Níutíu manns hættu að fylgja Skálmöld vegna stuðningsyfirlýsingar við Gay Pride Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. ágúst 2014 16:37 Hér má sjá merki sveitarinnar í litum Gay Pride hátíðarinnar og þar við hliðina á færsluna sem fylgdi með. Níutíu manns hafa hætt að fylgja Skálmöld á Facebook, eftir helgina og rekja hljómsveitarmeðlimir það til stuðningsyfirlýsingar við samkynhneigða sem birtist á síðunni á föstudag. Þá var merki sveitarinnar birt í litum Gay Pride hátíðarinnar og með fylgdi yfirlýsing sveitarinnar. Í henni stóð: „Munum að enginn getur haft rangt fyrir sér þegar það kemur að kynhneigð, kyni, trúarskoðunum, litarhafti, þjóðerni, tónlistarsmekk eða í raun hverju sem er, svo lengi sem allir eru þeir sjálfir. Yfirlýsingin fékk frábær viðbrögð, tæplega þúsund manns smelltu á „like-takkann“ og 126 manns deildu henni. En níutíu manns hættu að fylgja sveitinni. Alls eru rúmlega 28 þúsund manns sem fylgja sveitinni á Facebook og eru þeir sem hættu að fylgja sveitinni því eingöngu um 0,3 prósent aðdáenda.Hér má sjá meðlimi Skálmaldar eftir vel heppnaða tónleika í Hörpu í fyrra.Bassaleikarinn Bibbi, sem heitir Snæbjörn Ragnarsson, segir viðbrögðin sýna að mikilvægt er að halda Gay Pride og lýsa yfir stuðningi við hinsegin fólk. „Við sjáum ekki eftir fólkinu sem hætti að fylgja okkur, maður er mest leiður yfir því að það sé staðreynd að sumir hugsa enn svona," segir hann og bætir við: „Auðvitað fundum við fyrir miklu, miklu meiri stuðningi en hinu, sem betur fer. En engu að síður eru nógu margar neikvæðar raddir - hatursraddir má segja - þarna úti. Maður verður bara hissa á þessu. Og það sýnir hversu mikilvægt það er að halda málstað eins og Gay Pride á lofti." Meðlimir Skálmaldar standa nú í ströngu þessa dagana. Þeir æfa sig fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem fer fram 23. ágúst. Sveitin hefur komið fram í auglýsingum fyrir maraþonið, þar sem sýnt er frá stífum æfingum. Hér að neðan má sjá færslur á Facebook-síðu sveitarinnar. Post by Skálmöld. Post by Skálmöld. Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Sjá meira
Níutíu manns hafa hætt að fylgja Skálmöld á Facebook, eftir helgina og rekja hljómsveitarmeðlimir það til stuðningsyfirlýsingar við samkynhneigða sem birtist á síðunni á föstudag. Þá var merki sveitarinnar birt í litum Gay Pride hátíðarinnar og með fylgdi yfirlýsing sveitarinnar. Í henni stóð: „Munum að enginn getur haft rangt fyrir sér þegar það kemur að kynhneigð, kyni, trúarskoðunum, litarhafti, þjóðerni, tónlistarsmekk eða í raun hverju sem er, svo lengi sem allir eru þeir sjálfir. Yfirlýsingin fékk frábær viðbrögð, tæplega þúsund manns smelltu á „like-takkann“ og 126 manns deildu henni. En níutíu manns hættu að fylgja sveitinni. Alls eru rúmlega 28 þúsund manns sem fylgja sveitinni á Facebook og eru þeir sem hættu að fylgja sveitinni því eingöngu um 0,3 prósent aðdáenda.Hér má sjá meðlimi Skálmaldar eftir vel heppnaða tónleika í Hörpu í fyrra.Bassaleikarinn Bibbi, sem heitir Snæbjörn Ragnarsson, segir viðbrögðin sýna að mikilvægt er að halda Gay Pride og lýsa yfir stuðningi við hinsegin fólk. „Við sjáum ekki eftir fólkinu sem hætti að fylgja okkur, maður er mest leiður yfir því að það sé staðreynd að sumir hugsa enn svona," segir hann og bætir við: „Auðvitað fundum við fyrir miklu, miklu meiri stuðningi en hinu, sem betur fer. En engu að síður eru nógu margar neikvæðar raddir - hatursraddir má segja - þarna úti. Maður verður bara hissa á þessu. Og það sýnir hversu mikilvægt það er að halda málstað eins og Gay Pride á lofti." Meðlimir Skálmaldar standa nú í ströngu þessa dagana. Þeir æfa sig fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem fer fram 23. ágúst. Sveitin hefur komið fram í auglýsingum fyrir maraþonið, þar sem sýnt er frá stífum æfingum. Hér að neðan má sjá færslur á Facebook-síðu sveitarinnar. Post by Skálmöld. Post by Skálmöld.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Sjá meira