ESB lítur enn á Ísland sem umsóknarríki Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2014 19:30 Evrópusambandið lítur enn á Ísland sem umsóknarríki og er reiðubúið að taka upp aðildarviðræður á nýjan leik um leið og Íslendingar kjósa að gera það. Það gæti hins vegar tekið um þrjú ár að ljúka samningum og fá þá staðfesta hjá öllum aðildarríkjum sambandsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur túlkað ummæli Jean-Claude Junker verðandi forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að aðildarríkjum þess verði ekki fjölgað á næstu fimm árum, með þeim hætti að aðildarferli Íslands að sambandinu væri lokið. Fréttastofan spurði Peter Stano talsmann Stefans Fule stækkunarstjóra Evrópusambandsins hver væri afstaða þess til aðildarviðræðna Íslands og hvort þær gætu hafist að nýju óskuðu íslensk stjórnvöld eftir því. Stano segir: „Íslensk stjórnvöld ákváðu í maí 2013 að gera hlé á aðildarviðræðunum. Óski íslensk stjórnvöld á einhverjum tímapunkti eftir því að hefja viðræðurnar á nýjan leik er framkvæmdastjórnin tilbúin til áframhaldandi viðræðna.“ Af þessum svörum er auglóst að Evrópusambandið lítur enn á Ísland sem umsóknarríki. Háttsettir embættismenn innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem fréttastofa ræddi við, segja að það muni taka að minnsta kosti tvö ár að klára aðildarviðræðurnar við Íslendinga, að því gefnu að samkomulag náist um erfiðasta málið, sjávarútvegsmálin. Þá tæki við staðfesting á aðildarsamningi á Íslandi og meðal 28 aðildarríkja Evrópusambandsins, sem reikna mætti með að tæki að minnsta kosti ár. Að því gefnu að ný ríkisstjórn að loknum kosningum árið 2017 myndi vilja ljúka aðildarviðræðunum, myndi þeim aldrei ljúka og aðildarsamningur staðfestur fyrr en að minnsta kosti ári eftir að fimm ára tímabilið sem Junker talar um væri runnið út árið 2019. Ríkisstjórnin gæti hins vegar lagt tillögu fyrir Alþingi um að slíta viðræðunum en um þann möguleika sagði utanríkisráðherra þetta í Bylgjufréttum í gær: „Það er eithvað sem menn þurfa bara að meta. Ég hef ákveðnar efasemdir um að þess þurfi í framhaldi af þessu. Ef það það er hins vegar þannig þá er ég að sjálfsögðu reiðubúinn til þess að fara með tillögu fyrir þingið. En við metum bara stöðuna. Það er ekkert sem liggur á í rauninni í þessu,“ sagði Gunnar Bragi. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Evrópusambandið lítur enn á Ísland sem umsóknarríki og er reiðubúið að taka upp aðildarviðræður á nýjan leik um leið og Íslendingar kjósa að gera það. Það gæti hins vegar tekið um þrjú ár að ljúka samningum og fá þá staðfesta hjá öllum aðildarríkjum sambandsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur túlkað ummæli Jean-Claude Junker verðandi forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að aðildarríkjum þess verði ekki fjölgað á næstu fimm árum, með þeim hætti að aðildarferli Íslands að sambandinu væri lokið. Fréttastofan spurði Peter Stano talsmann Stefans Fule stækkunarstjóra Evrópusambandsins hver væri afstaða þess til aðildarviðræðna Íslands og hvort þær gætu hafist að nýju óskuðu íslensk stjórnvöld eftir því. Stano segir: „Íslensk stjórnvöld ákváðu í maí 2013 að gera hlé á aðildarviðræðunum. Óski íslensk stjórnvöld á einhverjum tímapunkti eftir því að hefja viðræðurnar á nýjan leik er framkvæmdastjórnin tilbúin til áframhaldandi viðræðna.“ Af þessum svörum er auglóst að Evrópusambandið lítur enn á Ísland sem umsóknarríki. Háttsettir embættismenn innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem fréttastofa ræddi við, segja að það muni taka að minnsta kosti tvö ár að klára aðildarviðræðurnar við Íslendinga, að því gefnu að samkomulag náist um erfiðasta málið, sjávarútvegsmálin. Þá tæki við staðfesting á aðildarsamningi á Íslandi og meðal 28 aðildarríkja Evrópusambandsins, sem reikna mætti með að tæki að minnsta kosti ár. Að því gefnu að ný ríkisstjórn að loknum kosningum árið 2017 myndi vilja ljúka aðildarviðræðunum, myndi þeim aldrei ljúka og aðildarsamningur staðfestur fyrr en að minnsta kosti ári eftir að fimm ára tímabilið sem Junker talar um væri runnið út árið 2019. Ríkisstjórnin gæti hins vegar lagt tillögu fyrir Alþingi um að slíta viðræðunum en um þann möguleika sagði utanríkisráðherra þetta í Bylgjufréttum í gær: „Það er eithvað sem menn þurfa bara að meta. Ég hef ákveðnar efasemdir um að þess þurfi í framhaldi af þessu. Ef það það er hins vegar þannig þá er ég að sjálfsögðu reiðubúinn til þess að fara með tillögu fyrir þingið. En við metum bara stöðuna. Það er ekkert sem liggur á í rauninni í þessu,“ sagði Gunnar Bragi.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira