Æ fleiri börn þurfa meðferð vegna stoðkerfisvandamála Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 13. nóvember 2014 11:00 sjúkraþjálfarinn "Foreldrar átta sig kannski ekki á því hvers vegna krakkarnir eru með höfuðverk og hvernig eigi að leysa vandann,“ segir Gauti Grétarsson. fréttablaðið/anton Börnum og unglingum sem koma til sjúkraþjálfara með stoðkerfisvandamál fjölgar verulega. Hluti vandamálanna er mikil kyrrseta og notkun tölva, spjaldtölva og farsíma, að sögn Gauta Grétarssonar sjúkraþjálfara. „Ég hef séð tveggja til þriggja ára krakka með spjaldtölvu og farsíma. Þau venja sig á að vera með hálsinn langt fram fyrir bolinn þar sem þyngdarpunkturinn er. Sitji þau lengi í þessari stöðu veldur þetta höfuðverk, svefntruflunum og alls konar öðrum vandamálum. Það má búast við talsverðum stoðkerfisvandamálum hjá þessum börnum eftir 10 til 15 ár verði ekki gripið í taumana,“ segir Gauti og bætir því við að foreldrar verði að setja reglur um tölvunotkun barnanna og aga sjálfa sig.Búast má við stoðkerfisvandamálum hjá börnum sem sitja lengi með spjaldtölvur.vísir/GETTY„Foreldrar eru að kaupa sér tíma með því að rétta börnunum spjaldtölvurnar. Krakkarnir læra þetta af foreldrunum sem eru sjálfir alltaf í tölvunum. Við erum að fá til okkar fólk sem situr við tölvu átta klukkustundir á dag og er svo með tölvu í fanginu heima í kannski fjórar klukkustundir. Þetta eru kallaðar fartölvur en eru í rauninni fangtölvur. Foreldrar þurfa að leika við börnin í staðinn, fara með þeim út og kenna þeim leiki.“ Gauti tekur það fram að vissulega nái börn einbeitingu og færni í fínhreyfingum við tölvunotkun. „Þau fá hins vegar eingöngu færni í þessum fínhreyfingum. Þau nota mikið bara aðra höndina og hin er farþegi. Höfuðið er fyrir framan bolinn og mikið í hangandi stöðu. Við sem eru eldri náðum færni í fínhreyfingum og einbeitingu með því að vera í til dæmis dúkkulísuleik og smíði flugvélamódela. Við notuðum báðar hendurnar við þessa leiki og við fórum ekki með þetta út í bíl. Við vorum ekki í þessu allan daginn heldur vorum við mikið í leikjum úti.“ Að sögn Gauta missa börn sem eru mikið í tölvum færni í grófhreyfingum. „Þau ná ekki að þroska stoðkerfið og fá heldur ekki útrás fyrir spennu og streitu með því að þjálfa grófhreyfingar með útileikjum og íþróttaiðkun. Þeim eru bara gefin verkjalyf þegar þau verða óþekk og óvær og sofa illa vegna vegna verkja í stoðkerfinu. Foreldrar átta sig kannski ekki á því hvers vegna krakkarnir eru með höfuðverk og hvernig eigi að leysa vandann. Unglingarnir sem eru að koma til okkar í sjúkraþjálfun núna eru þau sem byrjuðu að sitja við tölvur fyrir nokkrum árum. Það verður að takmarka þann tíma sem ung börn eru í tölvum.“ Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira
Börnum og unglingum sem koma til sjúkraþjálfara með stoðkerfisvandamál fjölgar verulega. Hluti vandamálanna er mikil kyrrseta og notkun tölva, spjaldtölva og farsíma, að sögn Gauta Grétarssonar sjúkraþjálfara. „Ég hef séð tveggja til þriggja ára krakka með spjaldtölvu og farsíma. Þau venja sig á að vera með hálsinn langt fram fyrir bolinn þar sem þyngdarpunkturinn er. Sitji þau lengi í þessari stöðu veldur þetta höfuðverk, svefntruflunum og alls konar öðrum vandamálum. Það má búast við talsverðum stoðkerfisvandamálum hjá þessum börnum eftir 10 til 15 ár verði ekki gripið í taumana,“ segir Gauti og bætir því við að foreldrar verði að setja reglur um tölvunotkun barnanna og aga sjálfa sig.Búast má við stoðkerfisvandamálum hjá börnum sem sitja lengi með spjaldtölvur.vísir/GETTY„Foreldrar eru að kaupa sér tíma með því að rétta börnunum spjaldtölvurnar. Krakkarnir læra þetta af foreldrunum sem eru sjálfir alltaf í tölvunum. Við erum að fá til okkar fólk sem situr við tölvu átta klukkustundir á dag og er svo með tölvu í fanginu heima í kannski fjórar klukkustundir. Þetta eru kallaðar fartölvur en eru í rauninni fangtölvur. Foreldrar þurfa að leika við börnin í staðinn, fara með þeim út og kenna þeim leiki.“ Gauti tekur það fram að vissulega nái börn einbeitingu og færni í fínhreyfingum við tölvunotkun. „Þau fá hins vegar eingöngu færni í þessum fínhreyfingum. Þau nota mikið bara aðra höndina og hin er farþegi. Höfuðið er fyrir framan bolinn og mikið í hangandi stöðu. Við sem eru eldri náðum færni í fínhreyfingum og einbeitingu með því að vera í til dæmis dúkkulísuleik og smíði flugvélamódela. Við notuðum báðar hendurnar við þessa leiki og við fórum ekki með þetta út í bíl. Við vorum ekki í þessu allan daginn heldur vorum við mikið í leikjum úti.“ Að sögn Gauta missa börn sem eru mikið í tölvum færni í grófhreyfingum. „Þau ná ekki að þroska stoðkerfið og fá heldur ekki útrás fyrir spennu og streitu með því að þjálfa grófhreyfingar með útileikjum og íþróttaiðkun. Þeim eru bara gefin verkjalyf þegar þau verða óþekk og óvær og sofa illa vegna vegna verkja í stoðkerfinu. Foreldrar átta sig kannski ekki á því hvers vegna krakkarnir eru með höfuðverk og hvernig eigi að leysa vandann. Unglingarnir sem eru að koma til okkar í sjúkraþjálfun núna eru þau sem byrjuðu að sitja við tölvur fyrir nokkrum árum. Það verður að takmarka þann tíma sem ung börn eru í tölvum.“
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira