"Vald sem þjóðinni var lofað er nú tekið af henni" Hrund Þórsdóttir skrifar 22. febrúar 2014 20:00 Vald sem þjóðinni var lofað er nú tekið af henni, segir formaður Samfylkingarinnar um þá ákvörðun að bera aðildarviðræður við ESB ekki undir þjóðaratkvæði. Hægt hefði verið að ná samstöðu um að aðhafast ekkert í einhvern tíma en halda möguleikum opnum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir formenn stjórnarflokkanna ekki hafa umboð til að taka ákvörðun um að draga umsóknina til baka. Þá sé ljóst af yfirlýsingum gamalla forystumanna Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn sé ekki að standa við fyrirheit sín. „Við sáum alveg hvað var sagt fyrir síðustu kosningar og alveg fram á síðustu daga hefur verið fyrirheit um þjóðaratkvæðagreiðslu á vefsíðu Sjálfstæðisflokksins, þannig að hráskinnaleikurinn í þessu máli er alveg ljós,“ segir Árni. En hefði ekki mátt komast hjá þessu öllu saman ef þið hefðuð einfaldlega sett þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2009, áður en aðildarumsóknin var lögð fram? „Þá höfðu menn áhyggjur af því að ef við fengjum umboð þjóðarinnar, þá værum við að rýra samningsstöðu okkar vegna þess að viðsemjandinn myndi þá ekki leggja jafnmikið af mörkum í samningum.“ En með þjóðaratkvæðagreiðslu á sínum tíma hefði umboðið í dag verið skýrara til að klára dæmið er það ekki? „Það hefði auðvitað verið ein leið til að gera það.“ Árni segir að hægt hefði verið að ná samstöðu um að aðhafast ekkert í einhvern tíma, jafnvel í nokkur ár, en að halda dyrunum að ESB opnum. „Vegna þess að Ísland er enn í höftum og þessir menn hafa ekkert plan um hvernig á að koamst út úr þeim. Það eru gjalddagar á árinu 2016 og það veit enginn hvernig á að standa skil á þeim,“ segir Árni. ESB-málið Tengdar fréttir Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00 Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00 Utanríkisráðherra segir ekki gengið gegn vilja almennings Gunnar Bragi Sveinsson blæs á yfirlýsingar sérfræðinga um að ákvörðunin um afturköllun viðræðna myndi útiloka Ísland frá sambandinu um langt skeið. 22. febrúar 2014 15:04 Framsóknarmenn samþykkja einnig að draga aðildarumsókn til baka Báðir ríkisstjórnarflokkarnir hafa samþykkt að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Framsóknarflokkurinn samþykkti það einróma rétt í þessu. 21. febrúar 2014 17:01 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Vald sem þjóðinni var lofað er nú tekið af henni, segir formaður Samfylkingarinnar um þá ákvörðun að bera aðildarviðræður við ESB ekki undir þjóðaratkvæði. Hægt hefði verið að ná samstöðu um að aðhafast ekkert í einhvern tíma en halda möguleikum opnum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir formenn stjórnarflokkanna ekki hafa umboð til að taka ákvörðun um að draga umsóknina til baka. Þá sé ljóst af yfirlýsingum gamalla forystumanna Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn sé ekki að standa við fyrirheit sín. „Við sáum alveg hvað var sagt fyrir síðustu kosningar og alveg fram á síðustu daga hefur verið fyrirheit um þjóðaratkvæðagreiðslu á vefsíðu Sjálfstæðisflokksins, þannig að hráskinnaleikurinn í þessu máli er alveg ljós,“ segir Árni. En hefði ekki mátt komast hjá þessu öllu saman ef þið hefðuð einfaldlega sett þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2009, áður en aðildarumsóknin var lögð fram? „Þá höfðu menn áhyggjur af því að ef við fengjum umboð þjóðarinnar, þá værum við að rýra samningsstöðu okkar vegna þess að viðsemjandinn myndi þá ekki leggja jafnmikið af mörkum í samningum.“ En með þjóðaratkvæðagreiðslu á sínum tíma hefði umboðið í dag verið skýrara til að klára dæmið er það ekki? „Það hefði auðvitað verið ein leið til að gera það.“ Árni segir að hægt hefði verið að ná samstöðu um að aðhafast ekkert í einhvern tíma, jafnvel í nokkur ár, en að halda dyrunum að ESB opnum. „Vegna þess að Ísland er enn í höftum og þessir menn hafa ekkert plan um hvernig á að koamst út úr þeim. Það eru gjalddagar á árinu 2016 og það veit enginn hvernig á að standa skil á þeim,“ segir Árni.
ESB-málið Tengdar fréttir Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00 Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00 Utanríkisráðherra segir ekki gengið gegn vilja almennings Gunnar Bragi Sveinsson blæs á yfirlýsingar sérfræðinga um að ákvörðunin um afturköllun viðræðna myndi útiloka Ísland frá sambandinu um langt skeið. 22. febrúar 2014 15:04 Framsóknarmenn samþykkja einnig að draga aðildarumsókn til baka Báðir ríkisstjórnarflokkarnir hafa samþykkt að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Framsóknarflokkurinn samþykkti það einróma rétt í þessu. 21. febrúar 2014 17:01 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00
Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00
Utanríkisráðherra segir ekki gengið gegn vilja almennings Gunnar Bragi Sveinsson blæs á yfirlýsingar sérfræðinga um að ákvörðunin um afturköllun viðræðna myndi útiloka Ísland frá sambandinu um langt skeið. 22. febrúar 2014 15:04
Framsóknarmenn samþykkja einnig að draga aðildarumsókn til baka Báðir ríkisstjórnarflokkarnir hafa samþykkt að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Framsóknarflokkurinn samþykkti það einróma rétt í þessu. 21. febrúar 2014 17:01