Fékk að heyra að ég væri í ruglinu Ólöf Skaftadóttir skrifar 21. júní 2014 00:01 Dagur B. Eggertsson Vísir/Arnþór Dagur Bergþóruson Eggertsson ólst upp í Árbænum, nam í Menntaskólanum í Reykjavík og þaðan lá leið hans í læknisfræði. Hann á tólf ára stjórnmálaferil að baki, og er nú orðinn borgarstjóri í Reykjavík - í annað sinn. Hann á fjögur börn með eiginkonu sinni, Örnu, sem er læknir eins og hann. Hann segir dagskrána á heimilinu oft þétta, segir lykilinn að því að fylgja í fótspor Jóns Gnarr, að reyna það ekki. Hann ræðir fjölskylduna, samstarfið við Jón Gnarr og segist engan veginn átta sig á því hvert Framsóknarflokkurinn stefnir. Þegar blaðamann ber að garði situr Dagur við skrifborðið inn á skrifstofu borgarstjóra í Ráðhúsinu þar sem hann er nýfluttur inn. „Ég er búinn að ganga inn á gömlu skrifstofuna mina á hæðinni fyrir neðan þrisvar í dag,“ segir Dagur og hlær. Dagur fæddist árið 1972 og er kvæntur Örnu Dögg Einarsdóttur. Saman eiga þau fjögur börn, læknirinn og borgarstjórinn. „Ég held að það þurfi ákveðna blöndu af skipulagi, umburðarlyndi og úthaldi – og stundum er þetta bara erfitt, ég verð að viðurkenna það. Við erum bæði með stífa dagskrá en höldum úti nokkurs konar stundatöflu sem við skráum viku fram í tímann. Svo byrjuðum við að gera vikumatseðil líka. Ég mæli með því – það er líka sparnaðarráð. Þá höldum við fjölskyldufund á sunnudögum, horfum á hvað er til í ísskápnum og krakkarnir taka þátt og segja sitt.“ Sefurðu eitthvað? „Fæ oftast mína sex-sjö tíma,“ segir Dagur og hlær. „Stundum minna.“Komst ekki inn í MHDagur ólst upp í Árbæn og tók virkan þátt í félagsstarfi. „Ég var um það bil í öllu sem ég gat prófað – handbolta, fótbolta og lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts þar sem ég spilaði á þriðja trompet. Ég prófaði fimleika og var í dansskóla Heiðars Ástvaldssonar. Ég sótti svo um í MH og komst ekki inn og ætlaði þá að vera í öskunni til áramóta og byrja svo í MH – en fékk ekki vinnu. Ég heyrði síðar að maður hefði þurft að vera í Sjálfstæðisflokknum til að fá að vera í öskunni. Fyrir röð tilviljana endaði ég í MR og sá ekki eftir því. Það var mjög gaman. Þaðan lá leið mín í læknisfræði og þegar ég var á fimmta ári kynntist ég Örnu,“ heldur Dagur áfram. „Ég kynntist henni í gegnum systur hennar sem var með mér í læknisfræðinni. Arna var alin upp í Svíþjóð þar sem pabbi hennar er læknir og hún var að læra í Svíþjóð en vann við rannsóknir í Íslenskri erfðagreiningu á sumrin. Mig grunar enn að þetta hafi verið gildra. Mér var boðið í mat og þegar ég mæti er Hulda, sem bauð mér í matinn, hvergi sjáanleg en bara Arna. Hulda var í klippingu og litunin hafði mistekist svona rosalega, sem ég trúi svo sem alveg því að þegar Hulda kom aftur tveimur tímum seinna var hún með grænt hár. Þá hafði endurlitunin misheppnast líka. Við Arna vorum þá komin vel ofan í rauðvínsflöskuna og þetta eiginlega bara small með miklum hvelli strax um sumarið. Þetta var árið 1998,“ rifjar Dagur upp. Arna starfar sem sérfræðingur í lyflækningum á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. „Það er erfitt starf og til þess að vinna það þarf mjög sérstakt fólk. Arna er mjög sérstök manneskja. Ég er oftar stoppaður úti á götu og mér þakkað fyrir eitthvað sem hún hefur gert en fyrir eitthvað sem ég hef gert.“Dagur segir marga hafa látið í sér heyra þegar hann átti þátt í því að mynda meirihluta í borginni 2010, og gera Jón að borgarstjóraVísir/Arnþór En hefur þú aldrei efast um starfsvalið? „Læknisfræðin togar svolítið í mig. Ég verð að viðurkenna það. Ég vann sem læknir framan af í borgarstjór. Ég var þá á bráðamóttökunni sem er mjög skemmtilegur staður að vinna á – mikið að gerast og dálítill keppnisandi. En eftir að við byrjuðum að eignast börnin, þá varð þetta ansi dýr tími til að eyða í „aukavinnuna“. Vaktirnar voru aðallega á kvöldin og um helgar og það var farið að klípa ansi mikið af samverustundunum með fjölskyldunni. Þá hætti ég, en núna eftir að yngsta er orðin þriggja, finn ég hvernig læknisfræðin er farin að toga í mig.“Gætirðu hugsað þér að fara aftur í læknasloppinn? „Já, algjörlega. Það er samt ekkert plan um það. En það er margt í pólitík sem tengist heilbrigði og lýðheilsu og borgin hefur heilmikið um það að segja. Ég dregst alltaf meira og meira að þannig verkefnum í pólitíkinni.“ Bergþóruson Dagur er elstur af þremur systkinum, sem öll eru náin. Valgerður er lögmaður, sérfræðingur í Evrópurétti og samkeppnislöggjöf, Gauti er hagfræðingur og prófessor við Brown-háskólann á austurströnd Bandaríkjanna. Dagur segir mikinn stuðning í fjölskyldunni.En af hverju ertu Bergþóruson? „Mamma er mikill nagli og ég er fæddur í Ósló. Mamma og pabbi voru ekki gift þannig að þegar hún kom á spítalann átti pabbi ekki að fá að vera viðstaddur fæðinguna. Mamma var ekki sátt við það þannig að hún hysjaði upp um sig og fór á annað sjúkrahús. Þar fékk hann að vera viðstaddur. Svo þegar átti að útskrifa mig þá var ekki við það komandi ég fengi að vera Eggertsson. Ég átti að vera Jónsdóttir eins og mamma, en hún gaf sig ekki fyrr en þessi millilending varð til – ég var skráður Bergþóruson og hef haldið þessu nafni móður minnar með stolti og bætti svo síðar Eggertsson við.“ Dagur segir þetta orðna reglu í fjölskyldunni. Systkini hans eru líka kennd við báða foreldra. „Ég á bróður sem er tveimur árum yngri. Við vorum mjög nánir. Við ólumst upp í svona IKEA-kojum, sem voru síðan sagaðar í tvennt og höfðagaflarnir settir saman. Þannig að við töluðum hvor annan í svefn á hverju einasta kvöldi. Hann hefur verið að vinna hjá Seðlabankanum og er núna orðinn prófessor.“Ráðfærir þú þig mikið við hann? „Já ég hef alltaf gert það.“ Tók sig í gegnEn hvernig er að fylgja í fótspor Jóns Gnarr? „Lykillinn að því að gera það vel er að reyna það ekki. Ég held að það fari enginn í fötin hans Jóns. Framboð Jóns var gæfa fyrir borgina og samfélagið eftir hrun. Umræðan einkenndist af reiði, réttlátri reiði og eins og við sjáum mjög víða í Evrópu þá getur svona ólga farið í alls konar áttir. Jón steig fram og veitti henni í mjög uppbyggilegan farveg að mínu mati. Og ferill hans gerði meira. Jón er tákn um það að Reykjavík og Ísland sé samfélag þar sem alls konar fólk geti látið drauma sína rætast. Þetta hefði svo auðveldlega getað farið í allt aðra átt. Og ástæðan fyrir því að Jón fær þennan gríðarlega stuðning, þó að hann hafi í raun ekki teflt neinu hefðbundnu fram í kosningabaráttunni, er ekki sú að hann er svo vinsæll og fyndinn. Það er ekki nóg, þó hann sé hvort tveggja. Ástæðan fyrir því að hann gat gert þetta er að hann í gegnum sinn langa feril hefur náð eyrum stórs hóps í samfélaginu sem hlustar almennt ekki á stjórnmálamenn. Hann hefur einnig traust þeirra, því hann hefur unnið til þess. Hann er alltaf heiðarlegur og samkvæmur sjálfum sér. Og hann berst gegn frekju, ofríki og ofbeldi. Ég held að margir vanmeti þann þráð, því Jón hefur alltaf barist fyrir friði og gegn ofbeldi, sem grínisti, sem útvarps- og sjónvarpsmaður. Það er sterkur og húmanískur þráður í honum sem springur út á magnaðan hátt í borgarstjórahlutverkinu. Og ekki bara á Íslandi. Það er ótrúlegur áhugi á honum út um allt.“ Finnst þér orðræðan hafa breyst í pólitík? Er fólk ekki aðeins minna leiðinlegt eins og Jón orðaði það sjálfur? „Ég vona það. Mér fannst ég alla vega þurfa að taka sjálfan mig í gegn. Það er svo auðvelt að bara tala eða romsa staðreyndunum upp úr sér… spila plötuna. Nota einhver orð eða frasa sem maður hefur tileinkað sér eins og maður gerir. Ég hef reynt að bæta mig í þessu, tala styttra og meira beint frá hjartanu. Örugglega er hægt að finna í því góð áhrif frá Jóni.“ Finnur þú það að borgin hafi skipst í tvær fylkingar gagnvart Jóni? „Já, það var áberandi. Sérstaklega í borgarstjórninni en ekki meðal fólksins í Ráðhúsinu. Stóra breytingin var sú að það voru margir sem höfðu efasemdir um Jón. Þetta fólk létu þær skoðanir í ljós við mig þegar við mynduðum meirihlutann. Ég fékk að heyra að ég væri í ruglinu og þetta væri feigðarflan og ég ætti eftir að sjá eftir þessu. Núna hefur stór hluti þessa hóps viðurkennt og sagt að það hafi komið þeim á óvart, hvað þetta gekk vel. Ég veit að í mínum flokki voru margir sem töldu þetta samstarf mikla háskaför.“Hvernig líst þér á nýju samstarfsfélagana í Framsókn? „Ég átta mig engan veginn á Framsóknarflokknum eða á hvaða leið hann er. Ég er hugsi og ætla að halda áfram að gefa þeim svigrúm til að útskýra sitt mál. Orðum fylgir alltaf ábyrgð. Og þegar fólk er komið í stjórnmál er auðvitað sérstaklega mikilvægt að átta sig á þeirri ábyrgð. Þú getur verið að segja hluti sem særa, eða einhvern veginn gefa þau skilaboð að hatur eða fyrirlitning gagnvart einhverjum öðrum sé í lagi, sem það er aldrei.“ Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Erlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Dagur Bergþóruson Eggertsson ólst upp í Árbænum, nam í Menntaskólanum í Reykjavík og þaðan lá leið hans í læknisfræði. Hann á tólf ára stjórnmálaferil að baki, og er nú orðinn borgarstjóri í Reykjavík - í annað sinn. Hann á fjögur börn með eiginkonu sinni, Örnu, sem er læknir eins og hann. Hann segir dagskrána á heimilinu oft þétta, segir lykilinn að því að fylgja í fótspor Jóns Gnarr, að reyna það ekki. Hann ræðir fjölskylduna, samstarfið við Jón Gnarr og segist engan veginn átta sig á því hvert Framsóknarflokkurinn stefnir. Þegar blaðamann ber að garði situr Dagur við skrifborðið inn á skrifstofu borgarstjóra í Ráðhúsinu þar sem hann er nýfluttur inn. „Ég er búinn að ganga inn á gömlu skrifstofuna mina á hæðinni fyrir neðan þrisvar í dag,“ segir Dagur og hlær. Dagur fæddist árið 1972 og er kvæntur Örnu Dögg Einarsdóttur. Saman eiga þau fjögur börn, læknirinn og borgarstjórinn. „Ég held að það þurfi ákveðna blöndu af skipulagi, umburðarlyndi og úthaldi – og stundum er þetta bara erfitt, ég verð að viðurkenna það. Við erum bæði með stífa dagskrá en höldum úti nokkurs konar stundatöflu sem við skráum viku fram í tímann. Svo byrjuðum við að gera vikumatseðil líka. Ég mæli með því – það er líka sparnaðarráð. Þá höldum við fjölskyldufund á sunnudögum, horfum á hvað er til í ísskápnum og krakkarnir taka þátt og segja sitt.“ Sefurðu eitthvað? „Fæ oftast mína sex-sjö tíma,“ segir Dagur og hlær. „Stundum minna.“Komst ekki inn í MHDagur ólst upp í Árbæn og tók virkan þátt í félagsstarfi. „Ég var um það bil í öllu sem ég gat prófað – handbolta, fótbolta og lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts þar sem ég spilaði á þriðja trompet. Ég prófaði fimleika og var í dansskóla Heiðars Ástvaldssonar. Ég sótti svo um í MH og komst ekki inn og ætlaði þá að vera í öskunni til áramóta og byrja svo í MH – en fékk ekki vinnu. Ég heyrði síðar að maður hefði þurft að vera í Sjálfstæðisflokknum til að fá að vera í öskunni. Fyrir röð tilviljana endaði ég í MR og sá ekki eftir því. Það var mjög gaman. Þaðan lá leið mín í læknisfræði og þegar ég var á fimmta ári kynntist ég Örnu,“ heldur Dagur áfram. „Ég kynntist henni í gegnum systur hennar sem var með mér í læknisfræðinni. Arna var alin upp í Svíþjóð þar sem pabbi hennar er læknir og hún var að læra í Svíþjóð en vann við rannsóknir í Íslenskri erfðagreiningu á sumrin. Mig grunar enn að þetta hafi verið gildra. Mér var boðið í mat og þegar ég mæti er Hulda, sem bauð mér í matinn, hvergi sjáanleg en bara Arna. Hulda var í klippingu og litunin hafði mistekist svona rosalega, sem ég trúi svo sem alveg því að þegar Hulda kom aftur tveimur tímum seinna var hún með grænt hár. Þá hafði endurlitunin misheppnast líka. Við Arna vorum þá komin vel ofan í rauðvínsflöskuna og þetta eiginlega bara small með miklum hvelli strax um sumarið. Þetta var árið 1998,“ rifjar Dagur upp. Arna starfar sem sérfræðingur í lyflækningum á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. „Það er erfitt starf og til þess að vinna það þarf mjög sérstakt fólk. Arna er mjög sérstök manneskja. Ég er oftar stoppaður úti á götu og mér þakkað fyrir eitthvað sem hún hefur gert en fyrir eitthvað sem ég hef gert.“Dagur segir marga hafa látið í sér heyra þegar hann átti þátt í því að mynda meirihluta í borginni 2010, og gera Jón að borgarstjóraVísir/Arnþór En hefur þú aldrei efast um starfsvalið? „Læknisfræðin togar svolítið í mig. Ég verð að viðurkenna það. Ég vann sem læknir framan af í borgarstjór. Ég var þá á bráðamóttökunni sem er mjög skemmtilegur staður að vinna á – mikið að gerast og dálítill keppnisandi. En eftir að við byrjuðum að eignast börnin, þá varð þetta ansi dýr tími til að eyða í „aukavinnuna“. Vaktirnar voru aðallega á kvöldin og um helgar og það var farið að klípa ansi mikið af samverustundunum með fjölskyldunni. Þá hætti ég, en núna eftir að yngsta er orðin þriggja, finn ég hvernig læknisfræðin er farin að toga í mig.“Gætirðu hugsað þér að fara aftur í læknasloppinn? „Já, algjörlega. Það er samt ekkert plan um það. En það er margt í pólitík sem tengist heilbrigði og lýðheilsu og borgin hefur heilmikið um það að segja. Ég dregst alltaf meira og meira að þannig verkefnum í pólitíkinni.“ Bergþóruson Dagur er elstur af þremur systkinum, sem öll eru náin. Valgerður er lögmaður, sérfræðingur í Evrópurétti og samkeppnislöggjöf, Gauti er hagfræðingur og prófessor við Brown-háskólann á austurströnd Bandaríkjanna. Dagur segir mikinn stuðning í fjölskyldunni.En af hverju ertu Bergþóruson? „Mamma er mikill nagli og ég er fæddur í Ósló. Mamma og pabbi voru ekki gift þannig að þegar hún kom á spítalann átti pabbi ekki að fá að vera viðstaddur fæðinguna. Mamma var ekki sátt við það þannig að hún hysjaði upp um sig og fór á annað sjúkrahús. Þar fékk hann að vera viðstaddur. Svo þegar átti að útskrifa mig þá var ekki við það komandi ég fengi að vera Eggertsson. Ég átti að vera Jónsdóttir eins og mamma, en hún gaf sig ekki fyrr en þessi millilending varð til – ég var skráður Bergþóruson og hef haldið þessu nafni móður minnar með stolti og bætti svo síðar Eggertsson við.“ Dagur segir þetta orðna reglu í fjölskyldunni. Systkini hans eru líka kennd við báða foreldra. „Ég á bróður sem er tveimur árum yngri. Við vorum mjög nánir. Við ólumst upp í svona IKEA-kojum, sem voru síðan sagaðar í tvennt og höfðagaflarnir settir saman. Þannig að við töluðum hvor annan í svefn á hverju einasta kvöldi. Hann hefur verið að vinna hjá Seðlabankanum og er núna orðinn prófessor.“Ráðfærir þú þig mikið við hann? „Já ég hef alltaf gert það.“ Tók sig í gegnEn hvernig er að fylgja í fótspor Jóns Gnarr? „Lykillinn að því að gera það vel er að reyna það ekki. Ég held að það fari enginn í fötin hans Jóns. Framboð Jóns var gæfa fyrir borgina og samfélagið eftir hrun. Umræðan einkenndist af reiði, réttlátri reiði og eins og við sjáum mjög víða í Evrópu þá getur svona ólga farið í alls konar áttir. Jón steig fram og veitti henni í mjög uppbyggilegan farveg að mínu mati. Og ferill hans gerði meira. Jón er tákn um það að Reykjavík og Ísland sé samfélag þar sem alls konar fólk geti látið drauma sína rætast. Þetta hefði svo auðveldlega getað farið í allt aðra átt. Og ástæðan fyrir því að Jón fær þennan gríðarlega stuðning, þó að hann hafi í raun ekki teflt neinu hefðbundnu fram í kosningabaráttunni, er ekki sú að hann er svo vinsæll og fyndinn. Það er ekki nóg, þó hann sé hvort tveggja. Ástæðan fyrir því að hann gat gert þetta er að hann í gegnum sinn langa feril hefur náð eyrum stórs hóps í samfélaginu sem hlustar almennt ekki á stjórnmálamenn. Hann hefur einnig traust þeirra, því hann hefur unnið til þess. Hann er alltaf heiðarlegur og samkvæmur sjálfum sér. Og hann berst gegn frekju, ofríki og ofbeldi. Ég held að margir vanmeti þann þráð, því Jón hefur alltaf barist fyrir friði og gegn ofbeldi, sem grínisti, sem útvarps- og sjónvarpsmaður. Það er sterkur og húmanískur þráður í honum sem springur út á magnaðan hátt í borgarstjórahlutverkinu. Og ekki bara á Íslandi. Það er ótrúlegur áhugi á honum út um allt.“ Finnst þér orðræðan hafa breyst í pólitík? Er fólk ekki aðeins minna leiðinlegt eins og Jón orðaði það sjálfur? „Ég vona það. Mér fannst ég alla vega þurfa að taka sjálfan mig í gegn. Það er svo auðvelt að bara tala eða romsa staðreyndunum upp úr sér… spila plötuna. Nota einhver orð eða frasa sem maður hefur tileinkað sér eins og maður gerir. Ég hef reynt að bæta mig í þessu, tala styttra og meira beint frá hjartanu. Örugglega er hægt að finna í því góð áhrif frá Jóni.“ Finnur þú það að borgin hafi skipst í tvær fylkingar gagnvart Jóni? „Já, það var áberandi. Sérstaklega í borgarstjórninni en ekki meðal fólksins í Ráðhúsinu. Stóra breytingin var sú að það voru margir sem höfðu efasemdir um Jón. Þetta fólk létu þær skoðanir í ljós við mig þegar við mynduðum meirihlutann. Ég fékk að heyra að ég væri í ruglinu og þetta væri feigðarflan og ég ætti eftir að sjá eftir þessu. Núna hefur stór hluti þessa hóps viðurkennt og sagt að það hafi komið þeim á óvart, hvað þetta gekk vel. Ég veit að í mínum flokki voru margir sem töldu þetta samstarf mikla háskaför.“Hvernig líst þér á nýju samstarfsfélagana í Framsókn? „Ég átta mig engan veginn á Framsóknarflokknum eða á hvaða leið hann er. Ég er hugsi og ætla að halda áfram að gefa þeim svigrúm til að útskýra sitt mál. Orðum fylgir alltaf ábyrgð. Og þegar fólk er komið í stjórnmál er auðvitað sérstaklega mikilvægt að átta sig á þeirri ábyrgð. Þú getur verið að segja hluti sem særa, eða einhvern veginn gefa þau skilaboð að hatur eða fyrirlitning gagnvart einhverjum öðrum sé í lagi, sem það er aldrei.“
Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Erlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels