Innlent

Sandgerðisbær kaupir eignir fyrir milljarð

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Sandgerði Bæjarfélagið lýkur nú endurskipulagningu skulda sinna og skuldbindinga.
Sandgerði Bæjarfélagið lýkur nú endurskipulagningu skulda sinna og skuldbindinga. Fréttablaðið/Stefán
Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar hefur samþykkt að kaupa eignir fyrir milljarð af Eignarhaldsfélaginu Fasteign.

Kaupin eru fjármögnuð með láni frá Íslandsbanka.

Eignirnar sem um ræðir eru íþróttamiðstöð bæjarins og eldri bygging grunnskólans.

Byggingarnar voru áður í eigu bæjarins en með kaupunum lýkur aðild Sandgerðisbæjar að Fasteign þar sem engar eignir bæjarins verða eftir þann tíma í eigu eignarhaldsfélagsins.

Samkvæmt fundargerð Sandgerðisbæjar marka kaupin lokaáfanga markmiða sem sett voru um endurskipulagningu skulda og skuldbindinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×