„Þetta atriði átti sér stað rétt í þessu á æfingu. Þau spila ekki bara - þau dansa líka. Ef þetta er ekki boðskapur um bjarta framtíð þá stöndum við á gati,“ segir í pósti á Fésbókarsíðu Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Fernir tónleikar verða um helgina en nemendurnir hafa margir hverjir staðið í ströngu við æfingar undanfarnar vikur í kjölfar verkfalls tónlistarkennara. Lýstu tveir því yfir að þeir óttuðust að verkfallið yrði til þess að þeir myndu missa af tækifærinu til að spila með Sinfó.