Vill að læknar greini frá kröfum sínum Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 30. desember 2014 13:34 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að kröfur lækna séualgjörlega óraunhæfar. Vísir/GVA Ríkisstjórnin kom saman til fundar í morgun og var læknadeilan meðal annars rædd þar. Ráðherrar hafa áhyggjur af stöðu mála í deilunni. „Auðvitað höfum við haft áhyggjur af verkfallsaðgerðum lækna og þessari deilu. Við höfum fyrir okkar leyti boðið kjarabætur sem vel rúmlega mæta þeim væntingum sem að við töldum að menn hefðu. Þess vegna verðum við fyrir sárum vonbrigðum þegar við sjáum yfirlýsingar á borð við þær sem hafa komið að undanförnu og að hér skuli allt stefna í verkfall,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Bjarni segir að stjórnvöld hafi teygt sig langt til þess að koma til móts við lækna. „Ég segi það bara fullum fetum að það sem boðið hefur verið af hálfu ríkisins ber skýr merki þess að menn hafi hlustað eftir því að það þurfi að kalla heim lækna sem eru erlendis, að við þurfum að gera breytingar á kjörum lækna með það að markmiði að jafna stöðu þeirra miðað við launaþróun annarra og þar fram eftir götunum.“ Hann segir hins vegar að þær kröfur sem læknar hafi sett fram, nú síðast í gær, séu algjörlega óraunhæfar. „Það væri eiginlega bara best að læknar myndu nú stíga fram og gera opinberlega fyrir þeim kröfum sem þeir hafa sett fram og að þeir skuli ætla að fara í viðamiklar verkfallsaðgerðir verði ekki gengið að þeim kröfum. Þá skal ég gefa upp útreikninga ríkisins á kostnaðaraukningu ríkisins vegna þeirra krafna.“Segja að samningsaðilum sé óheimilt að greina frá kröfum sínum Í yfirlýsingu sem Raddir íslenskra lækna hafa sent frá sér kemur fram að samningsaðilum sé óheimilt að tjá sig um kröfur sínar eða tölur í fjölmiðlum. Ríkissáttasemjari hafa seinast ítrekað það við samningsaðila. Raddir íslenskra lækna segja að fjármálaráðherra sé kunnugt um þetta og því sé hvatning hans til lækna um að greina frá kröfum sínum „lúaleg tilraun til að afvegaleiða og spilla samningaviðræðum.“ Læknar hafi þar að auki virt þennan trúnað þó að fjármálaráðherra hafi kosið að gera það ekki. Samningafundur í læknadeilunni hófst klukkan 10:30 í morgun og var hlé gert á viðræðunum nú rétt eftir hádegi. Fundi verður framhaldið klukkan 15 í dag. Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Ríkisstjórnin kom saman til fundar í morgun og var læknadeilan meðal annars rædd þar. Ráðherrar hafa áhyggjur af stöðu mála í deilunni. „Auðvitað höfum við haft áhyggjur af verkfallsaðgerðum lækna og þessari deilu. Við höfum fyrir okkar leyti boðið kjarabætur sem vel rúmlega mæta þeim væntingum sem að við töldum að menn hefðu. Þess vegna verðum við fyrir sárum vonbrigðum þegar við sjáum yfirlýsingar á borð við þær sem hafa komið að undanförnu og að hér skuli allt stefna í verkfall,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Bjarni segir að stjórnvöld hafi teygt sig langt til þess að koma til móts við lækna. „Ég segi það bara fullum fetum að það sem boðið hefur verið af hálfu ríkisins ber skýr merki þess að menn hafi hlustað eftir því að það þurfi að kalla heim lækna sem eru erlendis, að við þurfum að gera breytingar á kjörum lækna með það að markmiði að jafna stöðu þeirra miðað við launaþróun annarra og þar fram eftir götunum.“ Hann segir hins vegar að þær kröfur sem læknar hafi sett fram, nú síðast í gær, séu algjörlega óraunhæfar. „Það væri eiginlega bara best að læknar myndu nú stíga fram og gera opinberlega fyrir þeim kröfum sem þeir hafa sett fram og að þeir skuli ætla að fara í viðamiklar verkfallsaðgerðir verði ekki gengið að þeim kröfum. Þá skal ég gefa upp útreikninga ríkisins á kostnaðaraukningu ríkisins vegna þeirra krafna.“Segja að samningsaðilum sé óheimilt að greina frá kröfum sínum Í yfirlýsingu sem Raddir íslenskra lækna hafa sent frá sér kemur fram að samningsaðilum sé óheimilt að tjá sig um kröfur sínar eða tölur í fjölmiðlum. Ríkissáttasemjari hafa seinast ítrekað það við samningsaðila. Raddir íslenskra lækna segja að fjármálaráðherra sé kunnugt um þetta og því sé hvatning hans til lækna um að greina frá kröfum sínum „lúaleg tilraun til að afvegaleiða og spilla samningaviðræðum.“ Læknar hafi þar að auki virt þennan trúnað þó að fjármálaráðherra hafi kosið að gera það ekki. Samningafundur í læknadeilunni hófst klukkan 10:30 í morgun og var hlé gert á viðræðunum nú rétt eftir hádegi. Fundi verður framhaldið klukkan 15 í dag.
Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent