„Af hverju má til dæmis Elin Hirst bera ættarnafnið Hirst en ég ekki Gnarr?“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. júlí 2014 16:17 Vísir/Daníel Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóri, hefur að undanförnu fjallað mikið um mannanafnanefnd á Facebook-síðu sinni. Þar kemur fram að honum þyki sérkennilegt að ekki mega heita ákveðnum eftirnöfnum hér á landi. Í gær varpaði hann fram spurningunni af hverju hann mætti ekki bera eftirnafnið Gnarr, en þingkonan Elín Hirst mætti bara sitt eftirnafn:„Á Íslandi má heita Jesus. Mannanafnanefnd ræður þar engu um. Skiptir engu máli hvort það er skrifað með ú-i eða u-i. Það má líka heita Muhamed eða Muhammed. Mannanafnalögin ná nefnilega aðeins yfir hluta Íslendinga. Hverskonar lög eru það sem mismuna fólki á þennan hátt? Afhverju má td. Elin Hirst bera ættarnafnið Hirst en ég ekki Gnarr? Er Hirst flottara? Íslenskara? Eru öll dýrin jöfn en bara sum jafnari en önnur? Svarið mér í Jesu nafni!“ Með færslunni birti hann skjáskot af Íslendingabók sem sýndi fjölda manns sem bera nafnið Jesus eða Jesús.Hér má sjá skjáskotið sem Jón Gnarr birti.Vísir/SkjáskotJón Gnarr hélt áfram vangaveltum sínum og leitaði að nafninu Smith í Íslendingabók. „Leitaði að „Smith“ á landinu þar sem ættarnöfn eru bönnuð með lögum. Athyglisverð leitarniðurstaða“. Með því fylgdi skjáskot sem sýndi að 150 manns bera eftirnafnið Smith. Jón hefur áður tjáð sig um mannanafnalög. Í desember 2012 skrifaði hann: „Þetta eru einhver mestu ólög sem finnast hér á landi á. Ekki eru þau bara kjánaleg heldur mismuna þau fólki.“ Í nóvember í fyrra óskaði hann þess opinberlega að fá nýtt ríkisfang, því hann hefur ekki fengið nafnið Gnarr samþykkt hjá Þjóðskrá. Hann vakti athygli á því að hann megi ekki taka upp eftirnafnið Gnarr, en hann geti flutt til útlanda, skipt um nafn og síðan flutt aftur til Íslands og fengið nafnið samþykkt þannig:„Ég hef ekki efni á því að fara í mál við ríkið. Og ég gæti tapað. En ég gæti flutt til annars lands þar sem nafnið mitt yrði samþykkt og þar af leiðandi yrði það sjálfkrafa samþykkt hér. Ekkert vandamál. Svo hvar get ég fengið ríkisborgararétt? Einhverjar hugmyndir? Ég heiti Jón. Jón Gnarr. Getur einhver hjálpað mér?“ Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Sjá meira
Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóri, hefur að undanförnu fjallað mikið um mannanafnanefnd á Facebook-síðu sinni. Þar kemur fram að honum þyki sérkennilegt að ekki mega heita ákveðnum eftirnöfnum hér á landi. Í gær varpaði hann fram spurningunni af hverju hann mætti ekki bera eftirnafnið Gnarr, en þingkonan Elín Hirst mætti bara sitt eftirnafn:„Á Íslandi má heita Jesus. Mannanafnanefnd ræður þar engu um. Skiptir engu máli hvort það er skrifað með ú-i eða u-i. Það má líka heita Muhamed eða Muhammed. Mannanafnalögin ná nefnilega aðeins yfir hluta Íslendinga. Hverskonar lög eru það sem mismuna fólki á þennan hátt? Afhverju má td. Elin Hirst bera ættarnafnið Hirst en ég ekki Gnarr? Er Hirst flottara? Íslenskara? Eru öll dýrin jöfn en bara sum jafnari en önnur? Svarið mér í Jesu nafni!“ Með færslunni birti hann skjáskot af Íslendingabók sem sýndi fjölda manns sem bera nafnið Jesus eða Jesús.Hér má sjá skjáskotið sem Jón Gnarr birti.Vísir/SkjáskotJón Gnarr hélt áfram vangaveltum sínum og leitaði að nafninu Smith í Íslendingabók. „Leitaði að „Smith“ á landinu þar sem ættarnöfn eru bönnuð með lögum. Athyglisverð leitarniðurstaða“. Með því fylgdi skjáskot sem sýndi að 150 manns bera eftirnafnið Smith. Jón hefur áður tjáð sig um mannanafnalög. Í desember 2012 skrifaði hann: „Þetta eru einhver mestu ólög sem finnast hér á landi á. Ekki eru þau bara kjánaleg heldur mismuna þau fólki.“ Í nóvember í fyrra óskaði hann þess opinberlega að fá nýtt ríkisfang, því hann hefur ekki fengið nafnið Gnarr samþykkt hjá Þjóðskrá. Hann vakti athygli á því að hann megi ekki taka upp eftirnafnið Gnarr, en hann geti flutt til útlanda, skipt um nafn og síðan flutt aftur til Íslands og fengið nafnið samþykkt þannig:„Ég hef ekki efni á því að fara í mál við ríkið. Og ég gæti tapað. En ég gæti flutt til annars lands þar sem nafnið mitt yrði samþykkt og þar af leiðandi yrði það sjálfkrafa samþykkt hér. Ekkert vandamál. Svo hvar get ég fengið ríkisborgararétt? Einhverjar hugmyndir? Ég heiti Jón. Jón Gnarr. Getur einhver hjálpað mér?“
Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Sjá meira