Bestu stundir Robin Williams Álfrún Pálsdóttir og Atli Ísleifsson skrifar 12. ágúst 2014 08:36 Robin Williams hefur átt farsælan feril á hvíta tjaldinu. Vísir/Getty Bandaríski leikarinn Robin Williams fannst látinn á heimili sínu í Kaliforníu í gærkvöldi. Williams var 63 ára gamall. Að sögn lögreglu virðist sem hann hafi látist af völdum köfnunar og tekið eigið líf. Fjölmiðlafulltrúi Williams segir að leikarinn hafi átt við alvarlegt þunglyndi að stríða um nokkurt skeið, en leikarinn hafði áður rætt og jafnvel grínast um baráttu sína við áfengi og eiturlyfjanotkun. Eiginkona Williams, grafíski hönnuðurinn Susan Schneider, sagðist í tilkynningu vera harmi lostin og biður fjölmiðla um frið á þessum erfiðu tímum. „Þegar hans er minnst, er það von okkar að áherslan verði ekki á dauða Robins, heldur þau ótal skipti sem hann veitti milljónum manna gleði og fékk þá til að hlæja.“ Williams lætur eftir sig þrjú börn úr fyrri hjónaböndum, Zachary, fæddan 1983, Zeldu fædda 1989 og Cody fæddan 1991. Williams og Schneider gengu í hjónaband í október 2011. Williams fæddist í Chicago í Illinois-ríki árið 1951 og stundaði leiklist í menntaskóla. Hann fékk inngöngu í Juilliard-skólann í New York þar sem einn kennaranna hvatti Williams til að leggja grínið fyrir sig. Leikarinn vakti fyrst athygli fyrir frammistöðu sína sem geimvera í bandaríska sjónvarpsþættinum Mork and Mindy á áttunda áratugnum, en persónan hafði fyrst komið fram í þáttunum Happy Days. Williams var vinsæll uppistandari og kom fram í kvikmyndum á borð við Dead Poets Society, Good Morning Vietnam, Hook, Mrs Doubtfire, Jumanji og Good Will Hunting, en Williams hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir síðastnefndu myndina árið 1998. Þá ljáði hann einnig andanum rödd sína í teiknimyndum Disney um Aladdin.Hér má sjá Williams í þeim fjölmörgu hlutverkum sem hann hefur tekið að sér á hvíta tjaldinu og nokkuð ljóst að leikarinn skilur eftir sig stórt skarð í Hollywood. Fyrsta uppistand Robin Williams á sjónvarpsstöðinni HBO árið 1977. Williams vakti lukku í spjallþætti Johnny Carson árið 1981. Robin Williams kom sá og sigraði í aðalhlutverki í myndinni Good Morning, Vietnam sem kom út árið 1987. Hér má sjá nokkrar góðar senur úr myndinni. Í hlutverki sínu í myndinni Dead Poets Society sem kom út árið 1989. Það muna margir eftir Williams í gervi barnfóstrunnar í myndinni Mrs. Doubtfire frá árinu 1993. Stjörnuleikur Williams á móti Matt Damon í myndinni Good Will Hunting frá árinu 1997. Myndin Flubber kom árið 1997 en fékk blendna gagnrýni. Williams fékk heiðursverðlaun á Comedy Awards árið 2012. Robin Williams talaði fyrir andann í teiknimyndinni Aladdin sem kom út árið 1992. Tengdar fréttir Robin Williams látinn Bandaríski leikarinn Robin Williams er látinn, 63 ára að aldri. Lögregluyfirvöld í Kaliforníu tilkynntu það nú fyrir stundu. Að sögn lögreglunnar fannst hann látinn í íbúð sinni um hádegi að staðartíma. 11. ágúst 2014 23:22 Dóttir Williams minnist föður síns: „Ég elska þig. Ég sakna þín“ Síðasta kveðja leikarans á Instagram var tileinkuð dóttur hans. 12. ágúst 2014 10:42 Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Sjá meira
Bandaríski leikarinn Robin Williams fannst látinn á heimili sínu í Kaliforníu í gærkvöldi. Williams var 63 ára gamall. Að sögn lögreglu virðist sem hann hafi látist af völdum köfnunar og tekið eigið líf. Fjölmiðlafulltrúi Williams segir að leikarinn hafi átt við alvarlegt þunglyndi að stríða um nokkurt skeið, en leikarinn hafði áður rætt og jafnvel grínast um baráttu sína við áfengi og eiturlyfjanotkun. Eiginkona Williams, grafíski hönnuðurinn Susan Schneider, sagðist í tilkynningu vera harmi lostin og biður fjölmiðla um frið á þessum erfiðu tímum. „Þegar hans er minnst, er það von okkar að áherslan verði ekki á dauða Robins, heldur þau ótal skipti sem hann veitti milljónum manna gleði og fékk þá til að hlæja.“ Williams lætur eftir sig þrjú börn úr fyrri hjónaböndum, Zachary, fæddan 1983, Zeldu fædda 1989 og Cody fæddan 1991. Williams og Schneider gengu í hjónaband í október 2011. Williams fæddist í Chicago í Illinois-ríki árið 1951 og stundaði leiklist í menntaskóla. Hann fékk inngöngu í Juilliard-skólann í New York þar sem einn kennaranna hvatti Williams til að leggja grínið fyrir sig. Leikarinn vakti fyrst athygli fyrir frammistöðu sína sem geimvera í bandaríska sjónvarpsþættinum Mork and Mindy á áttunda áratugnum, en persónan hafði fyrst komið fram í þáttunum Happy Days. Williams var vinsæll uppistandari og kom fram í kvikmyndum á borð við Dead Poets Society, Good Morning Vietnam, Hook, Mrs Doubtfire, Jumanji og Good Will Hunting, en Williams hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir síðastnefndu myndina árið 1998. Þá ljáði hann einnig andanum rödd sína í teiknimyndum Disney um Aladdin.Hér má sjá Williams í þeim fjölmörgu hlutverkum sem hann hefur tekið að sér á hvíta tjaldinu og nokkuð ljóst að leikarinn skilur eftir sig stórt skarð í Hollywood. Fyrsta uppistand Robin Williams á sjónvarpsstöðinni HBO árið 1977. Williams vakti lukku í spjallþætti Johnny Carson árið 1981. Robin Williams kom sá og sigraði í aðalhlutverki í myndinni Good Morning, Vietnam sem kom út árið 1987. Hér má sjá nokkrar góðar senur úr myndinni. Í hlutverki sínu í myndinni Dead Poets Society sem kom út árið 1989. Það muna margir eftir Williams í gervi barnfóstrunnar í myndinni Mrs. Doubtfire frá árinu 1993. Stjörnuleikur Williams á móti Matt Damon í myndinni Good Will Hunting frá árinu 1997. Myndin Flubber kom árið 1997 en fékk blendna gagnrýni. Williams fékk heiðursverðlaun á Comedy Awards árið 2012. Robin Williams talaði fyrir andann í teiknimyndinni Aladdin sem kom út árið 1992.
Tengdar fréttir Robin Williams látinn Bandaríski leikarinn Robin Williams er látinn, 63 ára að aldri. Lögregluyfirvöld í Kaliforníu tilkynntu það nú fyrir stundu. Að sögn lögreglunnar fannst hann látinn í íbúð sinni um hádegi að staðartíma. 11. ágúst 2014 23:22 Dóttir Williams minnist föður síns: „Ég elska þig. Ég sakna þín“ Síðasta kveðja leikarans á Instagram var tileinkuð dóttur hans. 12. ágúst 2014 10:42 Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Sjá meira
Robin Williams látinn Bandaríski leikarinn Robin Williams er látinn, 63 ára að aldri. Lögregluyfirvöld í Kaliforníu tilkynntu það nú fyrir stundu. Að sögn lögreglunnar fannst hann látinn í íbúð sinni um hádegi að staðartíma. 11. ágúst 2014 23:22
Dóttir Williams minnist föður síns: „Ég elska þig. Ég sakna þín“ Síðasta kveðja leikarans á Instagram var tileinkuð dóttur hans. 12. ágúst 2014 10:42