Gengið framhjá grátandi konu í Hagkaupum: „Svona er bara Ísland“ Bjarki Ármannsson skrifar 14. desember 2014 19:27 „Það er engin afsökun fyrir þessu,“ segir Bryndís Hera um þá sem gengu framhjá konunni. Vísir/Vilhelm/Stefán „Þetta var voða leiðinlegt,“ segir Bryndís Hera Gísladóttir, sem deildi nokkuð magnaðri frásögn á Facebook-síðu sinni um helgina. Þar segir hún frá grátandi konu í miklu uppnámi sem hún mætti í verslun Hagkaupa í Skeifunni aðfaranótt laugardags. Konan bað um að fá að hringja í dóttur sína en Bryndís telur að fjórir eða fimm hafi gengið fram hjá konunni er hún bað um hjálp. „Þau svöruðu ekki, sögðu síminn minn er bara dauður,“ segir Bryndís í samtali við Vísi. „Virtu hana ekki viðlits. Fólk vill meina að enginn hafi stoppað vegna þess að allir eru með svo dýra síma. En hún fékk aldrei símann minn, ég bara fékk númerið og hringdi fyrir hana. Maður þarf ekki að vera leiðinlegur þó maður sé með dýran síma.“ Bryndís beið ein með konunni eftir að dóttir hennar kæmi. Að sögn Bryndísar sagðist konan hafa verið lamin af eiginmanni sínum fyrr um nóttina. Frásögnin var óskýr en Bryndís skildi konuna þannig að maðurinn hefði verið handtekinn þessa sömu nótt. Þess verður þó að geta að slíks tilfellis var ekki getið í skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. „Hún segir að hann sé kominn í fangelsi en hann hafi reynt að drepa hana tvisvar og hún verði marin á morgun og segir mér bara þetta allt,“ segir Bryndís. „Hún hefði ratað niður í Skeifuna en engin gæti hjálpað henni að hringja. Hún sagði svo oft: „Svona er bara Ísland.““ Dóttir konunnar kom að lokum og sótti hana. Bryndís segir konuna hafa sagst ekki ætla að fara aftur til mannsins síns. Bryndís er hissa og ósátt á því að enginn hafi gefið sér tíma í að aðstoða konuna áður en hún gerði það. „Það er engin afsökun fyrir þessu,“ segir Bryndís. „Hún kom bara þarna inn og þarf hjálp. Að fólk skuli ekki stoppa, þetta hefði getað verið hver sem er. Þetta er eins og þegar maður sér bíl úti í kanti í umferðinni. Það eru alltof margir Íslendingar sem fara sem lengst frá þessu til þess að þurfa ekki að fara út og hjálpa.“ Facebook-færslu Bryndísar Heru má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Innlegg frá Bryndís Hera Gísladóttir. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
„Þetta var voða leiðinlegt,“ segir Bryndís Hera Gísladóttir, sem deildi nokkuð magnaðri frásögn á Facebook-síðu sinni um helgina. Þar segir hún frá grátandi konu í miklu uppnámi sem hún mætti í verslun Hagkaupa í Skeifunni aðfaranótt laugardags. Konan bað um að fá að hringja í dóttur sína en Bryndís telur að fjórir eða fimm hafi gengið fram hjá konunni er hún bað um hjálp. „Þau svöruðu ekki, sögðu síminn minn er bara dauður,“ segir Bryndís í samtali við Vísi. „Virtu hana ekki viðlits. Fólk vill meina að enginn hafi stoppað vegna þess að allir eru með svo dýra síma. En hún fékk aldrei símann minn, ég bara fékk númerið og hringdi fyrir hana. Maður þarf ekki að vera leiðinlegur þó maður sé með dýran síma.“ Bryndís beið ein með konunni eftir að dóttir hennar kæmi. Að sögn Bryndísar sagðist konan hafa verið lamin af eiginmanni sínum fyrr um nóttina. Frásögnin var óskýr en Bryndís skildi konuna þannig að maðurinn hefði verið handtekinn þessa sömu nótt. Þess verður þó að geta að slíks tilfellis var ekki getið í skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. „Hún segir að hann sé kominn í fangelsi en hann hafi reynt að drepa hana tvisvar og hún verði marin á morgun og segir mér bara þetta allt,“ segir Bryndís. „Hún hefði ratað niður í Skeifuna en engin gæti hjálpað henni að hringja. Hún sagði svo oft: „Svona er bara Ísland.““ Dóttir konunnar kom að lokum og sótti hana. Bryndís segir konuna hafa sagst ekki ætla að fara aftur til mannsins síns. Bryndís er hissa og ósátt á því að enginn hafi gefið sér tíma í að aðstoða konuna áður en hún gerði það. „Það er engin afsökun fyrir þessu,“ segir Bryndís. „Hún kom bara þarna inn og þarf hjálp. Að fólk skuli ekki stoppa, þetta hefði getað verið hver sem er. Þetta er eins og þegar maður sér bíl úti í kanti í umferðinni. Það eru alltof margir Íslendingar sem fara sem lengst frá þessu til þess að þurfa ekki að fara út og hjálpa.“ Facebook-færslu Bryndísar Heru má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Innlegg frá Bryndís Hera Gísladóttir.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira