Sérstakt veiðigjald lækkar um 80 prósent Sveinn Arnarsson skrifar 7. maí 2014 08:36 Þorsteinn Sæmundsson vildi fá að vita breytingar á sérstöku veiðigjaldi milli ára. Sérstakt veiðigjald á botnfiskafla verður um 285 milljónir og lækkar um 1,1 milljarð frá núverandi fiskveiðiári. Þetta kemur fram í útreikningum atvinnuvegaráðuneytisins. Lög um veiðigjöld eru nú í meðförum atvinnuveganefndar og spurði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður í atvinnuveganefnd, út í breytingar á sérstöku veiðigjaldi frá núverandi lögum. Skjal ráðuneytisins kom til nefndarinnar þann 4. maí sem umsögn um lög um veiðigjöld. Í útreikningum ráðuneytisins er áætlað að álagt sérstakt veiðigjald á botnfisk muni gefa 1.735 milljónir króna. Hins vegar kemur á móti að frítekjumark vegna veiða á botnfiski verður 150 milljónir og lækkun vegna skulda útgerðanna nemur um 1.300 milljónum. Eftir standa 285 milljónir af álögðu sérstöku veiðigjaldi sem rennur í ríkissjóð. Komið hefur fram að útgerðir geta lækkað sérstakt veiðigjald með því að tilgreina skuldir sem stofnað hefur verið til í óskyldum greinum sjávarútvegs. Hreinn hagnaður útgerðarinnar árið 2012 var rúmar 25 þúsund milljónir samkvæmt Hagstofu Íslands. Þorsteinn segir þetta vera gert til að mæta neikvæðum horfum í rekstri útgerðarinnar. „Ef við gerum þetta ekki er stórhætta á því að útgerðir leggist af og samþjöppun yrði of mikil í greininni. Ríkissjóður er ekki bólginn af peningum og þetta er ekki sársaukalaus aðgerð, en með þessu viljum við tryggja að greinin verði ekki fyrir miklum skaða,“ segir Þorsteinn. Um lækkun veiðigjalds vegna skulda útgerðarinnar segir Þorsteinn að ákvæðið sé hugsað til að hjálpa útgerðum sem hafa fjárfest mikið í kvóta, ákvæðið sé ekki hugsað öðruvísi, þetta væri enn í meðförum nefndarinnar og þetta ákvæði hefði ekki verið rætt sérstaklega á þeim vettvangi. Þingflokksformenn ríkisstjórnarflokkanna, þær Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Sigrún Magnúsdóttir, hafa gefið það út að ríkisstjórnin leggi höfuðáherslu á að ná lögum um veiðigjöld í gegn áður en þingi verður slitið vegna sveitarstjórnarkosninga. Nýtt fiskveiðiár hefst 1. september en nýtt þing á ekki að koma saman fyrr en 11. sama mánaðar. Ef innheimta á veiðigjöld verður að vera búið að setja gjaldið á. Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Sjá meira
Sérstakt veiðigjald á botnfiskafla verður um 285 milljónir og lækkar um 1,1 milljarð frá núverandi fiskveiðiári. Þetta kemur fram í útreikningum atvinnuvegaráðuneytisins. Lög um veiðigjöld eru nú í meðförum atvinnuveganefndar og spurði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður í atvinnuveganefnd, út í breytingar á sérstöku veiðigjaldi frá núverandi lögum. Skjal ráðuneytisins kom til nefndarinnar þann 4. maí sem umsögn um lög um veiðigjöld. Í útreikningum ráðuneytisins er áætlað að álagt sérstakt veiðigjald á botnfisk muni gefa 1.735 milljónir króna. Hins vegar kemur á móti að frítekjumark vegna veiða á botnfiski verður 150 milljónir og lækkun vegna skulda útgerðanna nemur um 1.300 milljónum. Eftir standa 285 milljónir af álögðu sérstöku veiðigjaldi sem rennur í ríkissjóð. Komið hefur fram að útgerðir geta lækkað sérstakt veiðigjald með því að tilgreina skuldir sem stofnað hefur verið til í óskyldum greinum sjávarútvegs. Hreinn hagnaður útgerðarinnar árið 2012 var rúmar 25 þúsund milljónir samkvæmt Hagstofu Íslands. Þorsteinn segir þetta vera gert til að mæta neikvæðum horfum í rekstri útgerðarinnar. „Ef við gerum þetta ekki er stórhætta á því að útgerðir leggist af og samþjöppun yrði of mikil í greininni. Ríkissjóður er ekki bólginn af peningum og þetta er ekki sársaukalaus aðgerð, en með þessu viljum við tryggja að greinin verði ekki fyrir miklum skaða,“ segir Þorsteinn. Um lækkun veiðigjalds vegna skulda útgerðarinnar segir Þorsteinn að ákvæðið sé hugsað til að hjálpa útgerðum sem hafa fjárfest mikið í kvóta, ákvæðið sé ekki hugsað öðruvísi, þetta væri enn í meðförum nefndarinnar og þetta ákvæði hefði ekki verið rætt sérstaklega á þeim vettvangi. Þingflokksformenn ríkisstjórnarflokkanna, þær Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Sigrún Magnúsdóttir, hafa gefið það út að ríkisstjórnin leggi höfuðáherslu á að ná lögum um veiðigjöld í gegn áður en þingi verður slitið vegna sveitarstjórnarkosninga. Nýtt fiskveiðiár hefst 1. september en nýtt þing á ekki að koma saman fyrr en 11. sama mánaðar. Ef innheimta á veiðigjöld verður að vera búið að setja gjaldið á.
Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Sjá meira