Áætlanir um framtíð Landspítalans kynntar á fyrri hluta næsta árs Hjörtur Hjartarson skrifar 25. september 2014 19:30 Fjármálaráðherra segir að bygging nýs spítala verði ekki fjármögnuð með lántökum á meðan staða ríkissjóðs sé jafnslæm og raun beri vitni. Formaður Læknafélags Íslands óttast að biðin eftir úrbótum í húsnæðismálum í heilbrigðiskerfinu auki enn á vandann, sem sé gífurlegur. Ekki er gert ráð fyrir því að ráðist verði í byggingu nýs spítala á næsta ári í fjárlögum ársins 2015. Fjármálaráðherra segir málið engu að síður í forgangi hjá ríkisstjórninni og um það ríki breið pólitísk samstaða. „Við höfum hinsvegar ekki í hyggju að taka lán og skuldsetja ríkissjóð þannig að á sama tíma verði hér hallarekstur á ríkissjóði til þess að forgangsraða fyrir þessu máli,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi í dag.Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherraFormaður læknafélagsins segir orð Bjarna ekki koma sér á óvart. „Þetta eru auðvitað vonbrigði en þetta er í sama anda og hann hefur áður lýst að það verði ekki tekin lán fyrir þessu að óbreyttu. En þetta er það mikil fjárfesting að ég sé ekki fram á það á næstu allmörg árin að það verði til það miklir peningar aukalega í ríkisbúskapnum að það verði hægt að byrja og klára nýja spítala [án lántöku], þetta eru svo margir milljarðar, kannski 60 til 80 milljarðar,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. En bygging nýs spítala er ekki það eina sem þarf til að bæta heilbrigðiskerfið á Íslandi að mati Þorbjörns. Kjaramál lækna hafa einnig verið í brennidepli. Sex nýútskrifaðir íslenskir krabbameinslæknar, sem starfa erlendis, segja í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag að ef fram heldur sem horfir muni enginn krabbameinslæknir starfa á Íslandi árið 2020. „Það er bara ekki hægt að hugsa þá hugsun til enda. Við getum ekki sent alla sjúklinga til meðhöndlunar erlendis. Það eitt myndi nú sliga heilbrigðiskerfið.“Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags ÍslandsAðalfundur Læknafélagsins var haldinn í dag og þar tók heilbrigðisráðherra til máls.Hann sagði að áætlun um byggingu nýs spítala ætti að liggja fyrir innan tíðar. „Með samþykkt ályktunarinnar er ríkisstjórninni falið að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi og hefja framkvæmdir þegar fjármögnun hefur verið tryggð. Ég geri mér vonir um að tillögur um það hvernig best sé staðið að málum Landspítalans líti dagsins ljós á fyrri hluta komandi árs,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. Alþingi Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að bygging nýs spítala verði ekki fjármögnuð með lántökum á meðan staða ríkissjóðs sé jafnslæm og raun beri vitni. Formaður Læknafélags Íslands óttast að biðin eftir úrbótum í húsnæðismálum í heilbrigðiskerfinu auki enn á vandann, sem sé gífurlegur. Ekki er gert ráð fyrir því að ráðist verði í byggingu nýs spítala á næsta ári í fjárlögum ársins 2015. Fjármálaráðherra segir málið engu að síður í forgangi hjá ríkisstjórninni og um það ríki breið pólitísk samstaða. „Við höfum hinsvegar ekki í hyggju að taka lán og skuldsetja ríkissjóð þannig að á sama tíma verði hér hallarekstur á ríkissjóði til þess að forgangsraða fyrir þessu máli,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi í dag.Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherraFormaður læknafélagsins segir orð Bjarna ekki koma sér á óvart. „Þetta eru auðvitað vonbrigði en þetta er í sama anda og hann hefur áður lýst að það verði ekki tekin lán fyrir þessu að óbreyttu. En þetta er það mikil fjárfesting að ég sé ekki fram á það á næstu allmörg árin að það verði til það miklir peningar aukalega í ríkisbúskapnum að það verði hægt að byrja og klára nýja spítala [án lántöku], þetta eru svo margir milljarðar, kannski 60 til 80 milljarðar,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. En bygging nýs spítala er ekki það eina sem þarf til að bæta heilbrigðiskerfið á Íslandi að mati Þorbjörns. Kjaramál lækna hafa einnig verið í brennidepli. Sex nýútskrifaðir íslenskir krabbameinslæknar, sem starfa erlendis, segja í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag að ef fram heldur sem horfir muni enginn krabbameinslæknir starfa á Íslandi árið 2020. „Það er bara ekki hægt að hugsa þá hugsun til enda. Við getum ekki sent alla sjúklinga til meðhöndlunar erlendis. Það eitt myndi nú sliga heilbrigðiskerfið.“Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags ÍslandsAðalfundur Læknafélagsins var haldinn í dag og þar tók heilbrigðisráðherra til máls.Hann sagði að áætlun um byggingu nýs spítala ætti að liggja fyrir innan tíðar. „Með samþykkt ályktunarinnar er ríkisstjórninni falið að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi og hefja framkvæmdir þegar fjármögnun hefur verið tryggð. Ég geri mér vonir um að tillögur um það hvernig best sé staðið að málum Landspítalans líti dagsins ljós á fyrri hluta komandi árs,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.
Alþingi Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent