Innlent

Segir losarabrag á fjármálum Ísafjarðarbæjar

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og fyrrum bæjarstjóri Ísafjarðar.
Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og fyrrum bæjarstjóri Ísafjarðar.
Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar „hafa áhyggjur af þeim losarabrag sem virðist vera á fjármálastjórn bæjarins“, að því er segir í bókun oddvita flokksins við umræður um fjárhagsáætlun á fundi bæjarstjórnar síðastliðinn fimmtudag.

Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir það sjást meðal annars á því að eiginleg frumdrög að fjárhagsáætlun liggi ekki fyrir heldur í raun hugmyndalisti. Þar sé gert ráð fyrir 200 milljóna króna hallarekstri og stórauknum útgjöldum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×