Innlent

Vörubíll í Kömbunum rak pallinn í háspennulínu

Atvikið átti sér stað um klukkan rétt fyrir klukkan hálftíu í morgun.
Atvikið átti sér stað um klukkan rétt fyrir klukkan hálftíu í morgun. Vísir/Vilhelm
Vörubíll rak pallinn í háspennulínu í Kömbunum þar sem nú er unnið að vegabótum. Atvikið átti sér stað rétt fyrir klukkan hálftíu í morgun og sakaði bílstjórann ekki.

Straumur hljóp í gegnum bílinn og sprungu hjólbarðar hans umsvifalaust. Ökumaðurinn komst ekki út úr bílnum fyrr en búið að var að jarðtengja línuna en það tók um það bil fjörutíu mínútur.

Þá valt bíll á Hellisiheiðinni í morgun samvkæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi. Einn var fluttur á slysadeild með minniháttar áverka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×