Barnaafmæli í uppnámi eftir ákvörðun Wow Kjartan Atli Kjartansson skrifar 6. febrúar 2014 15:32 Anna er ósátt við svörin sem Wow gefa viðskiptavinum. „Þetta er ömurlegt, alveg ótrúlega svekkjandi,“ segir Anna Rósa Pálmarsdóttir sem var búin að kaupa flugmiða fyrir sig og fjölskyldu sína frá Stokkhólmi til Íslands með Wow Air í sumar. Í fréttatilkynningu frá Wow Air í gær kom fram að fyrirtækið þyrfti að hætta við flug til Stokkhólms, sem var einskonar keðjuverkun vegna þess hætta þurfti við flug til Bandaríkjanna. En í tilkynningunni segir: „Komið verður til móts við þessa farþega að öllu leyti, þeim boðin endurgreiðsla eða annað flug sem þeir geta nýtt sér.“ Anna segir þetta ekki rétt, hún segist verða fyrir tjóni – hvernig sem á það sé litið. „Við keyptum miðana í október og erum búin að bíða spennt eftir því að komast heim. Nú getum við valið um að fá miðana endurgreidda eða flogið í gegnum London eða í gegnum Kaupmannahöfn. En þá þurfum við að kaupa miðana okkar sjálf þangað, sem mér finnst alveg hrikalegt. Hvernig sem á það er litið erum við að tapa áttatíu til hundrað þúsund krónum á þessu. Meira að segja ef við fáum miðana endurgreidda, því við þurfum að kaupa miða frá öðrum flugfélögum á miklu hærra verði, því verðið á miðunum hækkar eftir því sem nær dregur fluginu. Til dæmis var útsala á flugmiðum í janúar hérna og ef við hefðum vitað þetta þá hefðum við getað keypt miða á skikkanlegu verði,“ útskýrir Anna Rósa ósátt. Fjölskyldan var full tilhlökkunar, en ferðalagið sem átti að verða gleðiríkt er nú í uppnámi. „Ég er búin að vera búsett í Svíþjóð í níu ár og ætlaði heim til þess að hitta fjölskylduna mína og til þess að halda upp á fertugsafmæli mitt. Fimm ára sonur minn ætlaði líka að halda upp á sex ára afmælið sitt á Íslandi. Okkur finnst þetta alveg ömurlegt,“ segir Anna sem gefur lítið fyrir útskýringar Wow Air um brottfaratíma til Bandaríkjanna: „Þeir geta ekki kennt einhverjum öðrum um þetta. Það voru þeir sem buðu fólki upp á þetta og það voru þeir sem auglýstu flug til og frá Stokkhólmi.“ Anna segir fjölskylduna ekki búna að ákveða hvort hún muni ferðast til Íslands í sumar eða hvernig hún eigi að snúa sér í þessu máli. Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
„Þetta er ömurlegt, alveg ótrúlega svekkjandi,“ segir Anna Rósa Pálmarsdóttir sem var búin að kaupa flugmiða fyrir sig og fjölskyldu sína frá Stokkhólmi til Íslands með Wow Air í sumar. Í fréttatilkynningu frá Wow Air í gær kom fram að fyrirtækið þyrfti að hætta við flug til Stokkhólms, sem var einskonar keðjuverkun vegna þess hætta þurfti við flug til Bandaríkjanna. En í tilkynningunni segir: „Komið verður til móts við þessa farþega að öllu leyti, þeim boðin endurgreiðsla eða annað flug sem þeir geta nýtt sér.“ Anna segir þetta ekki rétt, hún segist verða fyrir tjóni – hvernig sem á það sé litið. „Við keyptum miðana í október og erum búin að bíða spennt eftir því að komast heim. Nú getum við valið um að fá miðana endurgreidda eða flogið í gegnum London eða í gegnum Kaupmannahöfn. En þá þurfum við að kaupa miðana okkar sjálf þangað, sem mér finnst alveg hrikalegt. Hvernig sem á það er litið erum við að tapa áttatíu til hundrað þúsund krónum á þessu. Meira að segja ef við fáum miðana endurgreidda, því við þurfum að kaupa miða frá öðrum flugfélögum á miklu hærra verði, því verðið á miðunum hækkar eftir því sem nær dregur fluginu. Til dæmis var útsala á flugmiðum í janúar hérna og ef við hefðum vitað þetta þá hefðum við getað keypt miða á skikkanlegu verði,“ útskýrir Anna Rósa ósátt. Fjölskyldan var full tilhlökkunar, en ferðalagið sem átti að verða gleðiríkt er nú í uppnámi. „Ég er búin að vera búsett í Svíþjóð í níu ár og ætlaði heim til þess að hitta fjölskylduna mína og til þess að halda upp á fertugsafmæli mitt. Fimm ára sonur minn ætlaði líka að halda upp á sex ára afmælið sitt á Íslandi. Okkur finnst þetta alveg ömurlegt,“ segir Anna sem gefur lítið fyrir útskýringar Wow Air um brottfaratíma til Bandaríkjanna: „Þeir geta ekki kennt einhverjum öðrum um þetta. Það voru þeir sem buðu fólki upp á þetta og það voru þeir sem auglýstu flug til og frá Stokkhólmi.“ Anna segir fjölskylduna ekki búna að ákveða hvort hún muni ferðast til Íslands í sumar eða hvernig hún eigi að snúa sér í þessu máli.
Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent