Innlent

Sex ára fangelsi fyrir að misnota þroskahefta tengdamóður sína

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms í málinu.
Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms í málinu. Vísir
Karlmaður var í dag dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að misnotað þroskahefta móður sambýliskonu sinnar ítrekað á tólf mánaða tímabili. Hæstiréttur kvað upp dóm í málinu í dag. Maðurinn var sakfelldur fyrir að notfæra sér andlega fötlun konunnar þar sem hún gat ekki spornað við samræðinu eða skilið þýðingu þess vegna fötlunar.

Konan sem maðurinn braut get hafði búið með föður sínum en hún þarf á aðstoð annarra að halda vegna fötlunar sinnar og getur ekki tekið ákvarðanir um eigin hagi. Eftir andlát hans flutti dóttir hennar og maðurinn ásamt ungum syni sínum inn á heimili hennar.

Málið komst upp seint á síðasta ári þegar dóttir konunnar kom að móður sinni og manninum þar sem hann var að hafa við hana mök. Maðurinn hefur aldrei neitað að hafa haft kynferðismök við konuna en hann hefur hinsvegar neitað að hafa notfært sér andlega fötlun hennar. Mökin hafi alltaf átt sér stað með hennar vilja og vitund, að því er segir í dómnum.

Bæði Hæstiréttur og héraðsdómur komust að þeirri niðurstöðu að manninum hafi verið það fulljóst að tengdamóðir hans væri andlega fötluð og ekki þess umkomin að gera sér grein fyrir aðstæðum.

Dóminn í heild sinni má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×