Segja grenitré á Íslandi orðin nógu stór til að verða jólatré Kristján Már Unnarsson skrifar 8. apríl 2014 19:45 Fjölmennasti viðburður í boðun jólanna á Íslandi, tendrun ljósanna á Oslóartrénu á Austurvelli, kann að heyra sögunni til. Borgarstjóri Oslóar segist ætla að hætta að gefa Reykvíkingum jólatré. Í 63 ár hefur þetta verið stærsti viðburður á aðventunni í Reykjavík, þúsundir manna mæta jafnan til að fylgjast með því þegar ljósin eru tendruð á Oslóartrénu á Austurvelli. Því bregður mörgum í brún þegar boðað er á að gjöfin verði skorin niður. Reykjavík og Rotterdam hafa trúlega fengið síðasta jólatréð að gjöf, segir Aftenposten. Þannig sparast 180 þúsund norskar krónur eða 3,4 milljónir íslenskra. Ekki er nefnd sú ástæða að jólatréð hafi verið brennt í búsáhaldabyltingunni árið 2009. Heldur sagt að það sé of dýrt, flókið og lítið umhverfisvænt að senda stærðar jólatré um langan veg. Viðbrögðin hérlendis hafa ekki látið á sér standa. „Ætlum að heyra í frændum okkar og vinum í Noregi,“ sagði aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra. „Vinátta Norðmanna við Ísland er ekki einu sinni eins jólatrés virði,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, og sagði þetta bætast við það hvernig Norðmenn og Færeyingar fóru með Ísland í makríldeilunni. Ráðamenn Oslóar benda reyndar á að Íslendingar hafi verið duglegir að planta trjám og eigi orðið sjálfir nægilega stór grenitré, sem skorti árið 1951. Borgarstjóri Oslóar segist vilja ræða við starfsbróður sinn í Reykjavík um að finna aðra leið til að viðhalda þessari gleðilegu jólahefð. Það gæti því orðið síðasta áskorun Jóns Gnarr í embætti að bjarga jólunum í Reykjavík. Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Fjölmennasti viðburður í boðun jólanna á Íslandi, tendrun ljósanna á Oslóartrénu á Austurvelli, kann að heyra sögunni til. Borgarstjóri Oslóar segist ætla að hætta að gefa Reykvíkingum jólatré. Í 63 ár hefur þetta verið stærsti viðburður á aðventunni í Reykjavík, þúsundir manna mæta jafnan til að fylgjast með því þegar ljósin eru tendruð á Oslóartrénu á Austurvelli. Því bregður mörgum í brún þegar boðað er á að gjöfin verði skorin niður. Reykjavík og Rotterdam hafa trúlega fengið síðasta jólatréð að gjöf, segir Aftenposten. Þannig sparast 180 þúsund norskar krónur eða 3,4 milljónir íslenskra. Ekki er nefnd sú ástæða að jólatréð hafi verið brennt í búsáhaldabyltingunni árið 2009. Heldur sagt að það sé of dýrt, flókið og lítið umhverfisvænt að senda stærðar jólatré um langan veg. Viðbrögðin hérlendis hafa ekki látið á sér standa. „Ætlum að heyra í frændum okkar og vinum í Noregi,“ sagði aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra. „Vinátta Norðmanna við Ísland er ekki einu sinni eins jólatrés virði,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, og sagði þetta bætast við það hvernig Norðmenn og Færeyingar fóru með Ísland í makríldeilunni. Ráðamenn Oslóar benda reyndar á að Íslendingar hafi verið duglegir að planta trjám og eigi orðið sjálfir nægilega stór grenitré, sem skorti árið 1951. Borgarstjóri Oslóar segist vilja ræða við starfsbróður sinn í Reykjavík um að finna aðra leið til að viðhalda þessari gleðilegu jólahefð. Það gæti því orðið síðasta áskorun Jóns Gnarr í embætti að bjarga jólunum í Reykjavík.
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira