„Af hverju má til dæmis Elin Hirst bera ættarnafnið Hirst en ég ekki Gnarr?“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. júlí 2014 16:17 Vísir/Daníel Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóri, hefur að undanförnu fjallað mikið um mannanafnanefnd á Facebook-síðu sinni. Þar kemur fram að honum þyki sérkennilegt að ekki mega heita ákveðnum eftirnöfnum hér á landi. Í gær varpaði hann fram spurningunni af hverju hann mætti ekki bera eftirnafnið Gnarr, en þingkonan Elín Hirst mætti bara sitt eftirnafn:„Á Íslandi má heita Jesus. Mannanafnanefnd ræður þar engu um. Skiptir engu máli hvort það er skrifað með ú-i eða u-i. Það má líka heita Muhamed eða Muhammed. Mannanafnalögin ná nefnilega aðeins yfir hluta Íslendinga. Hverskonar lög eru það sem mismuna fólki á þennan hátt? Afhverju má td. Elin Hirst bera ættarnafnið Hirst en ég ekki Gnarr? Er Hirst flottara? Íslenskara? Eru öll dýrin jöfn en bara sum jafnari en önnur? Svarið mér í Jesu nafni!“ Með færslunni birti hann skjáskot af Íslendingabók sem sýndi fjölda manns sem bera nafnið Jesus eða Jesús.Hér má sjá skjáskotið sem Jón Gnarr birti.Vísir/SkjáskotJón Gnarr hélt áfram vangaveltum sínum og leitaði að nafninu Smith í Íslendingabók. „Leitaði að „Smith“ á landinu þar sem ættarnöfn eru bönnuð með lögum. Athyglisverð leitarniðurstaða“. Með því fylgdi skjáskot sem sýndi að 150 manns bera eftirnafnið Smith. Jón hefur áður tjáð sig um mannanafnalög. Í desember 2012 skrifaði hann: „Þetta eru einhver mestu ólög sem finnast hér á landi á. Ekki eru þau bara kjánaleg heldur mismuna þau fólki.“ Í nóvember í fyrra óskaði hann þess opinberlega að fá nýtt ríkisfang, því hann hefur ekki fengið nafnið Gnarr samþykkt hjá Þjóðskrá. Hann vakti athygli á því að hann megi ekki taka upp eftirnafnið Gnarr, en hann geti flutt til útlanda, skipt um nafn og síðan flutt aftur til Íslands og fengið nafnið samþykkt þannig:„Ég hef ekki efni á því að fara í mál við ríkið. Og ég gæti tapað. En ég gæti flutt til annars lands þar sem nafnið mitt yrði samþykkt og þar af leiðandi yrði það sjálfkrafa samþykkt hér. Ekkert vandamál. Svo hvar get ég fengið ríkisborgararétt? Einhverjar hugmyndir? Ég heiti Jón. Jón Gnarr. Getur einhver hjálpað mér?“ Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóri, hefur að undanförnu fjallað mikið um mannanafnanefnd á Facebook-síðu sinni. Þar kemur fram að honum þyki sérkennilegt að ekki mega heita ákveðnum eftirnöfnum hér á landi. Í gær varpaði hann fram spurningunni af hverju hann mætti ekki bera eftirnafnið Gnarr, en þingkonan Elín Hirst mætti bara sitt eftirnafn:„Á Íslandi má heita Jesus. Mannanafnanefnd ræður þar engu um. Skiptir engu máli hvort það er skrifað með ú-i eða u-i. Það má líka heita Muhamed eða Muhammed. Mannanafnalögin ná nefnilega aðeins yfir hluta Íslendinga. Hverskonar lög eru það sem mismuna fólki á þennan hátt? Afhverju má td. Elin Hirst bera ættarnafnið Hirst en ég ekki Gnarr? Er Hirst flottara? Íslenskara? Eru öll dýrin jöfn en bara sum jafnari en önnur? Svarið mér í Jesu nafni!“ Með færslunni birti hann skjáskot af Íslendingabók sem sýndi fjölda manns sem bera nafnið Jesus eða Jesús.Hér má sjá skjáskotið sem Jón Gnarr birti.Vísir/SkjáskotJón Gnarr hélt áfram vangaveltum sínum og leitaði að nafninu Smith í Íslendingabók. „Leitaði að „Smith“ á landinu þar sem ættarnöfn eru bönnuð með lögum. Athyglisverð leitarniðurstaða“. Með því fylgdi skjáskot sem sýndi að 150 manns bera eftirnafnið Smith. Jón hefur áður tjáð sig um mannanafnalög. Í desember 2012 skrifaði hann: „Þetta eru einhver mestu ólög sem finnast hér á landi á. Ekki eru þau bara kjánaleg heldur mismuna þau fólki.“ Í nóvember í fyrra óskaði hann þess opinberlega að fá nýtt ríkisfang, því hann hefur ekki fengið nafnið Gnarr samþykkt hjá Þjóðskrá. Hann vakti athygli á því að hann megi ekki taka upp eftirnafnið Gnarr, en hann geti flutt til útlanda, skipt um nafn og síðan flutt aftur til Íslands og fengið nafnið samþykkt þannig:„Ég hef ekki efni á því að fara í mál við ríkið. Og ég gæti tapað. En ég gæti flutt til annars lands þar sem nafnið mitt yrði samþykkt og þar af leiðandi yrði það sjálfkrafa samþykkt hér. Ekkert vandamál. Svo hvar get ég fengið ríkisborgararétt? Einhverjar hugmyndir? Ég heiti Jón. Jón Gnarr. Getur einhver hjálpað mér?“
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira