Flottasta hljómsveitarúta landsins tilbúin Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. maí 2014 08:30 Brynjar Berg, hljóðmaður Skítamórals, Einar Ágúst söngvari og Viktor Hólm, rótari Skítamórals, voru sáttir við nýtt útlit rútunnar. visir/daníel „Það hefur alltaf verið ákveðin eftirspurn eftir svona rútum og var því ákveðið að kýla á að gera gamla Liner-inn upp,“ segir Pétur Reynisson, annar af eigendum fyrirtækisins Gömlu eðlunnar, sem á rútuna, en ásamt honum á Guðfinnur Sölvi Karlsson, betur þekktur sem Finni, einnig hlut í fyrirtækinu. „Mig langaði alltaf að taka þátt í þessu og bauðst að fara í þetta með Pétri en ég kem í raun bara inn í þetta sem nokkurs konar búst,“ segir Finni. Upphafið á endurbótum á rútunni má rekja til tónleika sem Skítamórall, Á móti sól, Veðurguðirnir og Stuðlabandið héldu til styrktar rútunni en það var í apríl í fyrra. Liner-rútan, sem er í raun eins og lúxushótel á hjólum, kom upphaflega hingað til lands á vegum hljómsveitarinnar Skítamórals. „Við fluttum hana inn árið 1999 frá Þýskalandi og túruðum mikið í henni, svo hafa ýmsar hljómsveitir notað hana síðan,“ segir Einar Ágúst Víðisson, annar söngvara hljómsveitarinnar Skítamórals, um upphafið.Lúxushótel á hjólumSagan segir að hin þýska og goðsagnakennda þungarokksveit, Rammstein, hafi átt rútuna áður en hún kom hingað til lands. „Við fréttum að þetta hefði upphaflega verið rúta sem Rammstein átti, það var ekki verra,“ segir Einar Ágúst léttur í lundu. Rútan hýsir allt að tuttugu manns en svefnpláss er fyrir um níu til tólf manns. Það er allt til alls í rútunni og lítur hún út sem ný í dag en hún er árgerð 1985. „Það eru ekki bara hljómsveitir sem hafa notað rútuna, í gegnum tíðina hefur hún verið notuð í steggjanir og gæsanir, einnig hefur hún verið notuð í kringum kvikmyndabransann. Rútan verður enn í boði fyrir slíkt, þannig að hver sem er getur leigt hana,“ segir Pétur.Rútan heldur af stað í sinn fyrsta túr í dag eftir endurbæturnar með Skítamóral. „Við erum að fara á Patreksfjörð í dag, til Grindavíkur á morgun og svo í Hreðavatnsskála um hvítasunnuhelgina. Við hlökkum mikið til að dvelja í rútunni, það er svolítill tími síðan við túruðum í henni síðast,“ segir Einar Ágúst. Liner-rútan fór í sinn síðasta túr fyrir tveimur árum með Veðurguðina en hefur staðið kyrr síðan og mætir nú tvíefld til leiks. Þeir Pétur og Finni eiga þó einnig aðra fræga rútu sem kallast Eðlan og er árgerð 1967. „Það er líklega þekktasta rútan hér á landi en hún hefur ekki verið notuð lengi. Það getur þó verið að við tökum hana í gegn á næstunni,“ bætir Pétur við. Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vance á von á barni Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
„Það hefur alltaf verið ákveðin eftirspurn eftir svona rútum og var því ákveðið að kýla á að gera gamla Liner-inn upp,“ segir Pétur Reynisson, annar af eigendum fyrirtækisins Gömlu eðlunnar, sem á rútuna, en ásamt honum á Guðfinnur Sölvi Karlsson, betur þekktur sem Finni, einnig hlut í fyrirtækinu. „Mig langaði alltaf að taka þátt í þessu og bauðst að fara í þetta með Pétri en ég kem í raun bara inn í þetta sem nokkurs konar búst,“ segir Finni. Upphafið á endurbótum á rútunni má rekja til tónleika sem Skítamórall, Á móti sól, Veðurguðirnir og Stuðlabandið héldu til styrktar rútunni en það var í apríl í fyrra. Liner-rútan, sem er í raun eins og lúxushótel á hjólum, kom upphaflega hingað til lands á vegum hljómsveitarinnar Skítamórals. „Við fluttum hana inn árið 1999 frá Þýskalandi og túruðum mikið í henni, svo hafa ýmsar hljómsveitir notað hana síðan,“ segir Einar Ágúst Víðisson, annar söngvara hljómsveitarinnar Skítamórals, um upphafið.Lúxushótel á hjólumSagan segir að hin þýska og goðsagnakennda þungarokksveit, Rammstein, hafi átt rútuna áður en hún kom hingað til lands. „Við fréttum að þetta hefði upphaflega verið rúta sem Rammstein átti, það var ekki verra,“ segir Einar Ágúst léttur í lundu. Rútan hýsir allt að tuttugu manns en svefnpláss er fyrir um níu til tólf manns. Það er allt til alls í rútunni og lítur hún út sem ný í dag en hún er árgerð 1985. „Það eru ekki bara hljómsveitir sem hafa notað rútuna, í gegnum tíðina hefur hún verið notuð í steggjanir og gæsanir, einnig hefur hún verið notuð í kringum kvikmyndabransann. Rútan verður enn í boði fyrir slíkt, þannig að hver sem er getur leigt hana,“ segir Pétur.Rútan heldur af stað í sinn fyrsta túr í dag eftir endurbæturnar með Skítamóral. „Við erum að fara á Patreksfjörð í dag, til Grindavíkur á morgun og svo í Hreðavatnsskála um hvítasunnuhelgina. Við hlökkum mikið til að dvelja í rútunni, það er svolítill tími síðan við túruðum í henni síðast,“ segir Einar Ágúst. Liner-rútan fór í sinn síðasta túr fyrir tveimur árum með Veðurguðina en hefur staðið kyrr síðan og mætir nú tvíefld til leiks. Þeir Pétur og Finni eiga þó einnig aðra fræga rútu sem kallast Eðlan og er árgerð 1967. „Það er líklega þekktasta rútan hér á landi en hún hefur ekki verið notuð lengi. Það getur þó verið að við tökum hana í gegn á næstunni,“ bætir Pétur við.
Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vance á von á barni Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira