Innlent

Lögreglan leitar að Artúri Wiktori Sowa

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Artur Wiktor Sowa sem er 18 ára. Artur er frá Póllandi og er hann með asperger heilkenni, einhverfu og þroska á við 12 ára einstakling. Artur er nýkominn til landsins og ratar ekki um höfuðbor garsvæðið.

Talið er að hann sé klæddur í stuttermabol, svartar stuttbuxur og svarta Nike skó og er Nike merkið grænt, gæti hugsanlega verið í blárri flíspeysu utan yfir sig og jafnvel bláum gallabuxum.

Artur er um 184 cm á hæð og um 70 kg, með brún augu og stutt skolhært hár. Síðast er vitað um ferðir hans í neðra Breiðholti um hádegi í dag.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Arturs eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×