Hrútaskráin fór með í líkkistuna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. nóvember 2014 10:44 Guðmundur Jóhannsson með nýju hrútaskránna, sem var að koma út í þrjúþúsund eintökum. Vísir/Magnús Hlynur „Já, það er rétt, bóndinn var jarðaður í haust og bað ættingja sína sérstaklega áður en hann dó að þau myndu setja eintak af hrútaskránni í líkkistuna svo hann hefði eitthvað að lesa þarna uppi“, segir Guðmundur Jóhannsson, ráðunautur og ritstjóri nýju hrútaskrárinnar þegar hann var spurður hvort þetta væri rétt með bóndann á Norðurlandi. Hrútaskráin er eitt allra vinsælasta blað á meðal sauðfjárbænda og annarra, sem áhuga hafa á íslensku sauðkindinni. Í skránni er upplýsingar um tæplega fimmtíu bestu hrúta landsins á Sauðfjársæðingastöð Suðurlands og Sauðfjársæðingastöð Vesturlands. Afgreiðsla á fersku svæði á báðum stöðunum hefst 1. desember. Sæðisskammturinn í eina á kostar 720 krónur. Síðustu daga hefur verið tekið sæði úr nokkrum hrútum, sem er djúpfryst og verður sent til Bandaríkjanna til þeirra, sem eru með íslenskt sauðfé þar. Þorsteinn Ólafsson,dýralæknir hefur séð um þá framkvæmd.Forystuhrúturinn Ami, sem hægt er að fá sæði úr.Vísir/Magnús HlynurSæði úr forystuhrút og ferhyrndum hrút Nú geta sauðfjárbændur pantað sæði úr forystuhrútnum Ama frá Sigtúnum í Öxarfirði. „Ami er há- og grannvaxinn, reistur og léttbyggður svo sem forystufé ber að vera. Hann er stóreygður og hefur til að bera mikla árvekni, örar hreyfingar og ekki spillir höfðinglegt fasið og yfirbragðið. Hann er þægur í rekstri og ljúfur við fólk en á það til að amast við öðru fé og dregur nafn sitt af því. Ami ku vera vanafastur með afbrigum svo sem títt er um forustufé“, segir í Hrútaskránni.Ferhyrndi hrúturinn Höfði, sem margir panta sæði úr.Vísir/Magnús HlynurÞá verður líka hægt að fá sæði úr ferhyrndum hrúti en sá heitir Höfði frá Mörtutungu 2 á Síðu. Höfði var fengin á stöðvarnar til að gefa fleiri bændum tækifæri til að eignast ferhyrndar kindur svo varðveita megi þennan eiginleika í sauðfjárstofninum en nokkur ár eru síðan slíkur hrútur var síðast á sæðingastöð. Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
„Já, það er rétt, bóndinn var jarðaður í haust og bað ættingja sína sérstaklega áður en hann dó að þau myndu setja eintak af hrútaskránni í líkkistuna svo hann hefði eitthvað að lesa þarna uppi“, segir Guðmundur Jóhannsson, ráðunautur og ritstjóri nýju hrútaskrárinnar þegar hann var spurður hvort þetta væri rétt með bóndann á Norðurlandi. Hrútaskráin er eitt allra vinsælasta blað á meðal sauðfjárbænda og annarra, sem áhuga hafa á íslensku sauðkindinni. Í skránni er upplýsingar um tæplega fimmtíu bestu hrúta landsins á Sauðfjársæðingastöð Suðurlands og Sauðfjársæðingastöð Vesturlands. Afgreiðsla á fersku svæði á báðum stöðunum hefst 1. desember. Sæðisskammturinn í eina á kostar 720 krónur. Síðustu daga hefur verið tekið sæði úr nokkrum hrútum, sem er djúpfryst og verður sent til Bandaríkjanna til þeirra, sem eru með íslenskt sauðfé þar. Þorsteinn Ólafsson,dýralæknir hefur séð um þá framkvæmd.Forystuhrúturinn Ami, sem hægt er að fá sæði úr.Vísir/Magnús HlynurSæði úr forystuhrút og ferhyrndum hrút Nú geta sauðfjárbændur pantað sæði úr forystuhrútnum Ama frá Sigtúnum í Öxarfirði. „Ami er há- og grannvaxinn, reistur og léttbyggður svo sem forystufé ber að vera. Hann er stóreygður og hefur til að bera mikla árvekni, örar hreyfingar og ekki spillir höfðinglegt fasið og yfirbragðið. Hann er þægur í rekstri og ljúfur við fólk en á það til að amast við öðru fé og dregur nafn sitt af því. Ami ku vera vanafastur með afbrigum svo sem títt er um forustufé“, segir í Hrútaskránni.Ferhyrndi hrúturinn Höfði, sem margir panta sæði úr.Vísir/Magnús HlynurÞá verður líka hægt að fá sæði úr ferhyrndum hrúti en sá heitir Höfði frá Mörtutungu 2 á Síðu. Höfði var fengin á stöðvarnar til að gefa fleiri bændum tækifæri til að eignast ferhyrndar kindur svo varðveita megi þennan eiginleika í sauðfjárstofninum en nokkur ár eru síðan slíkur hrútur var síðast á sæðingastöð.
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira