Innlent

Spyr um ráðningu Guðrúnar

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Guðrún Ágústa var ráðin tímabundið sem verkefnastjóri stefnumótunar hjá Strætó bs. en í starfinu felst meðal annars að sinna upplýsingagjöf.
Guðrún Ágústa var ráðin tímabundið sem verkefnastjóri stefnumótunar hjá Strætó bs. en í starfinu felst meðal annars að sinna upplýsingagjöf.
„Ég sótti um verkefnastjórastöðu í þjónustuveri og fékk hana ekki en hins vegar er ég í tímabundinni ráðningu sem verkefnastjóri stefnumótunar. Og hluti af því starfi er að veita upplýsingar bæði út á við og inn á við,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri og núverandi bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.

Á bæjarráðsfundi í Kópavogi í gær var lögð fram fyrirspurn varðandi ráðningu Guðrúnar Ágústu hjá Strætó bs. sem upplýsingafulltrúa. Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokk, lagði fyrirspurnina fram. Þar spyr hún hvernig starfið hafi verið auglýst, hvort ráðningarferlið hafi verið opið og gagnsætt og hvort um tímabundna ráðningu hafi verið að ræða. Bendir Karen á í fyrirspurninni að siðareglur bæjarfulltrúa og stjórnenda í Kópavogi hefðu meinað viðkomandi að taka við starfinu ef viðkomandi væri bæjarfulltrúi eða formaður stjórnar Strætó. Guðrún Ágústa er fyrrverandi formaður stjórnar Strætó bs. Sjálf segir Guðrún Ágústa að ráðningin sé tímabundin til eins árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×