Samgöngustofa minnir á mikilvægi þess að hjólandi vegfarendur séu sýnilegir í umferðinni. Nokkuð hefur verið hringt inn til Samgöngustofu síðustu daga og kvartað yfir ljóslausum hjólum. Í sumum tilvikum hefur legið við slysi.
„Þegar skyggja tekur er skylda að vera með ljós á reiðhjólum, hvítt að framan og rautt að aftan. Auk ljósa ber að vera með endurskin á hjólum, bæði að framan og aftan, á fótstigum og í teinum,“ segir í tilkynningu frá Samgöngustofu.
Áríðandi er að fólk yfirfari hjól sín vel og þá er brýnt að foreldrar og forráðamenn hugi sérstaklega vel að öryggisbúnaði á hjólum barna, sérstaklega ljósabúnaði.
Brýna mikilvægi þess að hjólandi vegfarendur séu sýnilegir
Stefán Árni Pálsson skrifar
