Barnaafmæli í uppnámi eftir ákvörðun Wow Kjartan Atli Kjartansson skrifar 6. febrúar 2014 15:32 Anna er ósátt við svörin sem Wow gefa viðskiptavinum. „Þetta er ömurlegt, alveg ótrúlega svekkjandi,“ segir Anna Rósa Pálmarsdóttir sem var búin að kaupa flugmiða fyrir sig og fjölskyldu sína frá Stokkhólmi til Íslands með Wow Air í sumar. Í fréttatilkynningu frá Wow Air í gær kom fram að fyrirtækið þyrfti að hætta við flug til Stokkhólms, sem var einskonar keðjuverkun vegna þess hætta þurfti við flug til Bandaríkjanna. En í tilkynningunni segir: „Komið verður til móts við þessa farþega að öllu leyti, þeim boðin endurgreiðsla eða annað flug sem þeir geta nýtt sér.“ Anna segir þetta ekki rétt, hún segist verða fyrir tjóni – hvernig sem á það sé litið. „Við keyptum miðana í október og erum búin að bíða spennt eftir því að komast heim. Nú getum við valið um að fá miðana endurgreidda eða flogið í gegnum London eða í gegnum Kaupmannahöfn. En þá þurfum við að kaupa miðana okkar sjálf þangað, sem mér finnst alveg hrikalegt. Hvernig sem á það er litið erum við að tapa áttatíu til hundrað þúsund krónum á þessu. Meira að segja ef við fáum miðana endurgreidda, því við þurfum að kaupa miða frá öðrum flugfélögum á miklu hærra verði, því verðið á miðunum hækkar eftir því sem nær dregur fluginu. Til dæmis var útsala á flugmiðum í janúar hérna og ef við hefðum vitað þetta þá hefðum við getað keypt miða á skikkanlegu verði,“ útskýrir Anna Rósa ósátt. Fjölskyldan var full tilhlökkunar, en ferðalagið sem átti að verða gleðiríkt er nú í uppnámi. „Ég er búin að vera búsett í Svíþjóð í níu ár og ætlaði heim til þess að hitta fjölskylduna mína og til þess að halda upp á fertugsafmæli mitt. Fimm ára sonur minn ætlaði líka að halda upp á sex ára afmælið sitt á Íslandi. Okkur finnst þetta alveg ömurlegt,“ segir Anna sem gefur lítið fyrir útskýringar Wow Air um brottfaratíma til Bandaríkjanna: „Þeir geta ekki kennt einhverjum öðrum um þetta. Það voru þeir sem buðu fólki upp á þetta og það voru þeir sem auglýstu flug til og frá Stokkhólmi.“ Anna segir fjölskylduna ekki búna að ákveða hvort hún muni ferðast til Íslands í sumar eða hvernig hún eigi að snúa sér í þessu máli. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
„Þetta er ömurlegt, alveg ótrúlega svekkjandi,“ segir Anna Rósa Pálmarsdóttir sem var búin að kaupa flugmiða fyrir sig og fjölskyldu sína frá Stokkhólmi til Íslands með Wow Air í sumar. Í fréttatilkynningu frá Wow Air í gær kom fram að fyrirtækið þyrfti að hætta við flug til Stokkhólms, sem var einskonar keðjuverkun vegna þess hætta þurfti við flug til Bandaríkjanna. En í tilkynningunni segir: „Komið verður til móts við þessa farþega að öllu leyti, þeim boðin endurgreiðsla eða annað flug sem þeir geta nýtt sér.“ Anna segir þetta ekki rétt, hún segist verða fyrir tjóni – hvernig sem á það sé litið. „Við keyptum miðana í október og erum búin að bíða spennt eftir því að komast heim. Nú getum við valið um að fá miðana endurgreidda eða flogið í gegnum London eða í gegnum Kaupmannahöfn. En þá þurfum við að kaupa miðana okkar sjálf þangað, sem mér finnst alveg hrikalegt. Hvernig sem á það er litið erum við að tapa áttatíu til hundrað þúsund krónum á þessu. Meira að segja ef við fáum miðana endurgreidda, því við þurfum að kaupa miða frá öðrum flugfélögum á miklu hærra verði, því verðið á miðunum hækkar eftir því sem nær dregur fluginu. Til dæmis var útsala á flugmiðum í janúar hérna og ef við hefðum vitað þetta þá hefðum við getað keypt miða á skikkanlegu verði,“ útskýrir Anna Rósa ósátt. Fjölskyldan var full tilhlökkunar, en ferðalagið sem átti að verða gleðiríkt er nú í uppnámi. „Ég er búin að vera búsett í Svíþjóð í níu ár og ætlaði heim til þess að hitta fjölskylduna mína og til þess að halda upp á fertugsafmæli mitt. Fimm ára sonur minn ætlaði líka að halda upp á sex ára afmælið sitt á Íslandi. Okkur finnst þetta alveg ömurlegt,“ segir Anna sem gefur lítið fyrir útskýringar Wow Air um brottfaratíma til Bandaríkjanna: „Þeir geta ekki kennt einhverjum öðrum um þetta. Það voru þeir sem buðu fólki upp á þetta og það voru þeir sem auglýstu flug til og frá Stokkhólmi.“ Anna segir fjölskylduna ekki búna að ákveða hvort hún muni ferðast til Íslands í sumar eða hvernig hún eigi að snúa sér í þessu máli.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira