Akureyri breytist í skíða- og brettaþorp Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. febrúar 2014 10:30 Keppendurnir eru miklir ofurhugar og sýna listir sem eru sjaldséðar hér á landi. mynd/einkasafn „Það eru nokkrir af þekktustu skíða- og brettaköppum heimsins væntanlegir hingað til lands á Iceland Winter Games, þetta verður svakaleg hátíð,“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson, viðburðastjóri hjá Viðburðastofu Norðurlands, sem stendur fyrir vetrarleikunum Iceland Winter Games. Hingað til lands eru að koma menn á borð við PK Hunder sem er frá Noregi en hann er í þrettánda sæti heimslistans í Free Skiing. Þess má til gamans geta að Hunder er einmitt að fara keppa á Vetrarólympíuleikunum sem hefjast á föstudaginn. Þá kemur Aleksander Aurdal einnig hingað og er hann í 39. sæti á heimslistanum, hann er einnig frá Noregi. Fleiri þekktir Free Skiing-kappar eru einnig væntanlegir.PK Hunder er ákaflega virtur Free Skiing-kappi en hann keppir á Iceland Winter Games leikunum í mars.mynd/einkasafnÁ Iceland Winter Games verður einnig keppt á snjóbrettum og eru stórstjörnur væntanlegar í þeirri grein. Marcus Kleveland, Mons Roisland, Petr Horak og Piot Janosz eru þar á meðal keppenda. „Mons Roisland var í þriðja sæti á Burton European Open-mótinu. Marcus Kleveland er talinn vera besti fjórtán ára snjóbrettakappinn í heiminum og varð hann í áttunda sæti á sama móti. Hann var meira að segja að keppa í fullorðinsflokki sem er fimmtán ára og eldri og var því að keppa upp fyrir sig,“ útskýrir Davíð Rúnar. Það koma ekki bara skíða- og brettakeppendur hingað til lands því Snow kiting-kapparnir Magnus Almås Parmann og Kristina Blomhoff Johansen eru einnig væntanlegir og ætla láta sig svífa yfir Akureyri. „Þau eru á skíðum og brettum, með litla fallhlíf og svífa því um. Þau ætla að svífa um bæinn og í Hlíðarfjalli,“ segir Davíð Rúnar léttur í lundu. Þá er matvælafyrirtækið Norðlenska að þróa sérhannaðar Iceland Winter Games-pylsur. „Það verður öllu umturnað í bænum og þessar sérhönnuðu pylsur eru ekki það eina sem upp á verður að bjóða. Það verður margt annað um að vera og á skemmtistöðum bæjarins verða þekkt tónlistaratriði.“ Páll Óskar og fleiri þekktir listamenn koma fram á skemmtunum í tengslum við hátíðina. „Dj Margeir sér svo um stuðið í fjallinu á meðan á hátíðinni stendur.“Hér fyrir neðan má sjá myndbönd af nokkrum keppendum sem koma fram á Iceland Winter Games sem fram fara 6. til 9. mars næstkomandi. Vake 2012 Teaser Team Fluid from Magnus Parmann on Vimeo. Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Sjá meira
„Það eru nokkrir af þekktustu skíða- og brettaköppum heimsins væntanlegir hingað til lands á Iceland Winter Games, þetta verður svakaleg hátíð,“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson, viðburðastjóri hjá Viðburðastofu Norðurlands, sem stendur fyrir vetrarleikunum Iceland Winter Games. Hingað til lands eru að koma menn á borð við PK Hunder sem er frá Noregi en hann er í þrettánda sæti heimslistans í Free Skiing. Þess má til gamans geta að Hunder er einmitt að fara keppa á Vetrarólympíuleikunum sem hefjast á föstudaginn. Þá kemur Aleksander Aurdal einnig hingað og er hann í 39. sæti á heimslistanum, hann er einnig frá Noregi. Fleiri þekktir Free Skiing-kappar eru einnig væntanlegir.PK Hunder er ákaflega virtur Free Skiing-kappi en hann keppir á Iceland Winter Games leikunum í mars.mynd/einkasafnÁ Iceland Winter Games verður einnig keppt á snjóbrettum og eru stórstjörnur væntanlegar í þeirri grein. Marcus Kleveland, Mons Roisland, Petr Horak og Piot Janosz eru þar á meðal keppenda. „Mons Roisland var í þriðja sæti á Burton European Open-mótinu. Marcus Kleveland er talinn vera besti fjórtán ára snjóbrettakappinn í heiminum og varð hann í áttunda sæti á sama móti. Hann var meira að segja að keppa í fullorðinsflokki sem er fimmtán ára og eldri og var því að keppa upp fyrir sig,“ útskýrir Davíð Rúnar. Það koma ekki bara skíða- og brettakeppendur hingað til lands því Snow kiting-kapparnir Magnus Almås Parmann og Kristina Blomhoff Johansen eru einnig væntanlegir og ætla láta sig svífa yfir Akureyri. „Þau eru á skíðum og brettum, með litla fallhlíf og svífa því um. Þau ætla að svífa um bæinn og í Hlíðarfjalli,“ segir Davíð Rúnar léttur í lundu. Þá er matvælafyrirtækið Norðlenska að þróa sérhannaðar Iceland Winter Games-pylsur. „Það verður öllu umturnað í bænum og þessar sérhönnuðu pylsur eru ekki það eina sem upp á verður að bjóða. Það verður margt annað um að vera og á skemmtistöðum bæjarins verða þekkt tónlistaratriði.“ Páll Óskar og fleiri þekktir listamenn koma fram á skemmtunum í tengslum við hátíðina. „Dj Margeir sér svo um stuðið í fjallinu á meðan á hátíðinni stendur.“Hér fyrir neðan má sjá myndbönd af nokkrum keppendum sem koma fram á Iceland Winter Games sem fram fara 6. til 9. mars næstkomandi. Vake 2012 Teaser Team Fluid from Magnus Parmann on Vimeo.
Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið