Vilja loka landinu fyrir ferðamönnum 18. júlí 2014 08:00 Gjaldtakan í landi Reykjahlíðar hefur verið bönnuð Fréttablaðið/Völundur Sýslumaðurinn á Húsavík samþykkti í gær lögbannsbeiðni á gjaldtöku við Kröflu og við hverina austan Námaskarðs. Gjaldtaka hófst þann 18. júní síðastliðinn og var starfrækt af Landeigendum Reykjahlíðar ehf. Gerðarbeiðendur eru alls sjö og eru allir landeigendur í Reykjahlíð. Lögbannið tekur gildi þegar gerðarbeiðendur hafa lagt fram 40 milljónir króna í tryggingu. Frestur er veittur til hádegis, miðvikudaginn 23. júlí Ólafur H. Jónsson, forsvarsmaður gjaldtöku Landeigenda Reykjahlíðar, telur gerðarbeiðendur aðeins hugsa um eigin hag í stað þess að hugsa um hag náttúrunnar í eigin landi. „Við búum í svolítið sérkennilegu þjóðfélagi, þar sem landeigendur setja lögbann á sjálfa sig. Það segir manni svolítið um það á hvaða forsendum þeir gera það. Þeir eru ekki að hugsa um verndun náttúrunnar og lands síns, heldur aðeins um eigin hag og að missa ekki spón úr aski sínum við að selja gistingu og annað slíkt,“ segir Ólafur. Ólafur segir að nú þurfi meirihluti landeigenda að grípa til annarra aðferða til að vernda náttúruna í landi sínu. „Það er alveg ljóst að við munum halda gjaldtöku áfram þangað til lögbannið verður staðfest, nú ef það verður svo staðfest þá grípum við til þeirra aðgerða að loka landinu fyrir ferðafólki til að tryggja vernd náttúrunnar á svæðinu.“ „Almannaréttur löngu horfinn“Ólafur telur þann almannarétt sem ferðaþjónustuaðilar og ferðamenn vitni til, ekki vera lengur til staðar í sínu landi. „Allmannarétturinn er gjörsamlega horfinn þegar fyrirtæki eins og Iceland Rravel skipuleggja og selja ferðir inn á annarra manna land og taka hagnað af ferðunum. Hinsvegar fær landeiegandinn ekkert í sinn snúð og tekur ekkert fyrir að eiga landið. Þar situr hann eftir með sárt ennið, situr eftir með ónýtt land og kúk og piss úti um alla móa. Þetta er staðreyndin í dag og ég held að þessi niðurstaða hafi ekki verið ánægjuleg fyrir þá sem hófu lögbannsbeiðnina. Nú förum við í það bað ð loka landinu. Ólafur telur það vera sinn rétt að taka gjald af ferðamönnum sem koma í hans landareign. "Við erum eina landið í heiminum sem býður upp á svona náttúruperlur, líkt og við eigum hér á Íslandi, þar sem ferðamenn borga ekki krónu fyrir það. Þeessir peningar skila sér ekki á svæðin í gegnum ríkisvaldið. Við höfum séð þetta oft og mörgum sinnum að ríkið, og allar þessar nefndir sem starfa fyrir ríkisvaldið, haga vinnu sinni þannig að því lengra sem þú ferð út fyrir Reykjavík, þeim mun erfiðara virðist það vera fyrir þá að veita peningum á svæðin. Kemur ekki á óvartRagnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, telur þurfa breiða sátt um niðurstöðu í uppbyggingu ferðamannastaða. „Þessi niðurstaða kom mér ekki á óvart miðað við fordæmið af sambærilegu mál við Geysi í Haukadal fyrr í sumar. Þar var ekki heldur eining meðal landeigenda um að hefja gjaldtöku inn á svæðið. Niðurstaðan styrkir mig í þeirri trú að það þurfi að ná breiðri sátt um lausn í þessum málum líkt og ég hef áður talað fyrir. Gjaldtaka er ekki markmið í sjálfu sér heldur það að tryggja fjármögnun til uppbyggingar og verndun náttúrunnar – „vörunnar“ sem um 80% erlendra ferðamanna koma hingað til upplifa“, segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, innt eftir viðbrögðum við lögbanni á gjaldtöku í landi Reykjahlíðar í Mývatnssveit. Uppbyging verði að vera á réttum forsendumHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir skipta mestu máli að horfa til heildarhagsmuna hvað varðar uppbyggingu ferðamannastaða. „Við höfum alltaf talað fyrir því að ná heildarlausn í málum er varðar gjaldtöku við ferðamannastaði. SAF hefur ætíð bent á að versta mögulega leiðin sé sú að vera með gjaldtöku við hverja náttúruperlu. Sú leið er í hróplegu ósamræmi við þá ásýnd sem Ísland sem ákjósanlegur ferðamannastaður stendur fyrir.“ Helga segir gjaldtökumálin hafa mikið verið rædd innan SAF og að samtökin hafi haft miklar áhyggjur af þeim, bæði í landi Reykjahlíðar, við Geysi og á öðrum stöðum. Lögbannið komi ekki á óvart og sé í línu við það sem gerðist við Geysi. Hins vegar skilji hún og tekur undir með forsvarsmönnum gjaldtöku í Reykjahlíð um mikilvægi verndunar íslenskrar náttúru. „Við teljum mikilvægt að horft sé til heildarlausna í þessu máli. Hún felst hins vegar alls ekki í því að reisa gjaldtökuhlið við hverja náttúruperlu. Til langs tíma litið getur ekki verið farsælt að hafa þann háttinn á. Hins vegar tökum við undir með meirihluta landeiganda um hversu mikilvægt það sé að þessi takmarkaða auðlind haldist í góðu ásigkomulagi til komandi kynslóða. Við teljum mjög mikilvægt að ráðist sé í uppbyggingu. Hún verður hins vegar að vera á réttum forsendum“ segir Helga. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira
Sýslumaðurinn á Húsavík samþykkti í gær lögbannsbeiðni á gjaldtöku við Kröflu og við hverina austan Námaskarðs. Gjaldtaka hófst þann 18. júní síðastliðinn og var starfrækt af Landeigendum Reykjahlíðar ehf. Gerðarbeiðendur eru alls sjö og eru allir landeigendur í Reykjahlíð. Lögbannið tekur gildi þegar gerðarbeiðendur hafa lagt fram 40 milljónir króna í tryggingu. Frestur er veittur til hádegis, miðvikudaginn 23. júlí Ólafur H. Jónsson, forsvarsmaður gjaldtöku Landeigenda Reykjahlíðar, telur gerðarbeiðendur aðeins hugsa um eigin hag í stað þess að hugsa um hag náttúrunnar í eigin landi. „Við búum í svolítið sérkennilegu þjóðfélagi, þar sem landeigendur setja lögbann á sjálfa sig. Það segir manni svolítið um það á hvaða forsendum þeir gera það. Þeir eru ekki að hugsa um verndun náttúrunnar og lands síns, heldur aðeins um eigin hag og að missa ekki spón úr aski sínum við að selja gistingu og annað slíkt,“ segir Ólafur. Ólafur segir að nú þurfi meirihluti landeigenda að grípa til annarra aðferða til að vernda náttúruna í landi sínu. „Það er alveg ljóst að við munum halda gjaldtöku áfram þangað til lögbannið verður staðfest, nú ef það verður svo staðfest þá grípum við til þeirra aðgerða að loka landinu fyrir ferðafólki til að tryggja vernd náttúrunnar á svæðinu.“ „Almannaréttur löngu horfinn“Ólafur telur þann almannarétt sem ferðaþjónustuaðilar og ferðamenn vitni til, ekki vera lengur til staðar í sínu landi. „Allmannarétturinn er gjörsamlega horfinn þegar fyrirtæki eins og Iceland Rravel skipuleggja og selja ferðir inn á annarra manna land og taka hagnað af ferðunum. Hinsvegar fær landeiegandinn ekkert í sinn snúð og tekur ekkert fyrir að eiga landið. Þar situr hann eftir með sárt ennið, situr eftir með ónýtt land og kúk og piss úti um alla móa. Þetta er staðreyndin í dag og ég held að þessi niðurstaða hafi ekki verið ánægjuleg fyrir þá sem hófu lögbannsbeiðnina. Nú förum við í það bað ð loka landinu. Ólafur telur það vera sinn rétt að taka gjald af ferðamönnum sem koma í hans landareign. "Við erum eina landið í heiminum sem býður upp á svona náttúruperlur, líkt og við eigum hér á Íslandi, þar sem ferðamenn borga ekki krónu fyrir það. Þeessir peningar skila sér ekki á svæðin í gegnum ríkisvaldið. Við höfum séð þetta oft og mörgum sinnum að ríkið, og allar þessar nefndir sem starfa fyrir ríkisvaldið, haga vinnu sinni þannig að því lengra sem þú ferð út fyrir Reykjavík, þeim mun erfiðara virðist það vera fyrir þá að veita peningum á svæðin. Kemur ekki á óvartRagnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, telur þurfa breiða sátt um niðurstöðu í uppbyggingu ferðamannastaða. „Þessi niðurstaða kom mér ekki á óvart miðað við fordæmið af sambærilegu mál við Geysi í Haukadal fyrr í sumar. Þar var ekki heldur eining meðal landeigenda um að hefja gjaldtöku inn á svæðið. Niðurstaðan styrkir mig í þeirri trú að það þurfi að ná breiðri sátt um lausn í þessum málum líkt og ég hef áður talað fyrir. Gjaldtaka er ekki markmið í sjálfu sér heldur það að tryggja fjármögnun til uppbyggingar og verndun náttúrunnar – „vörunnar“ sem um 80% erlendra ferðamanna koma hingað til upplifa“, segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, innt eftir viðbrögðum við lögbanni á gjaldtöku í landi Reykjahlíðar í Mývatnssveit. Uppbyging verði að vera á réttum forsendumHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir skipta mestu máli að horfa til heildarhagsmuna hvað varðar uppbyggingu ferðamannastaða. „Við höfum alltaf talað fyrir því að ná heildarlausn í málum er varðar gjaldtöku við ferðamannastaði. SAF hefur ætíð bent á að versta mögulega leiðin sé sú að vera með gjaldtöku við hverja náttúruperlu. Sú leið er í hróplegu ósamræmi við þá ásýnd sem Ísland sem ákjósanlegur ferðamannastaður stendur fyrir.“ Helga segir gjaldtökumálin hafa mikið verið rædd innan SAF og að samtökin hafi haft miklar áhyggjur af þeim, bæði í landi Reykjahlíðar, við Geysi og á öðrum stöðum. Lögbannið komi ekki á óvart og sé í línu við það sem gerðist við Geysi. Hins vegar skilji hún og tekur undir með forsvarsmönnum gjaldtöku í Reykjahlíð um mikilvægi verndunar íslenskrar náttúru. „Við teljum mikilvægt að horft sé til heildarlausna í þessu máli. Hún felst hins vegar alls ekki í því að reisa gjaldtökuhlið við hverja náttúruperlu. Til langs tíma litið getur ekki verið farsælt að hafa þann háttinn á. Hins vegar tökum við undir með meirihluta landeiganda um hversu mikilvægt það sé að þessi takmarkaða auðlind haldist í góðu ásigkomulagi til komandi kynslóða. Við teljum mjög mikilvægt að ráðist sé í uppbyggingu. Hún verður hins vegar að vera á réttum forsendum“ segir Helga.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira