"Hvers vegna játar manneskja á sig morð sem hún hefur ekki framið?" Birta Björnsdóttir skrifar 26. mars 2014 20:00 Simon Cox og félagar hans hjá breska ríkisútvarpinu hafa dvalið hér á landi undanfarna vikuna við rannsóknarvinnu og upptökur á heimildarmynd og útvarpsþætti um Guðmundar- og Geirfinnsmálin svokölluðu. „Það eru ekki margir sem þekkja þetta mál utan Íslands,“ segir Simon Cox. Útvarpsþátturinn sem um ræðir nefnist The Report en þar er fjallað um ýmis málefni um heim allan. En hvernig enduðu Simon og félagar á Íslandi? „Við áttum í viðræðum við Gísla Guðjónsson, réttarsálfræðing, og hann sagði okkur frá málinu. Hann hefur komið að aragrúa mála um heim allan en segir þetta mál vera versta réttarmorð sem framið hefur verið,“ segir Simon. Hann tekur viðtöl við sakborninga í málunum, fjölskyldur þeirra og lögfræðinga svo fáir einir séu nefndir. „Þeir einu sem ekki hafa viljað veita okkur viðtöl eru lögreglumennirnir sem komu að rannsókn málsins á sínum tíma. En við vonum að þeir skipti um skoðun, við viljum heyra í öllum sem komu að málinu.“ Simon segir ótalmargt afar áhugavert við Guðmundar og Geirfinnsmálin, sem sannarlega eigi erindi við umheiminn. „Það eru þessar fölsku játningar sem eru svo merkilegar. Hvers vegna játar manneskja á sig morð sem hún hefur ekki framið? Einnig eru dagbækur einhverra sakborninganna sem komu fram fyrir ekki svo löngu áhugaverðar, og veita glænýja sýn á málið,“ segir Simon. Heimildarmyndin og útvarpsþátturinn verða aðgengileg almenningi á vefsíðu BBC í maímánuði. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira
Simon Cox og félagar hans hjá breska ríkisútvarpinu hafa dvalið hér á landi undanfarna vikuna við rannsóknarvinnu og upptökur á heimildarmynd og útvarpsþætti um Guðmundar- og Geirfinnsmálin svokölluðu. „Það eru ekki margir sem þekkja þetta mál utan Íslands,“ segir Simon Cox. Útvarpsþátturinn sem um ræðir nefnist The Report en þar er fjallað um ýmis málefni um heim allan. En hvernig enduðu Simon og félagar á Íslandi? „Við áttum í viðræðum við Gísla Guðjónsson, réttarsálfræðing, og hann sagði okkur frá málinu. Hann hefur komið að aragrúa mála um heim allan en segir þetta mál vera versta réttarmorð sem framið hefur verið,“ segir Simon. Hann tekur viðtöl við sakborninga í málunum, fjölskyldur þeirra og lögfræðinga svo fáir einir séu nefndir. „Þeir einu sem ekki hafa viljað veita okkur viðtöl eru lögreglumennirnir sem komu að rannsókn málsins á sínum tíma. En við vonum að þeir skipti um skoðun, við viljum heyra í öllum sem komu að málinu.“ Simon segir ótalmargt afar áhugavert við Guðmundar og Geirfinnsmálin, sem sannarlega eigi erindi við umheiminn. „Það eru þessar fölsku játningar sem eru svo merkilegar. Hvers vegna játar manneskja á sig morð sem hún hefur ekki framið? Einnig eru dagbækur einhverra sakborninganna sem komu fram fyrir ekki svo löngu áhugaverðar, og veita glænýja sýn á málið,“ segir Simon. Heimildarmyndin og útvarpsþátturinn verða aðgengileg almenningi á vefsíðu BBC í maímánuði.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira