Ragnheiður orðin þriðja vinsælasta sýningin í sögu Íslensku óperunnar Stefán Árni Pálsson skrifar 17. desember 2014 16:34 Hátt í 15.000 manns hafa nú séð sýninguna eða keypt miða á þær tvær aukasýningar sem verða á verkinu milli jóla og nýárs í Eldborg í Hörpu. mynd/aðsend Óperan Ragnheiður eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson hefur nú skipað sér í þriðja sætið á lista yfir aðsóknarmestu óperusýningar Íslensku óperunnar frá stofnun hennar í upphafi 9. áratugarins. Hátt í 15.000 manns hafa nú séð sýninguna eða keypt miða á þær tvær aukasýningar sem verða á verkinu milli jóla og nýárs í Eldborg í Hörpu. Ragnheiður var frumsýnd í Íslensku óperunni í Hörpu þann 1. mars síðastliðinn, eftir að hafa verið flutt í tónleikaformi í Skálholti sumarið 2013. Sýningin sló samstundis í gegn og spöruðu gestir og gagnrýnendur ekki hrósyrðin. Alls voru níu sýningar í vor og voru þær allar uppseldar. Sýningin hlaut síðan 10 tilnefningar til Grímunnar í ár og í kjölfarið þrenn verðlaun, þar á meðal Sýning ársins 2014. Þá voru tveir aðalsöngvarar sýningarinnar, Þóra Einarsdóttir í hlutverki Ragnheiðar og Elmar Gilbertsson í hlutverki Daða, nýverið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir hlutverk sín í sýningunni. Aðeins óperurnar Sígaunabaróninn og Töfraflautan, sem báðar voru færðar upp á árinu 1982 í Gamla bíói, voru aðsóknarmeiri sýningar en Ragnheiður. Örfá sæti eru enn laus á aukasýningarnar tvær þann 27. desember og 28. desember, en það eru ennfremur allra síðustu sýningar á óperunni. Menning Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Óperan Ragnheiður eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson hefur nú skipað sér í þriðja sætið á lista yfir aðsóknarmestu óperusýningar Íslensku óperunnar frá stofnun hennar í upphafi 9. áratugarins. Hátt í 15.000 manns hafa nú séð sýninguna eða keypt miða á þær tvær aukasýningar sem verða á verkinu milli jóla og nýárs í Eldborg í Hörpu. Ragnheiður var frumsýnd í Íslensku óperunni í Hörpu þann 1. mars síðastliðinn, eftir að hafa verið flutt í tónleikaformi í Skálholti sumarið 2013. Sýningin sló samstundis í gegn og spöruðu gestir og gagnrýnendur ekki hrósyrðin. Alls voru níu sýningar í vor og voru þær allar uppseldar. Sýningin hlaut síðan 10 tilnefningar til Grímunnar í ár og í kjölfarið þrenn verðlaun, þar á meðal Sýning ársins 2014. Þá voru tveir aðalsöngvarar sýningarinnar, Þóra Einarsdóttir í hlutverki Ragnheiðar og Elmar Gilbertsson í hlutverki Daða, nýverið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir hlutverk sín í sýningunni. Aðeins óperurnar Sígaunabaróninn og Töfraflautan, sem báðar voru færðar upp á árinu 1982 í Gamla bíói, voru aðsóknarmeiri sýningar en Ragnheiður. Örfá sæti eru enn laus á aukasýningarnar tvær þann 27. desember og 28. desember, en það eru ennfremur allra síðustu sýningar á óperunni.
Menning Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira