Vill að læknar greini frá kröfum sínum Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 30. desember 2014 13:34 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að kröfur lækna séualgjörlega óraunhæfar. Vísir/GVA Ríkisstjórnin kom saman til fundar í morgun og var læknadeilan meðal annars rædd þar. Ráðherrar hafa áhyggjur af stöðu mála í deilunni. „Auðvitað höfum við haft áhyggjur af verkfallsaðgerðum lækna og þessari deilu. Við höfum fyrir okkar leyti boðið kjarabætur sem vel rúmlega mæta þeim væntingum sem að við töldum að menn hefðu. Þess vegna verðum við fyrir sárum vonbrigðum þegar við sjáum yfirlýsingar á borð við þær sem hafa komið að undanförnu og að hér skuli allt stefna í verkfall,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Bjarni segir að stjórnvöld hafi teygt sig langt til þess að koma til móts við lækna. „Ég segi það bara fullum fetum að það sem boðið hefur verið af hálfu ríkisins ber skýr merki þess að menn hafi hlustað eftir því að það þurfi að kalla heim lækna sem eru erlendis, að við þurfum að gera breytingar á kjörum lækna með það að markmiði að jafna stöðu þeirra miðað við launaþróun annarra og þar fram eftir götunum.“ Hann segir hins vegar að þær kröfur sem læknar hafi sett fram, nú síðast í gær, séu algjörlega óraunhæfar. „Það væri eiginlega bara best að læknar myndu nú stíga fram og gera opinberlega fyrir þeim kröfum sem þeir hafa sett fram og að þeir skuli ætla að fara í viðamiklar verkfallsaðgerðir verði ekki gengið að þeim kröfum. Þá skal ég gefa upp útreikninga ríkisins á kostnaðaraukningu ríkisins vegna þeirra krafna.“Segja að samningsaðilum sé óheimilt að greina frá kröfum sínum Í yfirlýsingu sem Raddir íslenskra lækna hafa sent frá sér kemur fram að samningsaðilum sé óheimilt að tjá sig um kröfur sínar eða tölur í fjölmiðlum. Ríkissáttasemjari hafa seinast ítrekað það við samningsaðila. Raddir íslenskra lækna segja að fjármálaráðherra sé kunnugt um þetta og því sé hvatning hans til lækna um að greina frá kröfum sínum „lúaleg tilraun til að afvegaleiða og spilla samningaviðræðum.“ Læknar hafi þar að auki virt þennan trúnað þó að fjármálaráðherra hafi kosið að gera það ekki. Samningafundur í læknadeilunni hófst klukkan 10:30 í morgun og var hlé gert á viðræðunum nú rétt eftir hádegi. Fundi verður framhaldið klukkan 15 í dag. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ríkisstjórnin kom saman til fundar í morgun og var læknadeilan meðal annars rædd þar. Ráðherrar hafa áhyggjur af stöðu mála í deilunni. „Auðvitað höfum við haft áhyggjur af verkfallsaðgerðum lækna og þessari deilu. Við höfum fyrir okkar leyti boðið kjarabætur sem vel rúmlega mæta þeim væntingum sem að við töldum að menn hefðu. Þess vegna verðum við fyrir sárum vonbrigðum þegar við sjáum yfirlýsingar á borð við þær sem hafa komið að undanförnu og að hér skuli allt stefna í verkfall,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Bjarni segir að stjórnvöld hafi teygt sig langt til þess að koma til móts við lækna. „Ég segi það bara fullum fetum að það sem boðið hefur verið af hálfu ríkisins ber skýr merki þess að menn hafi hlustað eftir því að það þurfi að kalla heim lækna sem eru erlendis, að við þurfum að gera breytingar á kjörum lækna með það að markmiði að jafna stöðu þeirra miðað við launaþróun annarra og þar fram eftir götunum.“ Hann segir hins vegar að þær kröfur sem læknar hafi sett fram, nú síðast í gær, séu algjörlega óraunhæfar. „Það væri eiginlega bara best að læknar myndu nú stíga fram og gera opinberlega fyrir þeim kröfum sem þeir hafa sett fram og að þeir skuli ætla að fara í viðamiklar verkfallsaðgerðir verði ekki gengið að þeim kröfum. Þá skal ég gefa upp útreikninga ríkisins á kostnaðaraukningu ríkisins vegna þeirra krafna.“Segja að samningsaðilum sé óheimilt að greina frá kröfum sínum Í yfirlýsingu sem Raddir íslenskra lækna hafa sent frá sér kemur fram að samningsaðilum sé óheimilt að tjá sig um kröfur sínar eða tölur í fjölmiðlum. Ríkissáttasemjari hafa seinast ítrekað það við samningsaðila. Raddir íslenskra lækna segja að fjármálaráðherra sé kunnugt um þetta og því sé hvatning hans til lækna um að greina frá kröfum sínum „lúaleg tilraun til að afvegaleiða og spilla samningaviðræðum.“ Læknar hafi þar að auki virt þennan trúnað þó að fjármálaráðherra hafi kosið að gera það ekki. Samningafundur í læknadeilunni hófst klukkan 10:30 í morgun og var hlé gert á viðræðunum nú rétt eftir hádegi. Fundi verður framhaldið klukkan 15 í dag.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira