Enginn afsláttur gefinn á hallalausum fjárlögum Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2014 10:36 Vísir/GVA/Bítið „Mikill meirihluti ríkisstofnanna eru að taka á með stjórnvöldum og eru innan heimilda. Ákveðnar stofnanir sem hafa fengið mikið fjármagn, til dæmis Landspítalinn, eru samt að keyra fram úr.“ Þetta segir Vigdís Hauksdóttir, en hún var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hún um það að stofnanir hafi farið yfir fjárlög og sagði tímabært að berja í borðið gegn því. „Eins og allir hafa fundið á eigin skinni urðu hér ríkisstjórnarskipti fyrir rúmu ári. Það hefur orðið mikill viðsnúningur á þessu eina ári og mjög mikill árangur hjá ríkisstjórninni á þessu eina ári. Enda voru markmiðin skýr og það var forgangsraðað í þágu þjóðarinnar og almannahagsmuna.“ Hún sagði að enginn afsláttur yrði gefinn á því að fjárlög yrðu hallalaus 2014. Það væri skýr stefna stjórnvalda og þessarar ríkisstjórnar. „Það er orðið tímabært að það sé slegið í borðið og þetta munstur verði rofið. Þetta verður ekki liðið lengur því það er erfitt að reka mörg ríki í ríkinu. Ríkið á að sjá um almannahagsmuni fyrir okkur öll. Það er mikil ábyrgð sem er lögð bæði á fjármálaráðherra og fjárlaganefnd að ráðstafa skattfé þeirra sem eru á vinnumarkaði með réttlátum hætti.“Krefjast sparnaðar „Það eru tímamót núna. Fjárlaganefnd tekur hlutverk sitt alvarlega vegna þess að hún hefur það hlutverk að fylgjast með fjárlögum ríkisins. Út af því erum við að spyrna við fæti núna, um miðjan ágúst, eftir að tölur úr hálfsársuppgjöri ríkisins liggja fyrir og kalla til okkar ráðunauta og fá skýringar.“ Þá segir Vigdís að einhverjar stofnanir eigi líklega eftir að rétta sig af þótt tíu stofnanir hafi farið fram úr sem nemi hundrað milljónir. Hún sæi ekki í fljótu bragði hvernig þær gætu rétt sig af. Vigdís segir að gerð verði krafa um að sparað sé á öðrum stöðum. „Þetta er bara eðlileg krafa og hver stofnun verður að reka sig eins og fyrirtæki, því það er ekki hægt að safna upp yfirdrætti,“ segir Vigdís. „Við þurfum líka að breyta þeim kúltúr hjá opinberum stofnunum eins og kom fram í máli upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, þegar það er orðið ljóst að þeir eru að fara mjög fram úr fjárheimildum. Að þeir hafi alltaf getað fengið náð fyrir augum fjárlaganefndar í fjáraukalögum eða fengið aukið framlag til rekstursins.“ Þetta viðhorf segir hún ekki vera boðlegt árið 2014. „Hér erum við að fara í gegnum mikinn sparnað og niðurskurð. Ef þetta er viðhorf stofnana þá eru þær á rangri braut. Allavega hjá þeim stjórnvöldum sem sitja núna.“Sárt fyrir þá sem standa fjárlög „Mikill meirihluti ríkisstofnanna eru að taka á með stjórnvöldum og eru innan heimilda. Ákveðnar stofnanir sem hafa fengið mikið fjármagn, til dæmis Landspítalinn, eru samt að keyra fram úr,“ segir Vigdís. „Ég get nefnt lögregluembættin. Þau fengu auka 500 milljónir í fyrra og samt eru lögregluembætti að keyra fram úr.“ Hún segir að líta þurfi á þetta með jafnræðissjónarmiði milli ríkisstofnana. Að þeim sem standi sig vel fái hrós fyrir. „Þá er mjög erfitt fyrir þá að horfa upp á að sömu stofnanirnar geti komið og fengið meira fé.“ Tengdar fréttir Spyr hvort forstöðumenn geti ekki fundið sér annað starf "Spyrja þá hvort þeir geti ekki fundið sér annað starf sem þeir ráða við,“ segir Pétur Blöndal. 11. ágúst 2014 14:15 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
„Mikill meirihluti ríkisstofnanna eru að taka á með stjórnvöldum og eru innan heimilda. Ákveðnar stofnanir sem hafa fengið mikið fjármagn, til dæmis Landspítalinn, eru samt að keyra fram úr.“ Þetta segir Vigdís Hauksdóttir, en hún var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hún um það að stofnanir hafi farið yfir fjárlög og sagði tímabært að berja í borðið gegn því. „Eins og allir hafa fundið á eigin skinni urðu hér ríkisstjórnarskipti fyrir rúmu ári. Það hefur orðið mikill viðsnúningur á þessu eina ári og mjög mikill árangur hjá ríkisstjórninni á þessu eina ári. Enda voru markmiðin skýr og það var forgangsraðað í þágu þjóðarinnar og almannahagsmuna.“ Hún sagði að enginn afsláttur yrði gefinn á því að fjárlög yrðu hallalaus 2014. Það væri skýr stefna stjórnvalda og þessarar ríkisstjórnar. „Það er orðið tímabært að það sé slegið í borðið og þetta munstur verði rofið. Þetta verður ekki liðið lengur því það er erfitt að reka mörg ríki í ríkinu. Ríkið á að sjá um almannahagsmuni fyrir okkur öll. Það er mikil ábyrgð sem er lögð bæði á fjármálaráðherra og fjárlaganefnd að ráðstafa skattfé þeirra sem eru á vinnumarkaði með réttlátum hætti.“Krefjast sparnaðar „Það eru tímamót núna. Fjárlaganefnd tekur hlutverk sitt alvarlega vegna þess að hún hefur það hlutverk að fylgjast með fjárlögum ríkisins. Út af því erum við að spyrna við fæti núna, um miðjan ágúst, eftir að tölur úr hálfsársuppgjöri ríkisins liggja fyrir og kalla til okkar ráðunauta og fá skýringar.“ Þá segir Vigdís að einhverjar stofnanir eigi líklega eftir að rétta sig af þótt tíu stofnanir hafi farið fram úr sem nemi hundrað milljónir. Hún sæi ekki í fljótu bragði hvernig þær gætu rétt sig af. Vigdís segir að gerð verði krafa um að sparað sé á öðrum stöðum. „Þetta er bara eðlileg krafa og hver stofnun verður að reka sig eins og fyrirtæki, því það er ekki hægt að safna upp yfirdrætti,“ segir Vigdís. „Við þurfum líka að breyta þeim kúltúr hjá opinberum stofnunum eins og kom fram í máli upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, þegar það er orðið ljóst að þeir eru að fara mjög fram úr fjárheimildum. Að þeir hafi alltaf getað fengið náð fyrir augum fjárlaganefndar í fjáraukalögum eða fengið aukið framlag til rekstursins.“ Þetta viðhorf segir hún ekki vera boðlegt árið 2014. „Hér erum við að fara í gegnum mikinn sparnað og niðurskurð. Ef þetta er viðhorf stofnana þá eru þær á rangri braut. Allavega hjá þeim stjórnvöldum sem sitja núna.“Sárt fyrir þá sem standa fjárlög „Mikill meirihluti ríkisstofnanna eru að taka á með stjórnvöldum og eru innan heimilda. Ákveðnar stofnanir sem hafa fengið mikið fjármagn, til dæmis Landspítalinn, eru samt að keyra fram úr,“ segir Vigdís. „Ég get nefnt lögregluembættin. Þau fengu auka 500 milljónir í fyrra og samt eru lögregluembætti að keyra fram úr.“ Hún segir að líta þurfi á þetta með jafnræðissjónarmiði milli ríkisstofnana. Að þeim sem standi sig vel fái hrós fyrir. „Þá er mjög erfitt fyrir þá að horfa upp á að sömu stofnanirnar geti komið og fengið meira fé.“
Tengdar fréttir Spyr hvort forstöðumenn geti ekki fundið sér annað starf "Spyrja þá hvort þeir geti ekki fundið sér annað starf sem þeir ráða við,“ segir Pétur Blöndal. 11. ágúst 2014 14:15 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Spyr hvort forstöðumenn geti ekki fundið sér annað starf "Spyrja þá hvort þeir geti ekki fundið sér annað starf sem þeir ráða við,“ segir Pétur Blöndal. 11. ágúst 2014 14:15