Tóku gæsaunga í fóstur úr kjafti heimilishundsins Jón Júlíus Karlsson skrifar 22. júní 2014 21:00 Gæsaunginn Goggi hefur átt ótrúlega 11 daga ævi á Álftanesi eftir að heimilishundur kom með hann heim úr ætisleit. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld voru hjónin Gústav Kristján Gústavsson og Margrét Sólveig Ólafsdóttir heimsótt en þau hafa séð um gæsaungann frá því 12. júní er Prins fór í ætisleit í nágreni við hús þeirra hjóna. „Ég var að slá garðinn og hundurinn var laus, fór rétt út í móann. Hann kemur tilbaka með egg í kjaftinum. Út úr egginu stóð goggur. Ég reyndi að finna hreiðrið en það fannst ekki,“ segir Gústav. Þau hjónin tóku því gæsaungann í fóstur. „Þetta gekk svona glimrandi vel - hann heldur að við séum foreldrar sínir,“ segir Margrét.Veiðihundurinn lætur ungann í friði Þrátt fyrir að vera fjarri heimahögum þá hefur gæsaunginn Goggi vaxið úr grasi á heimili þeirra Gústavs og Margrétar á Álftanesi. Goggi eltir heimilisfólkið hvert sem það fer. Hundurinn Prins er af veiðihundakyni en lætur þrátt fyrir það Gogga alveg í friði. „Ég held að Prins sjái svolítið eftir að hafa komið með hann heim. Hann fær ekki mikla athygli þessa dagana,“ segir Gústav og hlær. „Unginn er farinn að éta matinn hans líka og Prins er ekkert sérstaklega ánægður með það. Prins lætur ungann samt alveg í friði.“Goggi heimsótti Norðurland Goggi hefur farið víða á 11 daga ævi og fylgdi þeim hjónum norður á Siglufjörð fyrir skömmu í sumarbústaðarferð. Sumarfríið hjá þeim hjónum er brátt á enda og er framtíð Gogga gæsaunga óljós. „Við höfðum samband við Húsdýragarðinn en þeir sögðust ekki geta tekið við Gogga,“ segir Gústav. „Við höfum verið í fríi en förum aftur að vinna eftir helgi þannig að nú þarf Goggi kannski að komast í fóstur,“ bætir Margrét við. Hjónin á Álftanesi ætla að reyna að koma Gogga aftur í sín náttúrulegu híbýli enda sjá þau ekki fyrir sér að bæta gæs við í fjölskylduna til frambúðar. Þeir sem telja sig geta skotið skjólshúsi yfir Gogga litla til frambúðar er bent á að hafa samband við Gústav með tölvupósti. Þó að Prins fagni því örugglega að endurheimta athygli heimilisfólksins á Fálkastíg þá mun hann eflaust sakna Gogga litla - í það minnsta örlítið. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Gæsaunginn Goggi hefur átt ótrúlega 11 daga ævi á Álftanesi eftir að heimilishundur kom með hann heim úr ætisleit. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld voru hjónin Gústav Kristján Gústavsson og Margrét Sólveig Ólafsdóttir heimsótt en þau hafa séð um gæsaungann frá því 12. júní er Prins fór í ætisleit í nágreni við hús þeirra hjóna. „Ég var að slá garðinn og hundurinn var laus, fór rétt út í móann. Hann kemur tilbaka með egg í kjaftinum. Út úr egginu stóð goggur. Ég reyndi að finna hreiðrið en það fannst ekki,“ segir Gústav. Þau hjónin tóku því gæsaungann í fóstur. „Þetta gekk svona glimrandi vel - hann heldur að við séum foreldrar sínir,“ segir Margrét.Veiðihundurinn lætur ungann í friði Þrátt fyrir að vera fjarri heimahögum þá hefur gæsaunginn Goggi vaxið úr grasi á heimili þeirra Gústavs og Margrétar á Álftanesi. Goggi eltir heimilisfólkið hvert sem það fer. Hundurinn Prins er af veiðihundakyni en lætur þrátt fyrir það Gogga alveg í friði. „Ég held að Prins sjái svolítið eftir að hafa komið með hann heim. Hann fær ekki mikla athygli þessa dagana,“ segir Gústav og hlær. „Unginn er farinn að éta matinn hans líka og Prins er ekkert sérstaklega ánægður með það. Prins lætur ungann samt alveg í friði.“Goggi heimsótti Norðurland Goggi hefur farið víða á 11 daga ævi og fylgdi þeim hjónum norður á Siglufjörð fyrir skömmu í sumarbústaðarferð. Sumarfríið hjá þeim hjónum er brátt á enda og er framtíð Gogga gæsaunga óljós. „Við höfðum samband við Húsdýragarðinn en þeir sögðust ekki geta tekið við Gogga,“ segir Gústav. „Við höfum verið í fríi en förum aftur að vinna eftir helgi þannig að nú þarf Goggi kannski að komast í fóstur,“ bætir Margrét við. Hjónin á Álftanesi ætla að reyna að koma Gogga aftur í sín náttúrulegu híbýli enda sjá þau ekki fyrir sér að bæta gæs við í fjölskylduna til frambúðar. Þeir sem telja sig geta skotið skjólshúsi yfir Gogga litla til frambúðar er bent á að hafa samband við Gústav með tölvupósti. Þó að Prins fagni því örugglega að endurheimta athygli heimilisfólksins á Fálkastíg þá mun hann eflaust sakna Gogga litla - í það minnsta örlítið.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira