Innlent

Hús brann til kaldra kola við Meðalfellsvatn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sumarhús brann til kaldra kola við Meðalfellsvatn í gær og var enginn möguleiki fyrir slökkviliðið að ráða við eldinn þegar komið var á staðinn.

Húsið var alelda þegar slökkviliðið mætti á svæðið.

„Það var lítið annað hægt að gera fyrir okkur en að verja hús í kring,“ segir Ari Jóhannes Hauksson,varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarasvæðinu.

Ari segir að húsið sé gjörónýtt og ekkert standi eftir.

„Það var ansi hvasst og því nokkuð erfitt að ráða við eldinn. Húsið var því látið brenna og lagt áherslu á að verja húsin í kring. Vindurinn kom frá öllum áttum og aðstæður gríðarlega erfiðar.“

mynd/ari
mynd/ari
mynd/ari
mynd/ari
mynd/ari



Fleiri fréttir

Sjá meira


×