Slegist um markvarðarstöðuna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. mars 2014 06:00 Guðbjörg er markvörður stórliðs Potsdam í Þýskalandi. fréttablaðið/getty Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins, valdi í gær 20 leikmenn fyrir mikilvæga leiki í undankeppni HM 2015. Leikið verður gegn Ísrael og Möltu ytra í upphafi næsta mánaðar en stelpurnar okkar eru með þrjú stig að loknum tveimur leikjum. Undankeppnin hófst á svekkjandi tapi gegn Sviss sem hefur farið á kostum í riðlinum til þessa en stelpurnar sýndu hvað býr í þeim með frábærri frammistöðu á æfingamótinu í Algarve í síðasta mánuðu þar sem þær nældu sér í bronsverðlaun. Freyr sagði á blaðamannafundi KSÍ gær að hann væri afar ánægður með ferðina til Portúgals. Bæði hafi árangurinn verið góður og ferðin nýst vel til að undirbúa liðið fyrir komandi átök. „Við unnum í fjölmörgum þáttum sem við þurftum að bæta í okkar leik og bættum bæði leikgleðina og liðsheildina. Það var mikilvægt,“ sagði Freyr í gær. Fá forföll eru í liðinu að þessu sinni en þess má geta að Sif Atladóttir er þó enn að ná sér eftir erfið meiðsli. Freyr fer með níu atvinnumenn út með sér, þar af tvo markverði en þjálfarinn segist ekki hafa útnefnt sérstakan aðalmarkvörð liðsins. „Þóra [Björg Helgadóttir] og Guðbjörg [Gunnarsdóttir] hafa báðar sína kosti,“ útskýrði Freyr. „Það fer eftir hverju verkefni fyrir sig hver muni verja mark Íslands.“ Hann sagði einnig að Sandra Sigurðardóttir, markvörður Stjörnunnar, hafi sýnt á Algarve-mótinu að hún eigi fullt erindi í landsliðið. „Hún hélt hreinu gegn Kína og stóð sig frábærlega. Að mínu mati eigum við þrjá frábæra markverði sem allar eiga möguleika á að spila í byrjunarliði Íslands.“Landsliðshópur íslandsMarkverðir - Leikir Þóra Björg Helgadóttir, FC Rosengård 101 Guðbjörg Gunnarsdóttir, Turbine Potsdam 30 Sandra Sigurðardóttir, Stjörnunni 7Varnarmenn - Leikir/mörk Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Val 66/2 Hallbera Guðný Gísladóttir, Torres 50/1 Glódís Perla Viggósdóttir, Stjörnunni 17 Mist Edvardsdóttir, Val 12/1 Elísa Viðarsdóttir, Kristianstad 12 Anna Björk Kristjánsdóttir, Stjörnunni 4 Miðjumenn: Dóra María Lárusdóttir, Val 100/15 Sara Björk Gunnarsdóttir, FC Rosengård 70/15 Katrín Ómarsdóttir, Liverpool 61/10 Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki 59/3 Dagný Brynjarsdóttir, Selfossi 40/4 Þórunn Helga Jónsdóttir, Avaldsnes 13 Ásgerður S. Baldursdóttir, Stjörnunni 3Framherjar: Fanndís Friðriksdóttir, Arna-Björnar 47/3 Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni 38/3 Hólmfríður Magnúsdóttir, Avaldsnes 87/32 Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfossi 2 Fótbolti Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Fleiri fréttir Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins, valdi í gær 20 leikmenn fyrir mikilvæga leiki í undankeppni HM 2015. Leikið verður gegn Ísrael og Möltu ytra í upphafi næsta mánaðar en stelpurnar okkar eru með þrjú stig að loknum tveimur leikjum. Undankeppnin hófst á svekkjandi tapi gegn Sviss sem hefur farið á kostum í riðlinum til þessa en stelpurnar sýndu hvað býr í þeim með frábærri frammistöðu á æfingamótinu í Algarve í síðasta mánuðu þar sem þær nældu sér í bronsverðlaun. Freyr sagði á blaðamannafundi KSÍ gær að hann væri afar ánægður með ferðina til Portúgals. Bæði hafi árangurinn verið góður og ferðin nýst vel til að undirbúa liðið fyrir komandi átök. „Við unnum í fjölmörgum þáttum sem við þurftum að bæta í okkar leik og bættum bæði leikgleðina og liðsheildina. Það var mikilvægt,“ sagði Freyr í gær. Fá forföll eru í liðinu að þessu sinni en þess má geta að Sif Atladóttir er þó enn að ná sér eftir erfið meiðsli. Freyr fer með níu atvinnumenn út með sér, þar af tvo markverði en þjálfarinn segist ekki hafa útnefnt sérstakan aðalmarkvörð liðsins. „Þóra [Björg Helgadóttir] og Guðbjörg [Gunnarsdóttir] hafa báðar sína kosti,“ útskýrði Freyr. „Það fer eftir hverju verkefni fyrir sig hver muni verja mark Íslands.“ Hann sagði einnig að Sandra Sigurðardóttir, markvörður Stjörnunnar, hafi sýnt á Algarve-mótinu að hún eigi fullt erindi í landsliðið. „Hún hélt hreinu gegn Kína og stóð sig frábærlega. Að mínu mati eigum við þrjá frábæra markverði sem allar eiga möguleika á að spila í byrjunarliði Íslands.“Landsliðshópur íslandsMarkverðir - Leikir Þóra Björg Helgadóttir, FC Rosengård 101 Guðbjörg Gunnarsdóttir, Turbine Potsdam 30 Sandra Sigurðardóttir, Stjörnunni 7Varnarmenn - Leikir/mörk Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Val 66/2 Hallbera Guðný Gísladóttir, Torres 50/1 Glódís Perla Viggósdóttir, Stjörnunni 17 Mist Edvardsdóttir, Val 12/1 Elísa Viðarsdóttir, Kristianstad 12 Anna Björk Kristjánsdóttir, Stjörnunni 4 Miðjumenn: Dóra María Lárusdóttir, Val 100/15 Sara Björk Gunnarsdóttir, FC Rosengård 70/15 Katrín Ómarsdóttir, Liverpool 61/10 Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki 59/3 Dagný Brynjarsdóttir, Selfossi 40/4 Þórunn Helga Jónsdóttir, Avaldsnes 13 Ásgerður S. Baldursdóttir, Stjörnunni 3Framherjar: Fanndís Friðriksdóttir, Arna-Björnar 47/3 Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni 38/3 Hólmfríður Magnúsdóttir, Avaldsnes 87/32 Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfossi 2
Fótbolti Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Fleiri fréttir Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Sjá meira