Innlent

Tony Omos stefnir íslenska ríkinu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Vísir/Valli
Fyrirtöku í máli hælisleitandans Tony Omos, um ógildingu á ákvörðun Útlendingastofnunar og úrskurði innanríkisráðuneytisins um synjun á hæli hér á landi, var frestað í morgun. En lögmaður Osmos var kallaður út með skömmum fyrirvara vegna annars máls.

Íslenskir lögreglumenn fylgdu Omos til Sviss í desember en þar hafði hann sótt um hæli sem flóttamaður áður en hann kom hingað til lands.

Mál Omos hafa verið mikið til umfjöllunar og var synjun hans um hæli hér á landi mótmælt fyrir utan innanríkisráðuneytið í nóvember. Vísir sagði frá því í nóvember, að í minnisblaði vegna máls Omos og um málefni barnsmóður hans Evelyn Glory, kæmi fram að Omos sé grunaður um mansal.

Lögmaður Evelyn Glory kærði innanríkisráðherra í kjölfarið til ríkissaksóknara sem óskaði eftir upplýsingum frá ráðuneytinu vegna málsins. Kæran er komin til vegna gruns um að minnisblaðiðinu, þar sem fram kemur að Omos sé grunaður um mansal, hafi verið lekið úr innanríkisráðuneytinu.

Lögmaður Omos lagði einnig fram kæru vegna málsins. Kæran er á hendur Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og starfsmönnum ráðuneytisins. Lögmaðurinn telur að Omos hafi verið beittur ranglæti stjórnvalds við úrlausn og meðferð málsins. Auk þess þess sem hann telur Tony hafa orðið fyrir ærumeiðingum og aðdróttunum af hálfu innanríkisráðuneytisins.

Innanríkisráðherra hefur neitað því að bera ábyrgð á lekanum og sagði til dæmis á Alþingi þann 16. desember.

„Við getum ekki fundið því stað, forsvarsmenn og stjórnendur ráðuneytisins, að þessi gögn hafi farið út úr ráðuneytinu,“ sagði Hanna Birna.


Tengdar fréttir

Hvatt til óháðrar rannsóknar á lekamálinu

Innanríkisráðherra segir ítarlega rannsókn innan innanríkisráðuneytisins og stofnana þess sýna að minnisblað um hælisleitanda hafi ekki komið úr ráðuneytinu. Mörður Árnason er með minnisblaðið.

Ríkissaksóknari óskar eftir frekari gögnum um lekamálið

Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, hefur óskað eftir frekari gögnum og upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu vegna kæru lögmanns hælisleitenda um leka á trúnaðargögnum úr ráðuneytinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.