Innlent

Munu ekki ráða sig í stöður almennra lækna

Atli Ísleifsson skrifar
Undir yfirlýsinguna skrifuðu 64 læknakandídatar.
Undir yfirlýsinguna skrifuðu 64 læknakandídatar. Vísir/Ernir
Læknakandídata segjast ekki munu ráða sig í stöður almennra lækna við heilbrigðisstofnanir á Íslandi, fyrr en „viðunandi leiðrétting hefur orðið á launum lækna“.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem læknakandidatar hafa sent Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðismálaráðherra. 

Í tilkynningunni segir að ástandið í heilbrigðiskerfinu hafi gert það að verkum að fæstir læknakanditatar sjá það sem fýsilegan kost að starfa sem almennir læknar hérlendis. „Læknar hafa dregist aftur úr í launaþróun undanfarin ár og læknar, bæði almennir og sérfræðimenntaðir, eru farnir að segja upp störfum í auknum mæli af óánægju með kjör og starfsaðstæður.“

Yfirlýsing læknakandídata í heild sinni:

Síðastliðið vor luku 59 nemar embættisprófi í læknisfræði. Flestir þeirra munu ljúka lögbundnu kandídatsári sínu á sumarmánuðum 2015. Eftir það hljóta kandídatar lækningaleyfi og geta starfað sem fullgildir almennir læknar við heilbrigðisstofnanir landsins. Þessi hópur lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðunni í kjarasamningaviðræðum lækna.

Við undirrituð lýsum því yfir að við munum ekki ráða okkur í almennar læknisstöður við heilbrigðisstofnanir á Íslandi eftir að kandídatsári okkar lýkur fyrr en viðunandi kjarasamningar við lækna hafa verið undirritaðir. Ákvörðunin nær til ráðninga hjá Landspítala Háskólasjúkrahúsi, Sjúkrahúsinu á Akureyri, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og allra annarra heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×