Spítalinn verður ekki byggður nema annað verði skorið niður Aðalsteinn Kjartansson skrifar 25. september 2014 11:48 Bjarni sagði ekki vilja til að byggja spítala ef það hefði í för með sér hallarekstur á ríkissjóði. Fjárfesting í nýjum spítala nemur 60-80 milljörðum. Vísir / Ernir Ekki kemur til greina að ráðast í byggingu nýs Landspítala ef það hefur í för með sér hallarekstur á ríkissjóði. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þar var hann spurður út í byggingu nýs spítala.Samstaða um að setja málið í forgang Bjarni sagðist telja að breið pólitísk samstaða væri um að hafa málið í forgangi. Benti hann á að búið væri að taka ákvörðun um hvar spítalinn ætti að rísa og á hvaða grunni sú vinna ætti að fara fram sem framundan er. Það væri hinsvegar ekki búið að finna út hvernig forgangsraða mætti fjármunum til að tryggja að hægt væri að ráðast í bygginguna. „Með lögum um byggingu nýs spítala var í sjálfu sér tekin afstaða til þess hvernig ætti að fjármagna spítala en síðasta kjörtímabil virtist ekki nýtast í margt annað heldur en að ákveða hvort að það væri í lagi að framkvæmdin yrði að einhverju leiti einkaframkvæmd eða hvort hún þyrfti örugglega bara að vera opinber,“ sagði Bjarni og benti á að niðurstaðan hafi verið að hún ætti að vera opinber.Ekki svigrúm í áætlunum Talið er að fjárfesting í nýjum spítala nemi á bilinu 60 til 80 milljörðum króna. Ekki er svigrúm fyrir fjárfestingu af þeirri stærðargráðu í langtímaáætlun stjórnvalda um ríkisfjármál. „En við erum um þessar mundir að leggjast yfir það ásamt velferðarráðuneytinu, og þá heilbrigðisráðherra sérstaklega, í mínu ráðuneyti með hvaða hætti við gætum forgangsraðað fjármunum í þágu þessa verkefni,“ sagði Bjarni. Í svarinu sagði hann að bygging spítalans væri eitt af stóru málunum sem stjórnvöld vildu vinna að á næstu árum. „Við hinsvegar höfum ekki í hyggju að taka lán og skuldsetja ríkissjóð þannig að á sama tíma verði hér hallarekstur á ríkissjóði til þess að forgangsraða fyrir þessu máli,“ sagði hann. Alþingi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Ekki kemur til greina að ráðast í byggingu nýs Landspítala ef það hefur í för með sér hallarekstur á ríkissjóði. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þar var hann spurður út í byggingu nýs spítala.Samstaða um að setja málið í forgang Bjarni sagðist telja að breið pólitísk samstaða væri um að hafa málið í forgangi. Benti hann á að búið væri að taka ákvörðun um hvar spítalinn ætti að rísa og á hvaða grunni sú vinna ætti að fara fram sem framundan er. Það væri hinsvegar ekki búið að finna út hvernig forgangsraða mætti fjármunum til að tryggja að hægt væri að ráðast í bygginguna. „Með lögum um byggingu nýs spítala var í sjálfu sér tekin afstaða til þess hvernig ætti að fjármagna spítala en síðasta kjörtímabil virtist ekki nýtast í margt annað heldur en að ákveða hvort að það væri í lagi að framkvæmdin yrði að einhverju leiti einkaframkvæmd eða hvort hún þyrfti örugglega bara að vera opinber,“ sagði Bjarni og benti á að niðurstaðan hafi verið að hún ætti að vera opinber.Ekki svigrúm í áætlunum Talið er að fjárfesting í nýjum spítala nemi á bilinu 60 til 80 milljörðum króna. Ekki er svigrúm fyrir fjárfestingu af þeirri stærðargráðu í langtímaáætlun stjórnvalda um ríkisfjármál. „En við erum um þessar mundir að leggjast yfir það ásamt velferðarráðuneytinu, og þá heilbrigðisráðherra sérstaklega, í mínu ráðuneyti með hvaða hætti við gætum forgangsraðað fjármunum í þágu þessa verkefni,“ sagði Bjarni. Í svarinu sagði hann að bygging spítalans væri eitt af stóru málunum sem stjórnvöld vildu vinna að á næstu árum. „Við hinsvegar höfum ekki í hyggju að taka lán og skuldsetja ríkissjóð þannig að á sama tíma verði hér hallarekstur á ríkissjóði til þess að forgangsraða fyrir þessu máli,“ sagði hann.
Alþingi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira