Enski boltinn

Sérstök hvatningaraðferð hjá Spurs

Pochettino er væntanlega að ræða Real Madrid-drauminn við Dembele þarna.
Pochettino er væntanlega að ræða Real Madrid-drauminn við Dembele þarna. vísir/getty
Hvernig færðu leikmann til þess að spila betur? Jú, þú segir honum að hann geti komist frá félaginu ef hann spili vel.

Gamli markaskorarinn Les Ferdinand var þjálfari hjá Tottenham og hann hefur nú greint frá því hvernig þeir reyndu að hvetja miðjumanninn Mousa Dembele til dáða.

„Við vorum að fylgjast með honum á æfingum og sáum að hann gat miklu meira en hann sýndi okkur. Hann hefur mikla hæfileika og það er pirrandi að sjá ekki meira af þeim," sagði Ferdinand.

„Þá fórum við að segja við hann að hann væri næsti leikmaður Real Madrid. Að hann gæti farið þangað ef hann spilaði nógu vel fyrir okkur."

Eins og Dembele er að spila í vetur verður einhver bið á því að hann fari til Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×