Leyfa stórfellt malarnám í 50 ár í landi Hörgársveitar Sveinn Arnarsson skrifar 14. nóvember 2014 07:00 vísir Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti að Moldhaugahálsinn, norðan Akureyrar, yrði nánast allur nýttur í efnisnámu. Íbúi í grennd við hálsinn er afar ósáttur og segir að þetta muni gerbreyta ásýnd svæðisins. Formaður Landverndar telur að fara þurfi varlega. Hörgársveit á land frá Akureyri í Eyjafirði og liggur bæjarfélagið inn Öxnadal og Hörgárdal. Malarnám hefur verið í sveitarfélaginu við Hörgá um áratugaskeið. Síðustu árin hefur efnistaka einnig verið í Moldhaugahálsi, rétt ofan við þjóðveg eitt. Með samþykkt sveitarstjórnar, frá því í fyrra, gefst verktökum kostur á að vinna efni úr hálsinum næstu fimmtíu árin. Verði það að veruleika munu sjónræn áhrif efnistökunnar verða mikil víða. Íbúar eru margir hverjir ósáttir við það. Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við segjast ekki hafa vitað nógu vel hversu mikil efnistaka er fyrirhuguð í hálsinum. Væntanleg malarnáma sé í alfaraleið og sjónmengun af henni verði mikil.Guðmundur Hörður Guðmundsson Formaður landverndar.Hjörvar Kristjánsson, íbúi á Ósi í Hörgársveit, undrast þessa tilhögun. „Mér finnst hálfundarlegt að þessi ráðstöfun skuli ganga í gegnum allt kerfið án þess að nokkur segi neitt. Þetta mun hafa mikil áhrif. Ég tel þetta ekki Hörgársveit til hagsbóta að leyfa svona stórfellda efnistöku í Moldhaugahálsinum.“ Í umhverfismati sem gert var segir að nokkur sjónræn áhrif verði af framkvæmdinni. „…svæðið liggur nærri hringveginum og er sýnilegt af honum en mestra sjónrænna áhrifa gætir af Ólafsfjarðarvegi og í nágrenni hans. Landslag á svæðinu telst einkennalítið og verndargildi landslags ekki mikið. Beinna áhrifa á landslag gætir þegar á hálsinum og aukin efnistaka mun stækka raskað svæði til suðvesturs. Áhrifin á náttúrulegt landslag á hálsinum munu aukast og eru áhrifin bein og varanleg.“ Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri Hörgársveitar, segir svæðið og efnistökuna hafa gengið í gegnum öll lögformleg ferli. Umhverfismat hafi verið gert þar sem ítarlega hafi verið farið ofan í saumana á svæðinu. „Þessi efnistaka er þannig skipulögð að verktaki þarf að undirgangast mjög ströng skilyrði sem ég held að séu líklega með þeim strangari hér á landi. Sveitarstjórn getur fyrirskipað stöðvun efnistöku með sjö daga fyrirvara ef ekki er farið að settum skilyrðum,“ segir Guðmundur. Hann segir að reynt verði að minnka sjónræn áhrif framkvæmdanna. „Þessi áhrif geta valdið einhverjum sjónrænum áhrifum frá vissum stöðum.“ Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, telur að menn þurfi að stíga varlega til jarðar þegar malarnám er annars vegar. „Ingólfsfjall til að mynda er víti til að varast. Margir Selfyssingar, Sunnlendingar og aðrir sjá enn eftir þeirri ráðstöfun að hafa leyft malarnám í Ingólfsfjalli. Það sár sem sést þar er fyrir allra augum og menn ættu í þessu tilviki að íhuga hlutina vandlega.“ Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti að Moldhaugahálsinn, norðan Akureyrar, yrði nánast allur nýttur í efnisnámu. Íbúi í grennd við hálsinn er afar ósáttur og segir að þetta muni gerbreyta ásýnd svæðisins. Formaður Landverndar telur að fara þurfi varlega. Hörgársveit á land frá Akureyri í Eyjafirði og liggur bæjarfélagið inn Öxnadal og Hörgárdal. Malarnám hefur verið í sveitarfélaginu við Hörgá um áratugaskeið. Síðustu árin hefur efnistaka einnig verið í Moldhaugahálsi, rétt ofan við þjóðveg eitt. Með samþykkt sveitarstjórnar, frá því í fyrra, gefst verktökum kostur á að vinna efni úr hálsinum næstu fimmtíu árin. Verði það að veruleika munu sjónræn áhrif efnistökunnar verða mikil víða. Íbúar eru margir hverjir ósáttir við það. Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við segjast ekki hafa vitað nógu vel hversu mikil efnistaka er fyrirhuguð í hálsinum. Væntanleg malarnáma sé í alfaraleið og sjónmengun af henni verði mikil.Guðmundur Hörður Guðmundsson Formaður landverndar.Hjörvar Kristjánsson, íbúi á Ósi í Hörgársveit, undrast þessa tilhögun. „Mér finnst hálfundarlegt að þessi ráðstöfun skuli ganga í gegnum allt kerfið án þess að nokkur segi neitt. Þetta mun hafa mikil áhrif. Ég tel þetta ekki Hörgársveit til hagsbóta að leyfa svona stórfellda efnistöku í Moldhaugahálsinum.“ Í umhverfismati sem gert var segir að nokkur sjónræn áhrif verði af framkvæmdinni. „…svæðið liggur nærri hringveginum og er sýnilegt af honum en mestra sjónrænna áhrifa gætir af Ólafsfjarðarvegi og í nágrenni hans. Landslag á svæðinu telst einkennalítið og verndargildi landslags ekki mikið. Beinna áhrifa á landslag gætir þegar á hálsinum og aukin efnistaka mun stækka raskað svæði til suðvesturs. Áhrifin á náttúrulegt landslag á hálsinum munu aukast og eru áhrifin bein og varanleg.“ Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri Hörgársveitar, segir svæðið og efnistökuna hafa gengið í gegnum öll lögformleg ferli. Umhverfismat hafi verið gert þar sem ítarlega hafi verið farið ofan í saumana á svæðinu. „Þessi efnistaka er þannig skipulögð að verktaki þarf að undirgangast mjög ströng skilyrði sem ég held að séu líklega með þeim strangari hér á landi. Sveitarstjórn getur fyrirskipað stöðvun efnistöku með sjö daga fyrirvara ef ekki er farið að settum skilyrðum,“ segir Guðmundur. Hann segir að reynt verði að minnka sjónræn áhrif framkvæmdanna. „Þessi áhrif geta valdið einhverjum sjónrænum áhrifum frá vissum stöðum.“ Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, telur að menn þurfi að stíga varlega til jarðar þegar malarnám er annars vegar. „Ingólfsfjall til að mynda er víti til að varast. Margir Selfyssingar, Sunnlendingar og aðrir sjá enn eftir þeirri ráðstöfun að hafa leyft malarnám í Ingólfsfjalli. Það sár sem sést þar er fyrir allra augum og menn ættu í þessu tilviki að íhuga hlutina vandlega.“
Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira