Innlent

Sótti ein um setningu í embætti dómara við Hæstarétt

Atli Ísleifsson skrifar
Ingveldur Einarsdóttir, settur hæstaréttardómari, sótti ein um embættið.
Ingveldur Einarsdóttir, settur hæstaréttardómari, sótti ein um embættið. Mynd/Innanríkisráðuneytið
Ein umsókn barst um setningu í embætti dómara við Hæstarétt frá 1. janúar 2015 til 15. september 2017. Starfið var auglýst laust til setningar og var umsóknarfrestur til 13. október síðastliðinn. Ingveldur Einarsdóttir, settur dómari við Hæstarétt, var eini umsækjandinn.

Í frétt á vef innanríkisráðuneytisins segir að umsóknin hafi verið send dómnefnd sem metur hæfni umsækjenda um embætti dómara, skv. ákvæðum laga nr. 15/1998 um dómstóla.

Ingveldur var sett hæstaréttardómari til tveggja ára frá 1. janúar 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×