Vill að læknar greini frá kröfum sínum Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 30. desember 2014 13:34 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að kröfur lækna séualgjörlega óraunhæfar. Vísir/GVA Ríkisstjórnin kom saman til fundar í morgun og var læknadeilan meðal annars rædd þar. Ráðherrar hafa áhyggjur af stöðu mála í deilunni. „Auðvitað höfum við haft áhyggjur af verkfallsaðgerðum lækna og þessari deilu. Við höfum fyrir okkar leyti boðið kjarabætur sem vel rúmlega mæta þeim væntingum sem að við töldum að menn hefðu. Þess vegna verðum við fyrir sárum vonbrigðum þegar við sjáum yfirlýsingar á borð við þær sem hafa komið að undanförnu og að hér skuli allt stefna í verkfall,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Bjarni segir að stjórnvöld hafi teygt sig langt til þess að koma til móts við lækna. „Ég segi það bara fullum fetum að það sem boðið hefur verið af hálfu ríkisins ber skýr merki þess að menn hafi hlustað eftir því að það þurfi að kalla heim lækna sem eru erlendis, að við þurfum að gera breytingar á kjörum lækna með það að markmiði að jafna stöðu þeirra miðað við launaþróun annarra og þar fram eftir götunum.“ Hann segir hins vegar að þær kröfur sem læknar hafi sett fram, nú síðast í gær, séu algjörlega óraunhæfar. „Það væri eiginlega bara best að læknar myndu nú stíga fram og gera opinberlega fyrir þeim kröfum sem þeir hafa sett fram og að þeir skuli ætla að fara í viðamiklar verkfallsaðgerðir verði ekki gengið að þeim kröfum. Þá skal ég gefa upp útreikninga ríkisins á kostnaðaraukningu ríkisins vegna þeirra krafna.“Segja að samningsaðilum sé óheimilt að greina frá kröfum sínum Í yfirlýsingu sem Raddir íslenskra lækna hafa sent frá sér kemur fram að samningsaðilum sé óheimilt að tjá sig um kröfur sínar eða tölur í fjölmiðlum. Ríkissáttasemjari hafa seinast ítrekað það við samningsaðila. Raddir íslenskra lækna segja að fjármálaráðherra sé kunnugt um þetta og því sé hvatning hans til lækna um að greina frá kröfum sínum „lúaleg tilraun til að afvegaleiða og spilla samningaviðræðum.“ Læknar hafi þar að auki virt þennan trúnað þó að fjármálaráðherra hafi kosið að gera það ekki. Samningafundur í læknadeilunni hófst klukkan 10:30 í morgun og var hlé gert á viðræðunum nú rétt eftir hádegi. Fundi verður framhaldið klukkan 15 í dag. Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira
Ríkisstjórnin kom saman til fundar í morgun og var læknadeilan meðal annars rædd þar. Ráðherrar hafa áhyggjur af stöðu mála í deilunni. „Auðvitað höfum við haft áhyggjur af verkfallsaðgerðum lækna og þessari deilu. Við höfum fyrir okkar leyti boðið kjarabætur sem vel rúmlega mæta þeim væntingum sem að við töldum að menn hefðu. Þess vegna verðum við fyrir sárum vonbrigðum þegar við sjáum yfirlýsingar á borð við þær sem hafa komið að undanförnu og að hér skuli allt stefna í verkfall,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Bjarni segir að stjórnvöld hafi teygt sig langt til þess að koma til móts við lækna. „Ég segi það bara fullum fetum að það sem boðið hefur verið af hálfu ríkisins ber skýr merki þess að menn hafi hlustað eftir því að það þurfi að kalla heim lækna sem eru erlendis, að við þurfum að gera breytingar á kjörum lækna með það að markmiði að jafna stöðu þeirra miðað við launaþróun annarra og þar fram eftir götunum.“ Hann segir hins vegar að þær kröfur sem læknar hafi sett fram, nú síðast í gær, séu algjörlega óraunhæfar. „Það væri eiginlega bara best að læknar myndu nú stíga fram og gera opinberlega fyrir þeim kröfum sem þeir hafa sett fram og að þeir skuli ætla að fara í viðamiklar verkfallsaðgerðir verði ekki gengið að þeim kröfum. Þá skal ég gefa upp útreikninga ríkisins á kostnaðaraukningu ríkisins vegna þeirra krafna.“Segja að samningsaðilum sé óheimilt að greina frá kröfum sínum Í yfirlýsingu sem Raddir íslenskra lækna hafa sent frá sér kemur fram að samningsaðilum sé óheimilt að tjá sig um kröfur sínar eða tölur í fjölmiðlum. Ríkissáttasemjari hafa seinast ítrekað það við samningsaðila. Raddir íslenskra lækna segja að fjármálaráðherra sé kunnugt um þetta og því sé hvatning hans til lækna um að greina frá kröfum sínum „lúaleg tilraun til að afvegaleiða og spilla samningaviðræðum.“ Læknar hafi þar að auki virt þennan trúnað þó að fjármálaráðherra hafi kosið að gera það ekki. Samningafundur í læknadeilunni hófst klukkan 10:30 í morgun og var hlé gert á viðræðunum nú rétt eftir hádegi. Fundi verður framhaldið klukkan 15 í dag.
Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira