Innlent

Afbrotum fækkar

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir

Hegningarlagabrotum fækkaði í október samanborið við mánuðina á undan en þetta kemur fram í afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir októbermánuð 2014.

Skýrist það að mestu af fækkun þjófnaða, þ.á.m. innbrota. Tilkynningum um þjófnaði hefur fækkað um 12% samanborið við sama tímabil síðustu þriggja ára.

Ofbeldisbrotum fækkaði á milli mánaða, en fjöldi þeirra það sem af er ári er meiri þegar borið er saman við fyrri ár.

Fjöldi tilkynninga um nytjastuldi ökutækja var sá mesti á árinu í októbermánuði. Á sama tíma og þeim er að fjölga sem eru teknir undir áhrifum fíkniefna við akstur, fjölgaði umferðaróhöppum tengd þeim málum í október.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.