Nóg að gera eftir að starfsferlinum lauk Sveinn Arnarsson skrifar 11. september 2014 12:00 Afmælisbarnið Ásthildur Cesil hefur lagt mikla rækt við bæði tónlist og garðyrkju síðustu áratugi. Mynd/Halldór Sveinbjörnsson „Hvernig á maður að kunna að meta það góða ef maður þekkir ekki það slæma?“ spyr Ásthildur Cesil Þórðardóttir, garðyrkjufræðingur á Ísafirði, sem er sjötug í dag. Ásthildur er alin upp á Ísafirði og hefur búið þar alla sína ævi utan tveggja ára í Glasgow og eins vetrar í Svíþjóð. „Ég var í lýðháskóla í Svíþjóð en fór bara í ævintýraleit til Glasgow. Fyrst vann ég á elliheimili í borginni og sem au-pair. Þetta var svona ævintýraþrá. Hins vegar hef ég alltaf haft það best í Skutulsfirðinum heima í þeirri fjalladýrð sem þar ríkir.“ Ísafjörður hefur ávallt skipað stóran sess í lífi Ásthildar. Nær allur starfsaldur hennar hefur farið í það að fegra bæinn og gera ásýnd hans sem ákjósanlegasta fyrir augað. „Ég var garðyrkjustjóri Ísafjarðarbæjar í um þrjátíu ár og hætti hjá bænum bara fyrir nokkrum árum og fór á eftirlaun. Hins vegar held ég áfram að vera með garðyrkjustöðina mína hér við heimilið mitt.“ Ásthildi finnst hún ekki geta hætt garðyrkjunni að öllu leyti; hún iðki ennþá þessa list sína. Þegar viðfangsefni líkt og garðyrkja eigi hug manns allan alla ævi sé ekki hægt að slíta sig frá þeirri iðju og henni finnist gaman að stússast í þessu. „Hins vegar er það mín tilfinning að það hafi aldrei verið eins mikið að gera hjá mér síðan ég hætti að vinna og fór á eftirlaun.“ Veturnir á Ísafirði, snjóþyngsli með tilheyrandi óþægindum, eru að mati Ásthildar alls ekki vandamál. Tekur hún veðri og lífsins ólgusjó af miklu æðruleysi. „Jú, jú, það getur verið snjór hérna en maður tekur því bara. Hvernig getur maður kunnað að meta það góða ef maður hefur aldrei kynnst því slæma?“ Ásthildur hefur í gegnum tíðina einnig verið dugleg við texta- og lagasmíðar. Vestfirska kvennahljómsveitin Sokkabandið er án nokkurs vafa sú frægasta sem hún hefur starfað með og kom hún aftur saman fyrir nokkrum árum og spilaði á hátíðinni Aldrei fór ég suður. „Já, árið 1985 gaf ég út vínylbreiðskífu þar sem ég samdi bæði öll lög og alla texta. Ég byrjaði hins vegar ung að syngja og hef tekið þátt í hinum ýmsu hljómsveitum allt frá sextán ára aldri, eða allt frá því að syngja með frændum mínum í BG, Balda og Kalla, og upp í Sokkabandið.“ Saman eiga þau hjónin fimm börn úr mismunandi áttum. Hún sér fyrir sér gleði og ánægju næstu árin í rólegu og góðu samfélagi á Vestfjörðum. „Á meðan ég hef heilsu til og líður vel þá mun ég halda mínu striki líkt og ég hef gert síðustu ár. Á Ísafirði er gott að vera, vinalegt samfélag þar sem maður þekkir flesta, fjarri ys og þys stórborgarinnar. „Hér er gott að ala upp börn og kvöldstillurnar eru góðar.“ Aldrei fór ég suður Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Sjá meira
„Hvernig á maður að kunna að meta það góða ef maður þekkir ekki það slæma?“ spyr Ásthildur Cesil Þórðardóttir, garðyrkjufræðingur á Ísafirði, sem er sjötug í dag. Ásthildur er alin upp á Ísafirði og hefur búið þar alla sína ævi utan tveggja ára í Glasgow og eins vetrar í Svíþjóð. „Ég var í lýðháskóla í Svíþjóð en fór bara í ævintýraleit til Glasgow. Fyrst vann ég á elliheimili í borginni og sem au-pair. Þetta var svona ævintýraþrá. Hins vegar hef ég alltaf haft það best í Skutulsfirðinum heima í þeirri fjalladýrð sem þar ríkir.“ Ísafjörður hefur ávallt skipað stóran sess í lífi Ásthildar. Nær allur starfsaldur hennar hefur farið í það að fegra bæinn og gera ásýnd hans sem ákjósanlegasta fyrir augað. „Ég var garðyrkjustjóri Ísafjarðarbæjar í um þrjátíu ár og hætti hjá bænum bara fyrir nokkrum árum og fór á eftirlaun. Hins vegar held ég áfram að vera með garðyrkjustöðina mína hér við heimilið mitt.“ Ásthildi finnst hún ekki geta hætt garðyrkjunni að öllu leyti; hún iðki ennþá þessa list sína. Þegar viðfangsefni líkt og garðyrkja eigi hug manns allan alla ævi sé ekki hægt að slíta sig frá þeirri iðju og henni finnist gaman að stússast í þessu. „Hins vegar er það mín tilfinning að það hafi aldrei verið eins mikið að gera hjá mér síðan ég hætti að vinna og fór á eftirlaun.“ Veturnir á Ísafirði, snjóþyngsli með tilheyrandi óþægindum, eru að mati Ásthildar alls ekki vandamál. Tekur hún veðri og lífsins ólgusjó af miklu æðruleysi. „Jú, jú, það getur verið snjór hérna en maður tekur því bara. Hvernig getur maður kunnað að meta það góða ef maður hefur aldrei kynnst því slæma?“ Ásthildur hefur í gegnum tíðina einnig verið dugleg við texta- og lagasmíðar. Vestfirska kvennahljómsveitin Sokkabandið er án nokkurs vafa sú frægasta sem hún hefur starfað með og kom hún aftur saman fyrir nokkrum árum og spilaði á hátíðinni Aldrei fór ég suður. „Já, árið 1985 gaf ég út vínylbreiðskífu þar sem ég samdi bæði öll lög og alla texta. Ég byrjaði hins vegar ung að syngja og hef tekið þátt í hinum ýmsu hljómsveitum allt frá sextán ára aldri, eða allt frá því að syngja með frændum mínum í BG, Balda og Kalla, og upp í Sokkabandið.“ Saman eiga þau hjónin fimm börn úr mismunandi áttum. Hún sér fyrir sér gleði og ánægju næstu árin í rólegu og góðu samfélagi á Vestfjörðum. „Á meðan ég hef heilsu til og líður vel þá mun ég halda mínu striki líkt og ég hef gert síðustu ár. Á Ísafirði er gott að vera, vinalegt samfélag þar sem maður þekkir flesta, fjarri ys og þys stórborgarinnar. „Hér er gott að ala upp börn og kvöldstillurnar eru góðar.“
Aldrei fór ég suður Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Sjá meira