Mótmælin skiluðu árangri: Lækka verð á kaffi, hafragraut og súpu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2014 19:06 Mótmælin voru á föstudaginn og viku seinna skila þau árangri þar sem verð lækkar á morgun. Vísir/Valli/Ernir Vöruverð lækkar í Málinu, matsölu stúdenta í Háskólanum í Reykjavík, á morgun. Þá verður vöruúrval bætt og þjónusta einnig. Breytingarnar koma viku eftir að stúdentar við skólann mótmæltu háu vöruverði, þjónustu og vöruúrvali í matsölunni. Andri Sigurðsson, formaður Stúdentafélags HR, segist ánægður með hversu hratt málið leystist. „Framkvæmdastjóri Málsins hafði samband við okkur þegar boðað var til mótmælanna. Við settumst svo niður með henni um helgina og vorum þá með lista yfir það sem við höfðum heyrt frá stúdentum að mætti bæta. Það var meðal annars vöruúrvalið og verðið en einnig hvað það voru fáar boðleiðir til að láta þau hjá Málinu vita hvað mætti betur fara. Það verður því einnig bætt úr því og fundinn farvegur fyrir það hvernig stúdentar geta komið sínum skoðunum á framfæri,“ segir Andri í samtali við Vísi. Aðspurður hvort að skjót viðbrögð Málsins hafi komið Andra á óvart segir hann: „Bæði já og nei. Ég hafði ekki verið í neinum samskiptum við stjórnendur Málsins fyrr. Við, stúdentar, og svo starfsfólk skólans erum hins vegar eini markhópur matsölunnar. Ég held því að þau hafi kannski áttað sig á að því að þau áttu ekki neina aðra kosti en að koma til móts við okkur. Þau vita einfaldlega að ef að fólk er ósátt þá bara sleppir það því að versla við Málið.“Andri Sigurðsson, formaður Stúdentafélags HRVísir/ErnirAndri segist halda að það verði meira samstarf á milli Málsins og Stúdentafélagsins í framtíðinni. „Þetta snýst bara um að hlusta á hvað fólkið vill og finna einhvern milliveg. Það er kannski ekki alltaf hægt að koma til móts við alla og við verðum að skilja það en breytingarnar sem taka gildi á morgun eru án efa til mikilla bóta.“ Á meðal þess sem lækkar í verði á morgun eru súpur, hafragrautur, kaffi og ábót á heitum mat. Tengdar fréttir Nemendur Háskólans í Reykjavík mótmæla með nesti Ætla ekki að versla við veitingsölu skólans vegna lélegrar þjónustu og vöruverðs. 6. nóvember 2014 22:58 Vilja heiðarlegan og brosmildan starfsmann í Málið strax Málið, veitingasala Háskólans í Reykjavík, auglýsir eftir starfsmanni í afgreiðslu aðeins fjórum dögum eftir mótmæli nemenda skólans. 11. nóvember 2014 13:34 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Sjá meira
Vöruverð lækkar í Málinu, matsölu stúdenta í Háskólanum í Reykjavík, á morgun. Þá verður vöruúrval bætt og þjónusta einnig. Breytingarnar koma viku eftir að stúdentar við skólann mótmæltu háu vöruverði, þjónustu og vöruúrvali í matsölunni. Andri Sigurðsson, formaður Stúdentafélags HR, segist ánægður með hversu hratt málið leystist. „Framkvæmdastjóri Málsins hafði samband við okkur þegar boðað var til mótmælanna. Við settumst svo niður með henni um helgina og vorum þá með lista yfir það sem við höfðum heyrt frá stúdentum að mætti bæta. Það var meðal annars vöruúrvalið og verðið en einnig hvað það voru fáar boðleiðir til að láta þau hjá Málinu vita hvað mætti betur fara. Það verður því einnig bætt úr því og fundinn farvegur fyrir það hvernig stúdentar geta komið sínum skoðunum á framfæri,“ segir Andri í samtali við Vísi. Aðspurður hvort að skjót viðbrögð Málsins hafi komið Andra á óvart segir hann: „Bæði já og nei. Ég hafði ekki verið í neinum samskiptum við stjórnendur Málsins fyrr. Við, stúdentar, og svo starfsfólk skólans erum hins vegar eini markhópur matsölunnar. Ég held því að þau hafi kannski áttað sig á að því að þau áttu ekki neina aðra kosti en að koma til móts við okkur. Þau vita einfaldlega að ef að fólk er ósátt þá bara sleppir það því að versla við Málið.“Andri Sigurðsson, formaður Stúdentafélags HRVísir/ErnirAndri segist halda að það verði meira samstarf á milli Málsins og Stúdentafélagsins í framtíðinni. „Þetta snýst bara um að hlusta á hvað fólkið vill og finna einhvern milliveg. Það er kannski ekki alltaf hægt að koma til móts við alla og við verðum að skilja það en breytingarnar sem taka gildi á morgun eru án efa til mikilla bóta.“ Á meðal þess sem lækkar í verði á morgun eru súpur, hafragrautur, kaffi og ábót á heitum mat.
Tengdar fréttir Nemendur Háskólans í Reykjavík mótmæla með nesti Ætla ekki að versla við veitingsölu skólans vegna lélegrar þjónustu og vöruverðs. 6. nóvember 2014 22:58 Vilja heiðarlegan og brosmildan starfsmann í Málið strax Málið, veitingasala Háskólans í Reykjavík, auglýsir eftir starfsmanni í afgreiðslu aðeins fjórum dögum eftir mótmæli nemenda skólans. 11. nóvember 2014 13:34 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Sjá meira
Nemendur Háskólans í Reykjavík mótmæla með nesti Ætla ekki að versla við veitingsölu skólans vegna lélegrar þjónustu og vöruverðs. 6. nóvember 2014 22:58
Vilja heiðarlegan og brosmildan starfsmann í Málið strax Málið, veitingasala Háskólans í Reykjavík, auglýsir eftir starfsmanni í afgreiðslu aðeins fjórum dögum eftir mótmæli nemenda skólans. 11. nóvember 2014 13:34