Formaður þjóðleikhúsráðs segir upp störfum Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2014 16:50 Veruleg ólga er nú innan Þjóðleikhússins og hefur formaður ráðs þess sagt sig frá því. Ingimundur Sigfússon, sem hefur verið formaður þjóðleikhúsráðs, hefur sagt sig frá ráðinu. Illugi Gunnarsson skipaði nýtt Þjóðleikhúsráð í upphafi þessa árs og voru þá auk Ingimundar Herdís Þórðardóttir varaformaður og Ragnar Kjartansson skipuð. Öll án tilnefningar en auk þeirra sitja í ráðinu Randver Þorláksson fyrir hönd Félags íslenskra leikara og Agnar Jón Egilsson frá félagi leikstjóra á Íslandi. Ráðið er skipað til fjögurra ára. Málefni þjóðleikhússins hafa verið í deiglunni undanfarna daga en dregist hefur úr hömlu að skipa nýjan þjóðleikhússtjóra. Tinna Gunnlaugsdóttir lætur af störfum um áramót og er því tíminn sem nýjum Þjóðleikhússtjóra er ætlaður til að setja sig inn í starfið af skornum skammti. Vísir ræddi stuttlega við Ingimund í vikunni og þá sagði hann að ráðið væri búið að skila frá sér áliti og hann hefði ekkert með það að gera, það væri í höndum ráðuneytisins; Illuga. Samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum Vísis verður tilkynnt um nýjan Þjóðleikhússtjóra á morgun. Ekkert liggur fyrir um ástæður þess að Ingimundur segir sig úr ráðinu, ekki hefur náðst í hann til að inna eftir því hvort hann sé ósáttur, þá með það hversu lengi hefur dregist að skipa Þjóðleikhússtjóra, hvort óánægja hans snúi að því hvern skal ráða og að ráðuneytið hafi þá ekki viljað taka tillit til álits ráðsins, eða hvað. Vel má vera að persónulegar ástæður búi að baki því að Ingimundur vill fara frá, en ráðið fundar á morgun. Tengdar fréttir Vandræðagangur við skipan þjóðleikhússtjóra Margir innan leikhúsheimsins furða sig á því hvernig á því stendur að ekki er búið að skipa í stöðu þjóðleikhússtjóra en umsóknarfrestur rann út 1. september. 12. nóvember 2014 10:28 Tinna aftur á leiksviðið Fyrsti samlestur á Sjálfstæðu fólki var í morgun. Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri mun leikstýra jólasýningu Þjóðleikhússins. 14. október 2014 13:13 Tíu sóttu um starf þjóðleikhússtjóra Skipað er í stöðuna til fimm ára og mun sá útvaldi hefja störf þann 1. janúar næstkomandi. 3. september 2014 16:02 Krísa innan Þjóðleikhússins Upp er komin flókin og erfið staða innan Þjóðleikhússins vegna hugsanlegra hagsmunatengsla Tinnu Gunnlaugsdóttur Þjóðleikhússtjóra en til stendur að hún taki að sér tvö hlutverk á sviðinu þar innan tíðar. 11. október 2014 07:00 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Ingimundur Sigfússon, sem hefur verið formaður þjóðleikhúsráðs, hefur sagt sig frá ráðinu. Illugi Gunnarsson skipaði nýtt Þjóðleikhúsráð í upphafi þessa árs og voru þá auk Ingimundar Herdís Þórðardóttir varaformaður og Ragnar Kjartansson skipuð. Öll án tilnefningar en auk þeirra sitja í ráðinu Randver Þorláksson fyrir hönd Félags íslenskra leikara og Agnar Jón Egilsson frá félagi leikstjóra á Íslandi. Ráðið er skipað til fjögurra ára. Málefni þjóðleikhússins hafa verið í deiglunni undanfarna daga en dregist hefur úr hömlu að skipa nýjan þjóðleikhússtjóra. Tinna Gunnlaugsdóttir lætur af störfum um áramót og er því tíminn sem nýjum Þjóðleikhússtjóra er ætlaður til að setja sig inn í starfið af skornum skammti. Vísir ræddi stuttlega við Ingimund í vikunni og þá sagði hann að ráðið væri búið að skila frá sér áliti og hann hefði ekkert með það að gera, það væri í höndum ráðuneytisins; Illuga. Samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum Vísis verður tilkynnt um nýjan Þjóðleikhússtjóra á morgun. Ekkert liggur fyrir um ástæður þess að Ingimundur segir sig úr ráðinu, ekki hefur náðst í hann til að inna eftir því hvort hann sé ósáttur, þá með það hversu lengi hefur dregist að skipa Þjóðleikhússtjóra, hvort óánægja hans snúi að því hvern skal ráða og að ráðuneytið hafi þá ekki viljað taka tillit til álits ráðsins, eða hvað. Vel má vera að persónulegar ástæður búi að baki því að Ingimundur vill fara frá, en ráðið fundar á morgun.
Tengdar fréttir Vandræðagangur við skipan þjóðleikhússtjóra Margir innan leikhúsheimsins furða sig á því hvernig á því stendur að ekki er búið að skipa í stöðu þjóðleikhússtjóra en umsóknarfrestur rann út 1. september. 12. nóvember 2014 10:28 Tinna aftur á leiksviðið Fyrsti samlestur á Sjálfstæðu fólki var í morgun. Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri mun leikstýra jólasýningu Þjóðleikhússins. 14. október 2014 13:13 Tíu sóttu um starf þjóðleikhússtjóra Skipað er í stöðuna til fimm ára og mun sá útvaldi hefja störf þann 1. janúar næstkomandi. 3. september 2014 16:02 Krísa innan Þjóðleikhússins Upp er komin flókin og erfið staða innan Þjóðleikhússins vegna hugsanlegra hagsmunatengsla Tinnu Gunnlaugsdóttur Þjóðleikhússtjóra en til stendur að hún taki að sér tvö hlutverk á sviðinu þar innan tíðar. 11. október 2014 07:00 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Vandræðagangur við skipan þjóðleikhússtjóra Margir innan leikhúsheimsins furða sig á því hvernig á því stendur að ekki er búið að skipa í stöðu þjóðleikhússtjóra en umsóknarfrestur rann út 1. september. 12. nóvember 2014 10:28
Tinna aftur á leiksviðið Fyrsti samlestur á Sjálfstæðu fólki var í morgun. Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri mun leikstýra jólasýningu Þjóðleikhússins. 14. október 2014 13:13
Tíu sóttu um starf þjóðleikhússtjóra Skipað er í stöðuna til fimm ára og mun sá útvaldi hefja störf þann 1. janúar næstkomandi. 3. september 2014 16:02
Krísa innan Þjóðleikhússins Upp er komin flókin og erfið staða innan Þjóðleikhússins vegna hugsanlegra hagsmunatengsla Tinnu Gunnlaugsdóttur Þjóðleikhússtjóra en til stendur að hún taki að sér tvö hlutverk á sviðinu þar innan tíðar. 11. október 2014 07:00