Innlent

Missti stjórn á farþegavél þegar gervihandleggur losnaði

Atli Ísleifsson skrifar
Gervihandleggur flugmannsins losnaði strax eftir að hjól vélarinnar snertu flugbrautina.
Gervihandleggur flugmannsins losnaði strax eftir að hjól vélarinnar snertu flugbrautina. Vísir/Getty
Flugmaður missti stjórn á farþegavél Flybe þegar hann hugðist lenda vélinni við vindasamar aðstæður á flugvellinum í Belfast eftir að gervihandleggur hans losnaði.

Atvikið átt sér stað þann 12. febrúar á þessu ári og hefur sérstök rannsóknarnefnd nú skilað af sér skýrslu um málið.

Í frétt Independent segir að vél Flybe hafi verið af gerðinni Dash 8 og á leið frá Birmingham í Englandi til Belfast í Norður-Írlandi. 47 farþegar voru um borð í vélinni þegar atvikið átti sér stað.

Í skýrslunni segir að hinn 46 ára flugmaður hafi athugað hvort handleggurinn væri örugglega festur á skömmu fyrir lendingu en strax eftir að hjól vélarinnar snertu flugbrautina losnaði handleggurinn af með þeim afleiðingum að flugmaðurinn missti stjórn á vélinni. Engin slasaðist þó í atvikinu og engar skemmdir urðu á vélinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×