ESB lítur enn á Ísland sem umsóknarríki Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2014 19:30 Evrópusambandið lítur enn á Ísland sem umsóknarríki og er reiðubúið að taka upp aðildarviðræður á nýjan leik um leið og Íslendingar kjósa að gera það. Það gæti hins vegar tekið um þrjú ár að ljúka samningum og fá þá staðfesta hjá öllum aðildarríkjum sambandsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur túlkað ummæli Jean-Claude Junker verðandi forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að aðildarríkjum þess verði ekki fjölgað á næstu fimm árum, með þeim hætti að aðildarferli Íslands að sambandinu væri lokið. Fréttastofan spurði Peter Stano talsmann Stefans Fule stækkunarstjóra Evrópusambandsins hver væri afstaða þess til aðildarviðræðna Íslands og hvort þær gætu hafist að nýju óskuðu íslensk stjórnvöld eftir því. Stano segir: „Íslensk stjórnvöld ákváðu í maí 2013 að gera hlé á aðildarviðræðunum. Óski íslensk stjórnvöld á einhverjum tímapunkti eftir því að hefja viðræðurnar á nýjan leik er framkvæmdastjórnin tilbúin til áframhaldandi viðræðna.“ Af þessum svörum er auglóst að Evrópusambandið lítur enn á Ísland sem umsóknarríki. Háttsettir embættismenn innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem fréttastofa ræddi við, segja að það muni taka að minnsta kosti tvö ár að klára aðildarviðræðurnar við Íslendinga, að því gefnu að samkomulag náist um erfiðasta málið, sjávarútvegsmálin. Þá tæki við staðfesting á aðildarsamningi á Íslandi og meðal 28 aðildarríkja Evrópusambandsins, sem reikna mætti með að tæki að minnsta kosti ár. Að því gefnu að ný ríkisstjórn að loknum kosningum árið 2017 myndi vilja ljúka aðildarviðræðunum, myndi þeim aldrei ljúka og aðildarsamningur staðfestur fyrr en að minnsta kosti ári eftir að fimm ára tímabilið sem Junker talar um væri runnið út árið 2019. Ríkisstjórnin gæti hins vegar lagt tillögu fyrir Alþingi um að slíta viðræðunum en um þann möguleika sagði utanríkisráðherra þetta í Bylgjufréttum í gær: „Það er eithvað sem menn þurfa bara að meta. Ég hef ákveðnar efasemdir um að þess þurfi í framhaldi af þessu. Ef það það er hins vegar þannig þá er ég að sjálfsögðu reiðubúinn til þess að fara með tillögu fyrir þingið. En við metum bara stöðuna. Það er ekkert sem liggur á í rauninni í þessu,“ sagði Gunnar Bragi. Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Evrópusambandið lítur enn á Ísland sem umsóknarríki og er reiðubúið að taka upp aðildarviðræður á nýjan leik um leið og Íslendingar kjósa að gera það. Það gæti hins vegar tekið um þrjú ár að ljúka samningum og fá þá staðfesta hjá öllum aðildarríkjum sambandsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur túlkað ummæli Jean-Claude Junker verðandi forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að aðildarríkjum þess verði ekki fjölgað á næstu fimm árum, með þeim hætti að aðildarferli Íslands að sambandinu væri lokið. Fréttastofan spurði Peter Stano talsmann Stefans Fule stækkunarstjóra Evrópusambandsins hver væri afstaða þess til aðildarviðræðna Íslands og hvort þær gætu hafist að nýju óskuðu íslensk stjórnvöld eftir því. Stano segir: „Íslensk stjórnvöld ákváðu í maí 2013 að gera hlé á aðildarviðræðunum. Óski íslensk stjórnvöld á einhverjum tímapunkti eftir því að hefja viðræðurnar á nýjan leik er framkvæmdastjórnin tilbúin til áframhaldandi viðræðna.“ Af þessum svörum er auglóst að Evrópusambandið lítur enn á Ísland sem umsóknarríki. Háttsettir embættismenn innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem fréttastofa ræddi við, segja að það muni taka að minnsta kosti tvö ár að klára aðildarviðræðurnar við Íslendinga, að því gefnu að samkomulag náist um erfiðasta málið, sjávarútvegsmálin. Þá tæki við staðfesting á aðildarsamningi á Íslandi og meðal 28 aðildarríkja Evrópusambandsins, sem reikna mætti með að tæki að minnsta kosti ár. Að því gefnu að ný ríkisstjórn að loknum kosningum árið 2017 myndi vilja ljúka aðildarviðræðunum, myndi þeim aldrei ljúka og aðildarsamningur staðfestur fyrr en að minnsta kosti ári eftir að fimm ára tímabilið sem Junker talar um væri runnið út árið 2019. Ríkisstjórnin gæti hins vegar lagt tillögu fyrir Alþingi um að slíta viðræðunum en um þann möguleika sagði utanríkisráðherra þetta í Bylgjufréttum í gær: „Það er eithvað sem menn þurfa bara að meta. Ég hef ákveðnar efasemdir um að þess þurfi í framhaldi af þessu. Ef það það er hins vegar þannig þá er ég að sjálfsögðu reiðubúinn til þess að fara með tillögu fyrir þingið. En við metum bara stöðuna. Það er ekkert sem liggur á í rauninni í þessu,“ sagði Gunnar Bragi.
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira