. „Ég var að kenna fyrir nokkrum árum þegar Özil var að spila með Real Madrid. Nokkrir strákar byrjuðu að benda á mig í tímanum og ég spurði þá hvað væri í gangi. Þeir þorðu ekki að segja það við mig fyrst því þeir héldu að ég myndi móðgast. Síðan sögðu þeir mér að ég væri lík fótboltamanni sem héti Mesut Özil. Ég hafði aldrei heyrt þetta nafn. Ég ákvað að gúggla hann og sá strax líkindi með okkur,“ segir Sigríður, sem oftast gengur undir nafninu Sigga Lísa. Í kjölfarið setti Sigga Lísa mynd af Özil á Facebook og fékk vægast sagt góð viðbrögð.Siggu Lísu finnst mjög fyndið að henni sé líkt við knattspyrnukappann.Mynd/úr einkasafni„Það fannst öllum þetta sjúklega fyndið. Mig skiptir þetta engu máli og mér sjálfri finnst þetta mjög fyndið. Sérstaklega finnst mér fyndið að fólk hafi gaman af þessu og ég tek þessu létt,“ segir Sigga Lísa glöð í bragði. Hún hefur snúið þessu upp í grín. „Ég er aðdáandi hans á Facebook og Instagram og kalla hann alltaf bróður minn. Á öskudaginn ákvað ég að vera Özil og það sáu allir að ég var hann þótt ég væri ekki með nafnið hans aftan á treyjunni. Hann er samt örugglega ekki eins stoltur af þessu og ég.“ En eru engar líkur á að Sigga Lísa og Özil séu í raun skyld? „Ég hef spurt mömmu og hún segir nei. En hvað veit maður?“ Özil spilar með þýska landsliðinu sem keppir um heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu næstu helgi. Sigga Lísa er að sjálfsögðu stolt af „bróður“ sínum. „Ég held með Þýskalandi af því að bróðir minn er í liðinu.“Özil spilar með Arsenal og þýska landsliðinu.vísir/getty Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
„Ég hef oft sagt við manninn minn að ég ætti að reyna að græða eitthvað á þessu,“ segir kennarinn Sigríður Elísabet Ragnarsdóttir hlæjandi. Hún er sláandi lík knattspyrnukappanum Mesut Özil en hún uppgötvaði það fyrir algjöra slysni. „Ég var að kenna fyrir nokkrum árum þegar Özil var að spila með Real Madrid. Nokkrir strákar byrjuðu að benda á mig í tímanum og ég spurði þá hvað væri í gangi. Þeir þorðu ekki að segja það við mig fyrst því þeir héldu að ég myndi móðgast. Síðan sögðu þeir mér að ég væri lík fótboltamanni sem héti Mesut Özil. Ég hafði aldrei heyrt þetta nafn. Ég ákvað að gúggla hann og sá strax líkindi með okkur,“ segir Sigríður, sem oftast gengur undir nafninu Sigga Lísa. Í kjölfarið setti Sigga Lísa mynd af Özil á Facebook og fékk vægast sagt góð viðbrögð.Siggu Lísu finnst mjög fyndið að henni sé líkt við knattspyrnukappann.Mynd/úr einkasafni„Það fannst öllum þetta sjúklega fyndið. Mig skiptir þetta engu máli og mér sjálfri finnst þetta mjög fyndið. Sérstaklega finnst mér fyndið að fólk hafi gaman af þessu og ég tek þessu létt,“ segir Sigga Lísa glöð í bragði. Hún hefur snúið þessu upp í grín. „Ég er aðdáandi hans á Facebook og Instagram og kalla hann alltaf bróður minn. Á öskudaginn ákvað ég að vera Özil og það sáu allir að ég var hann þótt ég væri ekki með nafnið hans aftan á treyjunni. Hann er samt örugglega ekki eins stoltur af þessu og ég.“ En eru engar líkur á að Sigga Lísa og Özil séu í raun skyld? „Ég hef spurt mömmu og hún segir nei. En hvað veit maður?“ Özil spilar með þýska landsliðinu sem keppir um heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu næstu helgi. Sigga Lísa er að sjálfsögðu stolt af „bróður“ sínum. „Ég held með Þýskalandi af því að bróðir minn er í liðinu.“Özil spilar með Arsenal og þýska landsliðinu.vísir/getty
Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira