Innlent

Plastpokalaust Suðurland

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Strákarnir með maíspoka eins og þeir hafa gefið viðskiptavinum Bónus á Selfossi.
Strákarnir með maíspoka eins og þeir hafa gefið viðskiptavinum Bónus á Selfossi. vísir / Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Við viljum að notkun plastpoka á Suðurlandi verði alfarið hætt og maíspokar eða fjölnota burðarpokar verði teknir upp í staðinn. Plastpokar eru tíu til tuttugu ár að hverfa úr náttúrunni á meðan maíspokar eru aðeins tíu til fjörutíu og fimm daga að leysast upp“, segir Sigþór Jóhannsson, nemandi í lífsleiki við Fjölbrautaskóla Suðurlands en hann og samnemendur hans, Sveinn Ægir Birgisson og Jakob Burgel  hafa gefið viðskiptavinum Bónus á Selfossi maíspoka  til prufu.

Átakið hefur yfirskriftinna „Plastpokalaust Suðurland“ en nú þegar hafa nokkur fyrirtæki hætt sölu plastpokum á svæðinu.

„Við horfum á Stykkishólm sem fyrirmynd en þar hefur verið hætt að selja plastpoka í öllum verslunum nema Bónus. Þetta viljum við líka sjá á Suðurlandi, allar verslanir ættu að hætta að selja plastpoka og hugsa þannig um að bæta umhverfið“, bætti Sigþór við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×