Innlent

Horfa til byggingar kalkþörungaverksmiðju á Súðavík

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Milli tólf og átján störf, auk afleiddra starfa, gætu skapast. Verksmiðjan gæti verið opnuð í fyrsta lagi árið 2018.
Milli tólf og átján störf, auk afleiddra starfa, gætu skapast. Verksmiðjan gæti verið opnuð í fyrsta lagi árið 2018. Vísir/stefán
Samningaviðræður Íslenska kalkþörungafélagsins og Bolungarvíkur um uppbyggingu kalkþörungaverksmiðju í sveitarfélaginu hafa farið út um þúfur.

Viðræður eru hafnar við Súðavíkurhrepp um mögulega uppbyggingu verksmiðju þar en á bilinu tólf til átján störf gætu orðið til auk afleiddra starfa. Fyrir rekur Ískalk sambærilega verksmiðju á Bíldudal en sú var opnuð árið 2007.

„Það var of langt á milli aðila til að hægt væri að halda áfram,“ segir Einar Sveinn Ólafsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Hann segir að vinna sé enn á frumstigi. Enn eigi eftir að fara í gegnum rannsóknarferli, umhverfismat og útvega tilskilin leyfi en í fyrsta lagi yrði mögulegt að opna verksmiðjuna árið 2018.

„Þegar þessi hugmynd kom upp í sumar var Súðavík fyrsti kostur en strandaði þá á raforkumálum. Nú virðist það vera leyst,“ segir Pétur G. Markan, bæjarstjóri Súðavíkurhrepps.

Pétur bætir við að Íslenska kalkþörungfélagið hafi gert frábæra hluti í Bíldudal og við erum bjartsýn á framhaldið. Það sé þó nauðsynlegt að vinna næstu skref örugglega og af fagmennsku og fara ekki fram úr sér.

Kristján Haraldsson, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða, segir að raforka fyrir verksmiðjuna sé til en nauðsynlegt sé að leggja nýja raflínu til Súðavíkur. Sú framkvæmd væri ekki ókeypis en samkomulag hlyti að vera mögulegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×