KR-ingar sem slógu út FH í 32-liða úrslitum halda áfram á heimavelli en í 16-liða úrslitum mæta Fjölnismenn í Frostaskjólið. KR hefur unnið bikarinn þrisvar á síðustu sex árum, þar á meðal unnu þeir Fjölni í úrslitum árið 2008.
Ólafur Þórðason og félagar í Víking Reykjavík mæta fyrrum félögum Ólafs í Fylki í Víkinni. Óli var þjálfari Fylkis á árunum 2008-2011 og ætti því að kannast við marga af leikmönnum Árbæinga.
Einar Bjarni Ómarsson, Einar Már Þórisson og félagar í Fram mæta KV í Vesturbænum. Einar Már og Einar Bjarni gengu til liðs við Fram frá KV fyrir tímabilið.
Hamar fékk krefjandi verkefni en strákarnir hans Ingó mæta Keflavík á útivelli. Alls munar 40. sætum á liðunum í deildarkeppninni.
Drátturinn í heild sinni:
Stjarnan - Þróttur
Keflavík - Hamar
KR - Fjölnir
KV - Fram
Víkingur R - Fylkir
BÍ/Bolungarvík - ÍR
Breiðablik - Þór
ÍBV - Valur