Húsaleigubætur verða hækkaðar Heimir Már Pétursson skrifar 24. nóvember 2014 19:05 Bjarni Benediktsson. vísir/pjetur Tekjur ríkissjóðs af lægra þrepi virðisaukaskattsins lækka um tvo milljarða við að hætta við að hækka skattinn í tólf prósent en setja hann þess í stað í ellefu prósent. Meðal annarra aðgerða sem gripið verður til er að hækka húsaleigubætur. Töluverðar breytingar verða á fjárlagafrumvarpinu og tekjufrumvörpum þess samkvæmt nýjum tillögum stjórnarflokkanna. Meðal annars verður virðisaukaskattur í neðra þrepi hækkaður úr sjö prósentum í ellefu en ekki tólf eins og áður var fyrirhugað. „Í fjárhæðum eru það rétt rúmlega tveir milljarðar sem við erum að gefa eftir af skatttekjum með því að fara í 11 prósent þrepið. En við erum að halda okkur við þessa stóru kerfisbreytingu sem er að draga úr muninum á milli þrepanna. Draga úr þessari gjá sem er á milli þrepanna,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Reikna megi með að verðlag lækki um 0,4 prósent með aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Þá verður meira fé sett í heilbrigðis- og menntakerfið en áður var ráðgert og meira fer í niðurgreiðslu lyfja. Skattabreytingarnar og mótvægisaðgerðirnar verða kynntar í fjárlaganefnd á morgun en þær voru að hluta til ræddar í efnahags- og viðskiptanefnd í dag. Framsóknarmenn hafa þrýst á um mótvægisaðgerðir vegna hækkunar skatts á matvæli. Bjarni segir málinu alltaf hafa verið stillt þannig upp að allir nytu góðs af því. „Þannig að fyrir mér hafa frekari ráðstafanir aldrei í eðli sínu átt að vera neinar mótvægisaðgerðir vegna þess að heildaráhrifin eru jákvæð. Það hefur hins vegar verið skoðað að hafa einhverjar hliðarráðstafanir eða viðbótarráðstafanir,“ segir Bjarni Minni hækkun á lægra virðisaukaþrepinu sé slík ráðstöfun. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar verða húsaleigubætur einnig hækkaðar til að koma til móts við þá tekjulægstu sem njóta t.d. ekki vaxta- og barnabóta. „Þannig að það er alveg óumdeilanlegt að heildarkerfisbreytingin er til einföldunar með því að við tökum vörugjöld af um 800 vöruflokkum. Við drögum úr muninum á milli þrepanna. Það er staðið við það meginmarkmið sem er gott fyrir virðisaukaskattskerfið og dregur úr undanskotum og röngum hvötum,“ segir Bjarni Benediktsson. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Tekjur ríkissjóðs af lægra þrepi virðisaukaskattsins lækka um tvo milljarða við að hætta við að hækka skattinn í tólf prósent en setja hann þess í stað í ellefu prósent. Meðal annarra aðgerða sem gripið verður til er að hækka húsaleigubætur. Töluverðar breytingar verða á fjárlagafrumvarpinu og tekjufrumvörpum þess samkvæmt nýjum tillögum stjórnarflokkanna. Meðal annars verður virðisaukaskattur í neðra þrepi hækkaður úr sjö prósentum í ellefu en ekki tólf eins og áður var fyrirhugað. „Í fjárhæðum eru það rétt rúmlega tveir milljarðar sem við erum að gefa eftir af skatttekjum með því að fara í 11 prósent þrepið. En við erum að halda okkur við þessa stóru kerfisbreytingu sem er að draga úr muninum á milli þrepanna. Draga úr þessari gjá sem er á milli þrepanna,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Reikna megi með að verðlag lækki um 0,4 prósent með aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Þá verður meira fé sett í heilbrigðis- og menntakerfið en áður var ráðgert og meira fer í niðurgreiðslu lyfja. Skattabreytingarnar og mótvægisaðgerðirnar verða kynntar í fjárlaganefnd á morgun en þær voru að hluta til ræddar í efnahags- og viðskiptanefnd í dag. Framsóknarmenn hafa þrýst á um mótvægisaðgerðir vegna hækkunar skatts á matvæli. Bjarni segir málinu alltaf hafa verið stillt þannig upp að allir nytu góðs af því. „Þannig að fyrir mér hafa frekari ráðstafanir aldrei í eðli sínu átt að vera neinar mótvægisaðgerðir vegna þess að heildaráhrifin eru jákvæð. Það hefur hins vegar verið skoðað að hafa einhverjar hliðarráðstafanir eða viðbótarráðstafanir,“ segir Bjarni Minni hækkun á lægra virðisaukaþrepinu sé slík ráðstöfun. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar verða húsaleigubætur einnig hækkaðar til að koma til móts við þá tekjulægstu sem njóta t.d. ekki vaxta- og barnabóta. „Þannig að það er alveg óumdeilanlegt að heildarkerfisbreytingin er til einföldunar með því að við tökum vörugjöld af um 800 vöruflokkum. Við drögum úr muninum á milli þrepanna. Það er staðið við það meginmarkmið sem er gott fyrir virðisaukaskattskerfið og dregur úr undanskotum og röngum hvötum,“ segir Bjarni Benediktsson.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira