Innlent

Samhæfingarstöð Almannavarna kallar fólk á vakt

Sveinn Arnarsson skrifar
Vísir/Sveinn
Samhæfingarstöð Almannavarna hefur fjölgað starfsmönnum nú eftir hádegi eftir að virkni undir Dyngjujökli jókst. Fjöldi skjálfta hefur mælst í Dyngjujökli síðustu klukkutímana og var stærsti skjálftinn þar um 3.2 að stærð. Ekki hefur áður mælst svo stór skjálfti á þessum slóðum áður.

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar er á leið í loftið nú eftir skamma stund að kanna stöðuna á jöklinum. Mælar Veðurstofunnar sýna að óróinn hefur færst mikið í aukana og hefur ekki mælst svona mikill frá því óróinn hófst á sunnudaginn í síðustu viku. 

Í fréttatilkynningu frá Ríkislögreglustjóra kemur fram að virkni sem hófst aðfararnótt laugardags 16. ágúst hafi haldið áfram óslitið og ekki séu merki um að henni sé að ljúka. Um 25 km langur berggangur hafi myndast undir Dyngjujökli. Gangurinn hefur lítið lengst en kvikuflæði er eftir ganginum og merki eru um að hann sé að greinast í norðaustur endanum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.